Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.02.1988, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 18.02.1988, Blaðsíða 23
mun júiUt Fimmtudagur 18. febrúar 1988 23 Bðkasafnið með tón- listardeild Síðasta fimmtudag opnaði bókasafnið í Keflavík tónlist- ar- og myndbandadeild innan safnsins. Að sögn Hilmars Jónssonar, bókasafnsvarðar, er hér um að ræða 60-70 titla af geisladiskum og annað eins af hljómplötum og snældum. Þá er safnið einnig að byrja með myndbandadeild og koma myndböndin frá myndbanda- deild ríkissjónvarpsins. Er þar um að ræða fræðsluþætti eins og Stiklur og veðurfræði. Þá er safnið einnig með spænsku- kennslu og enskukennslu á myndböndum, en með bönd- unum fást einnig kennslubæk- ur. Arásarmaður handtekinn Lögreglan í Grindavík handtók á sunnudag tvo menn vegna árásar á mann í húsa- sundi í Reykjavík nóttina áð- ur. Annar þeirra handteknu var sekur að verknaði þessum en hinn vitni. Voru þeir færðir rannsókn- arlögreglu ríkisins eftir hand- tökuna. Tvö umferðaróhöpp á örfáum mfnútum Aðfaranótt sunnudagsins urðu tvö umferðaróhöpp með slysum í umdæmi lögreglunn- ar í Kefiavík. Tilkynning um fyrra óhappið barst lögregl- unni kl. 4.25. Þar var um að ræða bifreið sem ekið var á ljósastaur og vegg við Garðveg í Garði. Ökumaðurinn slasaðist tals- vert en grunur leikur á að Bakkus hafi verið með í ráð- um. Var bifreiðin óökufær á eftir. Fjórtán mínútum síðar barst tilkynning um að ekið hefði verið á gangandi vegfar- anda á Hafnargötu í Keflavík, á móts við hús nr. 84. Slasaðist hann eitthvað en þó ekki lífs- hættulega. Sá sem lenti fyrir bifreiðinni er grunaður um meinta ölvun. Um helgina stóð lögreglan þrjá ökumenn aðra en þann sem nefndur er hér fyrst að ofan, fyrir grun um meinta ölvun við akstur. En umferð- aróhöppin þessa sömu helgi urðu 6 en slys einungis í þeim sem áður eru talin. Borgara- flokkurinn Þingmenn Borgaraflokksins í Reykjanes- kjördæmi verða til viðtals í Glóðinni, uppi, Keflavík, sunnudaginn 21. febr. kl. 16-18. Kaffiveitingar. - Allir velkomnir. II. vélstjóri óskast á Þröst KE (90 tonn) á togveiðar. Upplýsingar í síma 16137 á kvöldin. þriðja og síðasta á fasteigninni Túngata 8, miðh. og rish., Grindavík, þingl. eigandi Eiríkur Pétursson, ferfram áeign- inni sjálfri miðvikud. 24. feb. '88 kl. 15.30. - Uppboðsbeið- andi er: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu Umræða um fjár- magnsvandamál í tenglsum við ÞRÓUNAR- VERKEFNl FYRIR SVEITAR- FÉLÖG var haldinn þann 15. feb. 1988 fundur um F.IÁRMÖGNUN FYRIRTÆKJA. Á fundinum var ljallað um Ijármagnsvanda fyrir- tækja á Suðurnesjum og hvað væri hægt að gera til að taka á þessum vanda. Fram kom að fyrirtækin á Suð- urnesjum væru 1 mörgum tilvikum litlar rekstrareinipgar. og hefðu mikinn rekstrarkostnað miðaðvið veltu. Of margir aðilar væru með einhvers konar rekstur þó að þeir í raun hefðu ekki til þess nægilegt eigið fé. Einnigværiáberandi hérá þessu svæði, hversu fáir vildu vinna hjá öðrum. Vandamálin sem við blöstu vegna þessa ástands væri að fjár- magnskostnaður væri mikill og gjaldþrot tíð. Of mörg fyrirtæki væru að vinna á sama meiði og oft væri fjöldi þeirra slikur að mark- aðshlutdeild hvers fyrirtækis nægði ekki til að fyrirtækin gætu borið sig, hvað þá að þau gætu byggt sig upp. Sú skoðun kom fram, að banka- útibúin og Sparisjóðurinn gætu haft verulegáhrif á þessi mál t.d. ef þau kæmu sér saman um að bcina fyrirtækjum með einhvers konar rekstrarfjárvanda til ákveðins aðila, sem gæti farið gegnum rekstrarvandamálin og annað hvort skilað mati eða álitsgerð til bankans eða til fyrirtækjanna beint. Ef bankarnir beindu viðskipt- um sínum til