Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1988, Page 6

Víkurfréttir - 24.11.1988, Page 6
\IÍKUK 6 Fimmtudagur 24. nóvember 1988 \jum% Teppa- og húsgagnahreinsun • Látið fagmenn vinna verkin • Upplýsingar í síma 14402 Teppahreinsun Reykjaness Raymond Newman - Jón Þór Guðmundsson %\ Norðurlanda- mótsfagnaður Þeir sem unnu á einn eða annan hátt við Norðurlandamótið í golfi eru boðnir velkomnir Leiru föstudaginn 20.30. í golfskálann í 2. des. n.k. kl. Stjórn G.S. Austfirðingar Aðalfundur Austfirðingafélags Suð- urnesja verður haldinn sunnudaginn 27. nóv. kl. 14.00 í húsi Iðnsveinafél- ags Suðurnesja, Tjarnargötu 7. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætum öll. Stjórnin Hundaeigendur á Suðurnesjum Þeir hundaeigendur á Suðurnesjum sem ekki hafa mætt með hunda sína til bandormahreinsunar vegna ársins 1988 eru hér með boðaðir með dýrin að Vesturbraut 10, Keflavík, mið- vikudaginn 30. nóv. n.k. kl. 17-19 svo hægt sé að ljúka hreinsun. Eftir þann tíma mega þeir hundaeig- endur sem ekki mæta og/eða eiga ógreitt leyfisgjald búast við leyfis- sviptingu og óþarfa óþægindum vegna mála sinna. Oheimilt er að halda hund á svæðinu án leyfis. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja Leikstjóranum, Huldu Ólafsdóttur, afhentur blómvöndur frá áhorfanda í loksýningarinnar, sem tókst Stórvel. Ljósmyndir: hbb. ERUM VIÐ SV0NA? Grátbroslegar staðreyndir Húsfyllir var á frumsýn- ingu Leikfélags Kellavíkurá revíunni Erum við svona? á Glóðinni sl. föstudagskvöld. Þetta verkefni er annað við- fangsefni Leikfélags Kefla- víkur eftir aðfélagiðvarend- urreist, en áður hafði það sýnt Skemmtiferð á vígvöll- inn í Glaumbergi. Erum við svona? fjallar um mig og þig í hversdagslegu lífi, inni á heimilinu, í lík- amsræktinni og stjórnar- mynduninni svo eitthvað sé nefnt. A meðan á sýningu stóð gafst gestum kostur á að velta spurningunni Erum við svona? fyrir sér yfir léttum drykk. 17 leikurum sýningarinn- ar tókst vel að komast frá texta og tjáningu en nokk- urs óöryggis gætti í söngtext- um hjá einstaka leikara. Leikstjóranum og höfund- inum, Huldu Ólafsdóttur, hefur tekist vel upp með verk þetta og á hrós skilið. Eina vandamálið við frumsýning- una var hversu margir áhorf- endur voru á sýningunni, þ.e. ekki var pláss fyrir alla sýningargesti, þannig að margir sáu illa á sviðið sem er ekki upphækkað. Þaðverður gaman að sjá hvort takist að manna Keflavíkurrevíuna eftir áramótin, a.m.k. hefur LK-fólki tekist vel upp í þetta skipti. Til hamingju með verkið. Svona eftir á að hyggja. Þetta eru allt grát- broslegar staðreyndir sem fram koma í sýningunni. Meðal atr-iða í sýningu LK var sérstakt atriði fyrir alla þá karlmenn sem mættu á Glóðina. Voru kynntir þar nokkrir „kynstofnar" og einnig var boðið upp á fleiri sýnishorn baksviðs, eftir að sýningu lauk, eins og segir í sýningunni. Grindavík: Verða Vísis- bátarnir seldir? Vísir h.f. í Grindavík hef- ur auglýst bát sinn Sighvat GK 57 til sölu. Bátur þessi er 230 tonna yfirbyggt stálskip. Útgerðarmaður skipsins skýrir frá því í Fiskifréttum að hann hafi í hyggju að draga sig smátt og smátt út úr útgerð. Lét hann einnig í það skína að Hrungnir GK 50, sem nýlega kom úr miklum endurbótum, væri einnig til sölu. Með Sighvati, sem nú er til sölu, fylgir góður þorsk- og rækjukvóti og að auki síldarkvóti.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.