Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.02.1988, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 18.02.1988, Blaðsíða 1
Um þessar mundir standa yfir viðræður við Vita- og hafnamálastjóra um það, hvort slysavarnasveitin Ægir í Garði fái garnla Garðskagavit- ann til afnota undir veitingasölu yfir sumarmán- uðina. Er það von Ægismanna að með veitingasölu á Garðskaga myndi aukast fólksstraum- ur á skagann og einnig bæta fjárhagslega stöðu sveitarinn- ar, en sem stendur hefur Ægir enga fjáröflunarJeið. Auk þess að opna veitinga- S&I14. þá verða gerðar miklar úrbætur í hreinlætisaðstöðu á staðnum, en yfir því hefur verið kvartað þegar stórir hóp- ar koma á Suðurnesin og út á Garðskaga, að ekki sé nein hreinlætisaðstaða til staðar. sala í gamla Garðskaga- vitanum Veitinga- Njarðvíkurbær með milljón I salti I ljós hefur komið að bæjar- stjórn Njarðvíkur hefur ekki innt af hendi greiðslu á hlutafé sem bæjarfélagið samþykkti á árinu 1986 að kaupa í Sjóefna- vinnslunni h.f. á Reykjanesi. Nam þetta hlutafé 893 þús- undum í aprll 1987 og er því talið nema yfir einni milljón á verðlagi dagsins í dag. Kom þetta fram á aðalfundi Sjóefnavinnslunnar h.f. sem haldinn var í Höfnum síðasta laugardag. Er Njarðvíkurbær eina byggðarlagið á Suðurnesj- um sem ekki stóð í skilum með viðbótarhlutaféð á þessum tíma. Að vísu hafnaði Vatns- leysustrandarhreppur viðbót- arkaupum. Hin sveitarfélögin hafa öll greitt sitt framlag, þó það hlutafé hafi síðan verið skorið niður eins og annað hlutafé, þegar 40 milljónum var með einni samþykkt breytt í 4 milljónir. Þrátt fyrir þennan niður- skurð er skuld Njarðvíkurbæj- ar enn til staðar og vex frekar en hitt með tilkomu dráttar- vaxta. Ragnar Orn með einkaklúbb Ragnar Örn Pétursson, veit- ingamaður, hefur ákveðið að opna einkaklúbb. Er hug- myndin að starfsemi hans fari fram á 2. hæð Glaumbergs, í húsakynnum Karlakórs Kefla- víkur. Klúbbur þessi mun verða opinn alla virka daga frá kl. 17 til 23.30, en um helgar fram yfir miðnætti. Meðlimir munu greiða ársgjald og fá í staðinn ótak- markaðan aðgang að klúbbn- um svo og veitingar á rétt rúm- lega kostnaðarverði. Stefnt er að því að vera með ýmsar uppákomur, eftir því sem blaðið kemst næst, s.s. djasskvöld, trúbadora og ýmislegt fleira. AÐALFUNDUR SJÖEFNAVINNSLUNNAR HF: Vildi ekki starfs- menn í stjórn Aðalfundur Sjóefnavinnsl- unnar h.f. á Reykjanesi var haldinn í Höfnum á laugar- dag. 1 upphafi fundar minnt- ist Jón Gunnar Stefánsson, stjórnarformaður, Jóns H. Júliussonar, fyrrum stjórnar- manns, sem lést á síðasta ári. Bað hann fundarmenn að rísa úr sætum og votta þannig hin- um látna virðingu sína. Þá gat Gunnar þess að fund- ur þessi væri að vissu leyti tímamótafundur, þar sem á síðasta ári hefði hlutaféð verið lækkað úr 40 milljónum í 4 milljónir og síðan hækkað á ný um 50 milljónir eða í 54 millj- ónir. Hefði Hitaveita Suður- nesja keypt þessar 50 milljónir og eignast þar með 98,6% hlutafjár í fyrirtækinu. Jafn- framt þessu voru skuldir færð- ar niður um 567 milljónir króna og nemur því aðeins um 70 milljónum, þ.e. langtíma- skuldir. Fundarstjóri var kosinn Þórarinn St. Sigurðsson og fundarstjóri Leó M. Jónsson. Ný stjórn var kosin á fundin- um og er hún þannig skipuð: Jón Gunnar Stefánsson, Jó- hann Einvarðsson, Hannes Einarsson, Björgvin Gunnars- son og Þórarinn St. Sigurðs- son. Undir stjórnarkjörinu bar Ellert Skúlason upp tillögu um að í stjórninni sæti einn full- trúi starfsfólks, Gunnar Hastl- er. Benti fundarstjóri þá á að Hitaveitan ætti 98,6% hluta- fjár og því réði afstaða hennar. Ellert óskaði þá eftiratkvæða- greiðslu en áður hafði Finn- bogi Björnsson, formaður stjórnar Hitaveitunnar bent á að stjórn HS stæði einhuga um þá tillögu sem fram hefði kom- ið í fyrstu um skipun stjórnar og myndi greiða henni atkvæði sitt. Kom það síðan í ljós við atkvæðagreiðslu að hlutur HS var notaður til að kjósa fyrri tillöguna en flestir aðrir hlut- hafar sátu hjá. Þá kom fram í máli Guð- finns SigurvinssonaraðNjarð- víkurbær hefur svikist um að láta af hendi greiðslu á hluta- fjárloforði sem þeim ber sam- kvæmt áður gerðri samþykkt þeirra. Er nánar greint frá þessu annars staðar í blaðinu svo og merkri ræðu sem Magn- ús Magnússon, framkvæmda- stjóri, flutti á fundinum. Aður en fundi var slitið var samþykkt að greiða stjórnar- mönnum kr. 40 þúsund hverj- um fyrir sig fyrir veru í stjórn- inni og formanni 50% meira. TRÉ-X: Ráðherra gangsetur tölvu- stýringu í tilefni af 15 ára afmæli Trésmiðju Þorvaldar Ól- afssonar í Keflavík fer fram á morgun gangsetn- ing nýrrar tölvustýringar á vélalínu í verksmiðjunni. Mun Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, taka tölvustýringuna formlega í notkun. Tölvustýring á vélalín- unni er hluti þróunarverk- efnis sem heitir ,,Ný tækni í iðnaði" á vegum Iðntækni- stofnunar Islands og Iðn- þróunarsjóðs, sem hefur það markmið að auka framleiðni í iðnaði. BYGGIR ÚSKAR 100 HERBERGJA HÚTEL? Hin óvenju hraða at- burðarás Oskars Arsæls- sonar í veitingarekstri í Keflavík og Njarðvík siðasta l'Amánuðhefuror- sakað rnikið umtal um manninn. Vegna þessa hafa sögur í ætt við Gróu á Leiti blossað upp. Um leið hafa spurningar orðið til, eins og hvort Ósk- ar sé orðinn eitthvað rugl- aður. Hvernig getur maður sent á ekki pening, gert slíkt á svo skömmum tíma? Hver fjármagnar þetta fyrir hann? Hver er á bak við hann? Hvernig ætlar hann að komast yfir þetta allt? Þessar spurningar hafa verið mjög svo brennandi á vörunt fólks að undan- förnu. Ekki síður eftir að það fór að síast út að hann ætlaði jafnvel að byggja hótel og opna einkaklúbb. „Nei, ég er ekki ruglað- ur, á bak við mig standa tveir fjársterkir aðilar", sagði Óskar í viðtali við blaðið, en á bls. ■' leysir hann frá skjóðunni í hressi- legu viðtali.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.