Víkurfréttir - 19.01.1989, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 19. janúar 1989
Stofnfundur Bjarma,
félags um sorg og sorgarferli á Suðurnesjum,
verður miðvikudagskvöldið 25. janúar kl.
20.30 í Kirkjulundi. Dagskrá fundarins
verður sem hér segir:
Ávarp.
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Lög félagsins samþykkt.
Kórsöngur: Kór Keflavíkurkirkju syngur
undir stjórn Arnar Falkner.
Sr. Sigfinnur Þorleifsson, prestur á Borg-
arspítala, flytur erindi um þarfir syrgj-
enda.
Umræður.
Kórsöngur og samsöngur.
Félagið stendur öllum opið og eru allir sem
áhuga hafa boðnir velkomnir á fundinn.
Undirbúningsnefnd.
GAMAR
Hreinsunarþjónusta
Leigi út litla og stóra ruslagáma,
opna eða lokaða. Verð frá kr. 3000
á mánuði með losun.
GÁMAR sf. sími 68567.
Fiskverkunarhús
til sölu
Hluti af fiskverkunarhúsi nr. 1 við
Básveg í Keflavík er til sölu. Tilboð
sendist Landsbanka íslands fyrir 3 0.
janúar n.k. Allar nánari upplýsingar
veitir útibússtjóri.
Landsbanki
Islands
Útibúið Sandgerði
Samvinnuferðir - Landsýn
Vegna vetrarleyfis umboðsmanns frá
6. jan. til 30.jan. verða upplýsingar
veittar í síma 91-691010 (aðalskrif-
stofa). Guðjón Stefánsson mun einn-
ig veita upplýsingar í síma 15416 og
annast afgreiðslu farseðla.
Hluti þátttakcnda í tciknimyndasamkcppninni, ásamt fulltrúum Lionshreyfingarinnar og mynd-
mcnntakennara Holtaskóla. A myndina vantar m.a. sigurvegarann, Helgu Magnúsdóttur. Ljósm.: hbb.
Holtaskóli:
51 nemandi í alþjóð-
legri teiknimynda-
samkeppni
Lionshreyfingin á íslandi sá
á s.l. hausti um framkvæmd al-
þjóðlegrar teiknimyndasam-
keppni, sem hreyfingin gekkst
fyrir, um friðarveggspjald
undir kjörorðinu „Peace will
help us grow“, eða „Friður
færir okkur þroska".
Þátttakendur voru nemend-
ur 5„ 6. og 7. bekkja grunn-
skóla landsins.
Lionessuklúbbur Keflavík-
ur og Lionsklúbburinn Óðinn
sáu um framkvæmd keppn-
innar í Holtaskóla í samvinnu
við myndmenntakennara
skólans, Ólinu Björnsdóttur.
51 nemandi 6. og 7. bekkjar
Holtaskóla, 35 drengir og 16
stúlkur, tóku þátt í keppninni.
Veitt voru þrenn verðlaun
fyrir bestu myndirnar, auk
þess sem allir þátttakendur
fengu viðurkenningar.
Fyrstu verðlaun hlaut Helga
Magnúsdóttir 6-D, önnur
verðlaun Andrés Breiðfjörð
I Agnarsson 7-A og þriðju verð-
laun Sigurbjörn Arnar Jóns-
| son 6-B.
Andrés Breiðfjörð Agnarsson varð í öðru sæti ogtekur hérviðverð-
launum úr hcndi fulltrúa Lionshreynngarinnar.
0PIÐ HÚS
HJÁ LITLA
LEIKFÉLAGINU
Litla leikfélagið ætlar að
hefja starfsemi sína aftur eftir
gott jólafrí.
I haust sem leið var tekið til
sýningar hjá félaginu Himna-
ríki Hitlers, 3 einþáttungar eft-
ir Bertholt Brecht. Sýningar
urðu 6 talsins. Þótt þetta verk
hafi verið í þyngra lagi vakti
það áhorfendur til umhugsun-
ar um uppgang nasismans á
3ja áratugnum og má segja að
viðtökur hafi verið góðar og
samdóma álit manna að vel
hafi til tekist.
Litla leikfélagið ætlar að
hefja starfsemi sína á seinni
hluta leikársins með opnu húsi
á föstudagskvöld, 20. janúar,
kl. 21 í húsi félagsins að Iðn-
görðum 8, Garði, þar sem
félagar hafa verið með
húsnæði á leigu undir búninga
og til fundastarfsemi frá því í
sumar sem leið.
Ekki er búið að ákveða
hvaða verkefni verði tekið fyr-
ir en með opnu húsi er von
manna að upp komi góðar
hugmyndir. Er það ósk stjórn-
arinnar að sem flestir sjái sér
fært að mæta og láti ljós sitt
skína, því það er aldrei að vita
hvað kemur út úr fjörugu
spjalli yfir góðum kaffibolla.
Stjórn Litla leikfélagsins.