Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.02.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 18.02.1988, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 18. febrúar 1988 \)iKun juttu Frá aðull'undi Sjóefnavinnslunnar hf. um helgina. F.v.: Jón Gunnar Stefánsson stjórnarformaður, Þórarinn St. Sigurðsson fundarstjóri, og í ræðustóli er Magnús Magnússon, fráfarandi framkvæmda- stjori. Ljósm.: epj. Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri Sjóefnavinnslunnar hf.: Núverandi stefna teflir fyrirtækinu í tvísýnu Skýrsla formanns stjórnar Sjóefnavinnsl- unnar hf., Jóns Gunnars Stefánssonar: Vonir manna hafa brugðist þremúr árum eigi lægri Ijárhæðem Laugardaginn 5. desember 1987 var undirritaður samningur niilli Hitaveilu Suðurnesja annars veg- ar og iðnaðarráðherra og Ijármála- ráðherra liins vegar um kaup hita- veitunnar á ölln hlutafé ríkissjóðs i Sjóelitavinnslunni hl. og hluta- Ijáraukningu í félaginu aðuppltæð kr. 50.()()().000, sem ríkissjóður halði skrifað sig fyrir. Lltir niður- færslu á eldra hlulafé I lélaginu nemur heildarhlutalc þess 54.000.000 krónum. Samhliða þessu gerði Sjóelna- vinnslan hl. samning við landbún- aðarráðuneylið um aukið land- rými í námundavið verksmiðjuna. Heildarlandrýnri getur með þessunt samningi orðið allt að 100 íteklarar. Þennan sama dagveitti iðnaðar- ráðherra virkjunarleyli fyrir jarð- varmavirkjun til raforkuvinnslu með allt að 5 MW alli. Tekur leyf- ið til ralorkuvinnslu fyrir eigin þarfir lclagsins og fyrir iðnrekstur og skyldan rekstur, sem stofnað verður til á og við athalnasvæði Sjóefnavinnslunnar Itf. ogsamnýti jarðvarma og ralbrku i starfsemi sinni. Stjórn Hitaveitu Suðurnesja hafði valið menn til stjórnarstarfa i kjölfar eigendaskipta á hlutafénu, þrjá aðalmenn og þrjá til vara I stað þeirra sem setið hölðu í stjórn- inni sem fulltrúar ríkissjóðs. Ollunr, sem unnu að kaupum Hitaveitu Suðurnesja á hlutafé Sjóefnavinnslunnar, var Ijóst að einungis var ætlunin með þeim að tryggja hitaveitunni forræði í orkuvinnslu á svæðinu. A fundi með sveitarstjórnarmönnum á Suðurncsjum, þar sem kynntur var aðaltilgangur hitaveitunnar með kaupunum, kom l'ram skýr skoðun fundarmanna, að forðast bæri beina aðild að Iramleiðslu. Þessi sjónarmið hala varðað stjórnarathalnir síðustu vikna. Um það bil helmingi starlsfólks hefur verið sagt upp störfum miðað við narslok næstkomandi. Framkvæmdastjórinn sagði upp í desember með sex mánaða lyrir- vara. I samningi um kaup á hlutalé ríkissjóðs skuldbatt HitaveitaSuð- urnesja sig til þess að sjá til þessað Sjóefnavinnslan hl. verji á næstu 2.000.000 krónum al lé félagsins árlega i þrjú ár til að kynna hér á landi og erlendis möguleika til elnavinnslu og annars iðnreksturs á athafnasvæði þess. I þessu skyni Itafa verið birtar auglýsingar og ennfremur hel'ur stjórnin samþykkt að framkvæmdastjór- inn lái víðlækt umboð til kynning- arstarfa. Frá síðasta aðalfundi, II. apríl 19X7, hefur stjórn lclagsins Italdið 11 stjórnarfundi, þar af Ijóra frá því eigendaskipti urðu, 5. desem- ber sl. Bjartsýni og basl hefurein- kennt allt starf félagsins frá stofn- un og meginþungi úthaldsins hef- ur Itvílt á ríkissjóði. A síðastliðnu