ákveðins aðila, þá væri grundvöllur til að þessi aðili gæti byggt upp öfluga ráðgjöf fyrir þetla víðtæka svið sem Ijármögn- un fyrirtækja er. samþykkt var tillaga þess efnid að kalla Sparisjóð og bankaútibú- in á sérstakan fund og ræða þessi máj. Á lundinum var einnig rætt um fjárfestingarfélög sem leið til að Ijármagna rekstur og verkefni á vegum fyrirtækja. Hugmyndin er sú að fyrirtæki sem velja hlutafélagsformiðogeru metin sem arðbær.geta aukiðeigið fé sitt með hlutafjársölu til Ijárfest- ingarlélags. Þetta þýðir það að Ijármagnskostnaður verður minni en ella og ef fyrirtækið er nýtt þá getur þaðskipt sköpum ef það þarf ekki að treysta of mikið á lána- fyrirgreiðslu. Af öllum lánum þarf að greiða vexti ogef vaxtabyrðin erofmikil, þá gildir einu hvort viðskiptahug- myndin er góð, sem fyrirtækið byggir á, enginn rekstur getur borið mikinn vaxtakostnað. Fram kom að Þróunarfélag Is- lands hefur kynnt hugmyndir sín- ar varðandi stofnun Ijárfestingar- lélags er starlaði á Suðurnesjum með þeirra þátttöku. Sett helur verið undirbúnings- nelnd á laggirnar sem hefur verið að kanna áhuga ýmissa aðila á þátttöku, en engin ákvörðun liggur fyrir hvort af þessu verði. Hins vegar hefur stjórn Iðnþró- unarfélags Suðurnesja tekið ákvörðun um að leggja það til við aðalfund lélagsins, sem haldinn verður 5. mars 1988, aðaðalfund- urinn samþykki formbreytingu fé- lagsins yfir i hlutafélag. Einnig verður lögð fram tillaga að hið nýja félag veiti ráðgjöf eins og verið hefur og starfi einnig sem Ijárfestingarfélag. Núverandi lélagar Iðnþróunar- félagsins eru 170 og munu þeir mynda grunninn í hinu nýja hlutafélagi. Þegar það er stofnað verða teknar upp viðræður um samstarfvið þá aðilasemstefnaað sömu markmiðumoglðnþróunar- lélagið og fara svipaðar leiðir til að ná fram þeim markmiðum. Þeir sem tóku þátt i umræðunni á fundinum voru: Vilhjálmur Ketilsson, bæjar- stjóri, Kellavík - Oddur Einars- son, bæjarstjóri, Njar ik - Jó- hann Einvarðsson, alþn.gismaður, Kellavík - Guðjón Ómar Hauks- son, skrifstofustj. Bifreiðaverkst. Steinars - Hermann Ragnarsson, framkv.stj. Húsanesssf. - Jóhanna Reynisdóttir, útibússtjóri Versl- unarbankans - Jón E. Unndórs- son, framkv.stj. Iðnþróunarfélags Suðurnesja - Guðmundur Finns- son, starfsmaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennts. ,ón E Unndórsson Smáauglýsingar I.O.O.F. 13 Hfj.=1692028'/2- 9.0. Flisalagnir Tek að méraðleggjaflísar. Góð vinna. Uppl. í síma 12984. Rich- ard. Hús og bíll Til.leigu 3ja herb. íbúð i Njarö- vik. Einnig til sölu Mazda 626 LX '87 og Volvo 144 DL '73. Uppl. i síma 13113. íbúö til leigu 3ja herb. íbúð á góöum staö til leigu í 1 ár frá og með 1. apríl. Uppl. i síma 15669 eftir kl. 19. íbúö óskast 4ra herb. íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 12419. íbúð til leigu Ný 3ja herb. ibúð til leigu i 6-8 mánuði. Tilboð óskast. Uppl. í sima 13699 á kvöldin. Atvinna óskast Ég er á 16. ári og óska eftir at- vinnu. innheimtustarf kemur til greina, hef létt bifhjól til um- ráða. Uppl. í síma 13943. Þor- björn. Herbergi óskast Óska eftir herbergi til leigu. Uppl. i síma 11803. Íbúð til leigu 3ja herb. íbúð til leigu. Uppl. í sima 13977. íbúö óskast 3ja-4ra herb. íbúö óskast til leigu strax. i sama númeri er Super San Ijósabekkur til sölu. Uppl. í síma 11923. Einstaklingsibúö óskast til leigu. Á sama stað til sölu vandað hjónarúm með tvö- földum fjaöradýnum, náttborði og stórri kommóðu. Uppl. i síma 15322 eftir kl. 17. ibúö óskast Óska eftir lítilli ibúð eöa her- bergi til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 91-23605.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.