Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.05.1989, Síða 2

Víkurfréttir - 25.05.1989, Síða 2
\>iKun 2 Fimmtudagur 25. maí 1989 jutÍU Halló halló! Okkur bráðvantar duglegar konur í snyrt- ingu og pökkun. Unnið í hópbónuskerfi. Besti andinn á skaganum. NESFISKUR HF. Garði Símar 27155 og 27355 ATVINNA Nesbú hf. óskar eftir karlmanni í almenn verkamannastörf. Umsóknir sendist til skrifstofu Víkurfrétta, merkt „Nesbú“. ATVINNA ÁTVR óskar eftir að ráða starfskraft til sumarafleysinga. Upplýsingar gefnar á staðnum. ÁTVR Hafnargötu 88 ATVINNA Vantar bílstjóra með meirapróf til afleys- inga í sumar. Upplýsingar ekki veittar í síma. Olíusamlag Keflavíkur og nágrennis, Víkurbraut 13. KJÖTBORÐ Kaupfélag Suðurnesja auglýsir laust til um- sóknar starf umsjónarmanns með kjöt- borði í Sparkaupum. Leitað er að starfsmanni með áhuga og reynslu í matargerð. Upplýsingar á skrifstofu að Hafnargötu 62 og hjá verslunarstjóra (ekki í síma). I Talsverðar skemmdir urðu á báðum bílunum. Ljósm.: hbb Harður árekstur á Reykjanesbraut Mjög harður árekstur tyeggja bifreiða varð á Reykjanesbraut, skammt norðan við Grænás, síðdegis á mánudag. Ökumaðurann- arrar bifreiðarinnar og far- þegi voru íluttir á sjúkrahús, en meiðsli þeirra munu þó ekki vera alvarleg. Að sögn vitna orsakaðist slys þetta með þeim hætti að leigubifreið fór út í kant veg- arins og tók því næst svo- nefnda U-beygju, það er sneri við á veginum. En fast á eftir bifreiðinni kom Toyta Hilux jeppi og var það stutt á milli bifreiðanna að öku- maður þeirrar síðarnefndu átti enga möguleika á að stöðva í tæka tíð. Var það fólkið úr fyrrnefnda bílnum sem slasaðist en bílarnir eru mikið skemmdir, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Mikið lögreglulið bar að slysstað þessum, eigi færri en lögreglumenn frá fjórum embættum. Var það Kefla- víkurlögreglan, flugvallar- lögreglan, vegalögreglan og fíkniefnalögreglan. Tókst því að loka slysstaðinn kyrfi- lega af fyrir allri óviðkom- andi umferð, meðan vett- vangsaðgerðir fóru fram. Lögregluklippurnar: Enn meira fámenni hjá slökkviliðinu Vegna orða Karls Hcr- mannssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns, um að klippur þær sem lögreglunni voru gefnar á síðasta ári, væru betur komn- ar hjá slökkviliðinu í Keflavík, vegna mannfæðar í lögregl- unni, hafði blaðiðsamband við slökkvistöðina í Keflavík og þar varð Jóhannes Sigurðsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri fyrir svörum. Hjá lögreglunni eru fjórir á vakt virka daga en Fimm um helgar og stefnt að því að þeim fjölgi í sex. Hjá Brunavörnum Suðurnesja eru aðeins tveir á vakt auk slökkviliðsstjóra. Séu þeir kallaðir út, t.d. um nætur eða helgar, kemur bakvakta- maður inn. Ef um er að ræða slysaútkall fara þessir tveir út með sjúkrabílnum og þá er að- eins einn eftir á stöðinni. Til að fá fleiri menn á stað- inn þarf að kalla út menn sér- staklega, sem tekur tíma. Slíkt getur lögreglan einnig gert. Er það því Ijóst að lögreglan er í raun betur mönnuð en slökkviliðið og ætti því að geta sinnt klippum þeim, sem Sig- urður G. Baldvinsson gaf'lög- reglunni á sínum tíma til notk- unar við að ná mönnum t.d. úr ökutæki við slys. Barnfóstru- námskeið Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir þá unglinga á Suðurnesj- um 11 til 16 ára sem ætla að passa börn í sumar. Með námskeiðinuer ætlunin að auka þekkingu barnfóstrunnar á þörfum og umhverfi barnsinsjafnframt að barnfóstrur öðlist aukið öryggi í starfi. Námskeiðið stendur yfir fyrstu dagana í júní næstkomandi, frá klukkan 19:00 til 22:00, í slökkvistöðinni, Keflavík. í lok kennslu hvert kvöld verður þeim þátttakendum, sem búa utan Keflavíkur, ekið heim. Námskeiðsgjald er kr. 2.000. Innifalið er kennsla, mappa með pappír og bæklingum ásamt skírteini í lok námskeiðsins. Leiðbein- endur verða: Karen Valdimarsdóttir, fóstra, sími 13402 Elsa Pálsdóttir, fóstra, sími 13559 Gísli Viðar Harðarson, sjúkrafl.maður, sími 11195 Skráning þátttakenda fer fram hjá leiðbeinendunum milli klukkan 19:30 og 20:30 á kvöldin fram til 29. maí. RAUÐA KROSS DEILD Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.