hausti ákvað Itann að hætta fjár- veitingu lil lélagsins. Algerrekstr- arstöðvun blasti við. Afkomuspá, sem gerð var á síðasla hausti, virðist eiga erfitt uppdráttar. Enn hafa vonir manna brugðist. Bilanir hafa hanrlað framleiðslu á salti ogsölu- tregða er á kolsýru. Um þessa helgi á búnaður til saltvinnslunnar að komast i lag. A næstu 6 vikum verður fullreynt hvort áætlanirum saltvinnslu standast. A sama tíma mun einnig fást úr því skorið, hvort söluvonir á kolsýru til gróð- urhúsa rætast. Vegna búsetu þjóðarinnar og samgangna við umheiminn er orka á þessu svæði verðmætari en annars staðar á landinu. Má ör- ugglega búast við því að fljótlega komi fram eftirspurn eftirorku úr forðabúrinu á Reykjanesi. Þang- að til það verður á að þreyja þorr- ann og Italda sem llestu í horfinu. Þungamiðja orkuneyslunnar í landinu færist sífellt nær. Hug- myndir um nýtt álver í Straums- vík eru því lil slaðfestingar. Undirbúningur að 5 MW virkjun samkvæmt heimild iðnað- arráðherra, ætti að heljast hið l'yrsta til þess að mæta nálægri eft- irspurn el'tir rafmagni á svæði Sjó- efnavinnslunnar. Ég þakka meðstjórnarmönnum í stjórn félagsins fyrir gott sam- starf og starfsmönnum lélagsins fyrir umburðarlyndi, skilning og hjálpsemi á erfiðunr timamótum í Á aðalfundi Sjóefnavinnsl- unnar h.f. um síðustu helgi flutti fráfarandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins athyglisverða skýrslu sem hér verður birt orð- rétt. Rétt er að taka fram að Magnús sagði í desember starfi sínu lausu með sex mánaða fyrirvara. A síðasta ári lauk að mestu þeim frantkvæmdum sem stjórn félagsins ákvað haustið 1985 og áttu að tryggja rekstr- argrundvöll félagsins. Flelstu framkvæmdir voru tenging borholu nr. 9 við gufu- og jarðsjávarkerfi, nýtt kíslar- kerfi, sjálfvirkara sóda- og sýrukerfi og smíði á nýjum saltframleiðslubúnaði í pönnu nr. 1 og 2 sem staðið hafa ónot- aðar fram til þessa. Borhola nr. 8 sem var orðin 17 ára göm- ul var hætt að anna gufuþörf verksmiðjunnar og því var hola nr. 9 tengd. Sú hola er 165 termisk MW að afii og talin sú afimesta hér á landi. Framkvæmdir tókust vel og voru samkvæmt kostnaðar- áætlun. Vitað er að endurbæta þarf leiðslur í nýja saltfram- leiðslubúnaðinum þótt það liggi ekki fyrir að hve miklu magni. Tæringar var vart í krómstál leiðslum annarrar pönnunnar og hafa þessar leiðslur verið lagðar úr öðru efni. Kostnaðarauki vegna þessa er áætlaður 10% af upp- hafiegum kostnaði við salt- framleiðslubúnaðinn. Fljótlega verða því allar saltpönnur félagsins í rekstri í fyrsta sinn í sögu félagsins. Framleiðsla fljótandi kol- sýru hófst í janúar á síðasta ári og á þurrís í mars sl. Fram- leiðslan gekk samkvæmt áætl- un. Sala kolsýrunnar jókst jafnt og þétt og var salan í júlí- mánuði sl. komin í 57 tonn. En þá henti okkur óhapp. Karb- oníl sulfíð gas fylgdi fyrsta farminum sem afgreiddur var eftir verslunarmannahelgi. Farmurinn fór til tveggja gosdrykkjaframleiðenda. Kol- sýran var hreinni en 99,95% eins og samningar kveða á um. Karbónil sulfíð gas hefur hvorki fyrr né síðar verið mælt í kolsýru félagsins og liggur engin viðunandi skýring fyrir hvernig gasið komst í kolsýr- una. Gæðaeftirlit félagsins og