Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1988, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 24.03.1988, Qupperneq 10
VÍKUR 10 Fimmtudagur 24. mars 1988 \juUU Dropinn 15 ára Verslunin Dropinn í Kelluvik Tagnaði nú nýlega 15 ára afmæli sínu. Var viðskiptavinum boðið í huggulcga Dropatertu og kaffi af þessu tilefni. „Við liöfum reynt að gera okkar besta í að þjóna svæðinu og sí- fcllt verið að auka vöruúrvalið og þjónustuna", sagði Kristinn Guð- mundsson, sein er cigandi og rekur Dropann ásamt fjölskyldu sinni. Meðfylgjandi mynd var tekin á 15 ára afmælinu og á henni eru eigendurnir, þau Jóna Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson og Gunnar Kristinsson, svo og liluti starfsfólksins, Omar Cllertsson, Ingi Hjarnason, Baldvin Vilhjálmsson, Kristinn Sverrissonog Björk Birgisdóttir. Ljósm.: pket. ■aætur iymng ALLRA MEINA BÓT í Samkomuhúsinu Garði KL. 23.30 NÆSTU SYNINGAR: ■ Laugardaginn 26/3 kl. 21:00 ■ Miðvikudaginn 30/3 kl. 21:00 ÞAKKIR FA: Frístund, Njarðvík Lítt’ inn hjá Óla, Keflavík Þorsteinn Jóhannesson, Garði Hraðfrystihúsið Garðskagi hf., Gar.ði Fiskverkun Rafns Guðbergssonar, Garði Fiskverkunarstöð Karls Njálssonar, Garði Aðalvík dregin til Njarðvíkur Aðalvík KE 95, togari Hraðfrystihúss Keflavikur, varð fyrir vélarbilun um 35 sjómílur suður af Grindavík aðfaranótt síðasta fimmtu- dags. Var þá þegar liaft sam- band við Landhelgisgæsluna þar sem séð varað viðgerð á sjó var ekki möguleg og óskað eftir aðstoð varðskips til að komast í land. Næsta varðskip var hins vegar í átta klukkustunda fjar- lægð og var aðstoð þess því af- þökkuð. Dró því Þórshafnar- togarinn Stakfell Aðalvíkina til Njarðvíkur og komu þau þangað síðdegis á fimmtudag. Tók viðgerðin aðeins um einn sólarhring. Meðan Aðalvíkin var biluð í Njarðvík var Bergvikin, sem einnig er gerð út frá sama að- ila, í slipp í Njarðvík og því voru báðir togararnir frá veið- um á sama tíma. Fiskur stunginn á kvið „Frá Suðurnesjum berast þær fréttir að það fari í vöxt að fiskur sé stunginn á kvið og bol með gogg i meðförum. Þessi vinnubrögð stórskemma auð- vitað hráefnið og afleiðingin er tap fyrir vinnsluna. Þarna þarf að vera vel á verði og temja mönnum rétt vinnulag." Þessi tilvitnun er úr nýjasta fréttabréfi Ríkismats sjávaraf- urða og er ekki glæsileg, ef rétt er með farið. Hrafn Sveinbjarnason III við brvggju i Grindavík. Ljósm.: epj. Hrafn Sveinbjarn- arson III. kominn til Grindavíkur Nýr Hrafn Sveinbjarnason III GK II bættist nú um síð- ustu helgi í fiskiskipallota Grindvíkinga. Er hér um að ræða bát þann sem áður hét Magnús NK og Þorbjörn hf. keypti á dögunum. Varbátur- inn afhentur þann 15. mars, en áður hafði hann verið málað- ur blár eins og aðrir bátar Þor- bjarnar haf.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.