Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.05.1989, Síða 7

Víkurfréttir - 25.05.1989, Síða 7
Undirbúningsstjórn að stofnun Neytendafélags Suðurnesja, sem væntanlega verður stofnað á mánu- dag. F.v. Auður Ingvarsdóttir, Halldór Leví Björnsson, DrífaSigfúsdóttir(form.),Guðmundur Finns- son og Kristján Gunnarsson. Ljósm.: epj. Neytendafélag stofn- sett á Suðurnesjum Kynningarfundur vegna væntanlegrar stofnunar Neyt- endafélags Suðurnesja var haldinn í Holtaskóla í Keíla- vík síðasta fimmtudag. Á fundinum var kosin fimm manna undirbúningsstjórn og jafnframt var ákveðið að halda stofnfund hið fyrsta. Yrði félag þetta 14. aðildar- félagið að Neytendasamtök- unum, en í þeim eru nú um 8 þúsund félagar. Þar af eru um eitt þúsund Suðurnesjamenn, sem myndu ganga sjálfkrafa í hið nýja félag. A kynningar- fundinn mættu Jóhannes Gunnarsson, formaður sam- takanna, María Ingvarsdóttir, varaformaður, og tveir starfs- menn. Mun Jóhannes mæta aftur á stofnfundinn. Fram kom á fundinum að Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis býð- ur hinu væntanlega félagi mik- inn og öflugan stuðning, en VSFK hefur sem kunnugt er gengist fyrir verðkönnunum á undanförnum árum. Ef kann- anir þessar eru allarskoðaðarí samhengi kemur í ljós 10-12% verðmunur milli stórmarkað- anna og annarra matvöru- verslana á Keflavíkur/Njarð- víkursvæðinu, mörkuðunum í vil. Var undirbúningsstjórninni m.a. falið að afla félaga úr öll- um byggðarlögunum á Suður- nesjum, en hana skipa Drífa Sigfúsdóttir, formaður, Guð- muncur Finnsson, Kristján Gunnarsson, Halldór Leví Björnsson og Auður Ingvars- dóttir. Fimmtudagur 25. maí 1989 fundarnianna á kynningarfundinum Tap og fjor frískir menn... SKEMMTISTADUR V ið byrjum helgina í Glaumbergi á föstudagskvöldi. Diskótek frá kl. 23-03. Aldurstakmark 18 ára, snyrtilegur klæðn- aður og svo framvegis. Jó-Jó stelpurnar mæta kannski. Allavega verður táp og fjör og frískir menn. 7 und er hljómsveitin vinsæla úr Eyj- um, sem gerði allt vitlaust um síðustu helgi. Hún mætir aftur á svæðið og leikur fyrir dansi kl. 22-03. Láttu sjá þig. Við hin kom- um líka. Aldurstakmark 20 ára og betri föt- in. Hræbillegt inn eins og venjulega. Sjá- umst hress... S)AVAI»LID u RESTAURANT Opið föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 18.30. Borðapantanir í síma 14040 frá kl. 18.30. Handavinnusýning aldr- aðra á Garðvangi Hin árlega handavinnu- sölusýning vistmanna á Garðvangi og Hlévangi verður haldin á Garðvangi nk. sunnudag, 18. maí, kl. 14-17. Kaffiveitingar verða og eru allir velkomnir. GÓÐAR STEIKUR - FISKRÉTTIR PIZZUR - AÐ ÓGLEYMDUM SMÁRÉTTASEÐLINUM. Góður matur. - Ljúfar veigar. badnn TJARNARGOTU 31a EKKI LESA ÞETTA... ... En úr því þú endilega vilt, þáertilvalið að minna þig á 10% afsláttinn á sólhúsgögnum og ýmsum útileguvörum hjá okkur i Samkaup. En, vel á minnst, við erum að byrja á skemmtilegum sumar- leik. Fylgstu með ... SAMKAUP í sumar- skapi.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.