gosdrykkjaframleiðendanna var ekki gert að mæla þessa gastegund og því fór sem fór. Nokkrir partar af milljón af þessu gasi sem er lyktar- og lit- laust umbreytist í vatni og framkallar hveralykt. I því fólst skaðinn. Sjóefnavinnslan hefur nú sett upp viðbótartæki sem úti- lokar að þetta hendi aftur ef karbóníl gas berst í kolsýruna auk þess sem gæðaeftirliti hefur verið breytt og á að tryggja að kolsýran verði ávallt fyrsta flokks. Ohap.pið var gífurlegt áfall fyrir félagið og varð til þess að stærstur hluti markaðarins tapaðist til keppinautarins. Undirbúningur að sölu kísl- ar á innlendan markað er á lokastigi en samstarfsaðili fél- agsins kýs að bíða þar til vissa er fyrir áframhaldandi kíslar- framleiðslu hjá félaginu. Allt salt sem framleitt hefur verið hefur selst jafnóðum. Það má segja að nú fyrst sé hægt að tala um eiginlegan rekstur og að árið 1988 er fyrsta rekstrarár félagsins. Framleiðslubúnaður félagsins afkastar: 500 kw af raforku 5000-6000 tonn af salti 1850 tonn af fijótandi kol- sýru og þurrís auk kíslar Óvissan um það með hvaða hætti eða hvort áðurnefndar afurðir verða framleiddar af Sjóefnavinnslunni í framtíð- inni gerir áætlanir um væntan- legar tekjur á þessu ári erfiðar. I dag getum við ekki komið fram sem öruggur framleið- andi vöru þar sem aðaleig- andi félagsins hefur ekki gert upp við sig hvert framhaldið verður. A rneðan getum við ekki vænst þess að vinna aftur kol- sýrumarkaðinn sem tapaðist og í núverandi stöðu þá mun markaðssetning á kíslinni bíða. Eg tel þá stefnu sem ný stjórn félagsins hefur tekið tefia í tvísýnu þeim árangri sem menn töldu sig sjá fyrir um að núverandi framleiðslu- búnaður gæti skilað rekstrin- um nær hallalausum 1989 og reksturshagnaði þar á eftir. Tíminn mun vinna með Sjó- efnavinnslunni. Pækilsöltun og sprautusöltunarvélar hafa rutt sér til rúms og þörf fyrir fínt salt mun aukast en það leyfir meiri afköst hjá félag- inu, því afköst saltpannanna eru háð kornstærð saltsins. Notkun kolsýru í gróðurhús fer vaxandi og ég spái því að gasfrysting með kolsýru sé á næsta leyti. Bjórframleiðsla og útfiutningur á fersku vatni mun einnig auka kolsýrunotk- un hér á landi. Leiðrétting á gengi krónunnar mun valda verðhækkunum á innfiuttu salti og olíu en samkeppnisað- ili okkar framleiðir sína kol- sýru úr olíu. Spurningin er, munu menn vinna að því að láta fyrri áætl- anir félagsins rætast eða fall- ast hendur? Ég mun ekki fjalla um þá framtíðarmöguleika sem ég tel athafnasvæði félags- ins bjóða upp á af skiljanleg- um ástæðum. Ég geri ekki ráð fyrir því að fá annað tækifæri til þess að ávarpa hluthafa félagsins og vil því nú þakka þeim þessa stuttu samfylgd. Einnig þakka ég starfsmönnum vel unnin störf sem oft liafa verið unnin við erfiðar aðstæður. Nýrri stjórn óska ég góðs gengis við að tryggja hag félagsins. Ég þakka hluthöfum áheyrnina. félaginu. Þorra- blót Styrktarfélags aldraðra á Suðurnesjum verður haldið í Stapa, sunnudaginn 21. feb. n.k. Húsið verður opnað kl. 12 á hádegi. Pantið miða strax í símum 11709 Soffía, 14322 Elsa, 46568 Anna og 68195 Gerða. - Miðaverð kr. 1.100,- Fiölmennið! „ . .. Nefndin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.