Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.05.1989, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 25.05.1989, Qupperneq 8
\>iKun 1989_______________________________________________ Grín - Gagnrýni - Vangaveltur 8 Fimmtudagur 25. maí molar Fimm til Eyja í skoðun Læknaritarar á sjúkrahús- inu eru ekkert of hressir með það, að á sama tíma og þeir standa í leiðindum við sína yfirmenn vegna launamála séu sendir fimm menn til Eyja til að skoða einhverja röntgenvél. Telja þeir að nægjanlegt hefði verið að senda röntgentækni og í mesta lagi einn enn, því slík skoðunarferð sé fremur sport en til árangurs. Þeir sem fengu að fara í þessa skemmtiferð voru fram- kvæmdastjórinn, yfirlæknir heilsugæslunnar, yfirlæknir fæðingardeildar, umsjónar- maður og einn röntgentækn- ir. Telja þeir óánægðu að nær hefði verið að eyða fjármun- um þeim, er fóru í ferð þessa, til að bæta launamál þeirra sem þörf er á. Hringbraut- Víknavegur Mikið hefur verið rætt um götuheitið Víknavegur hér í Molum. Götuheiti, sem Vegagerðin heldur fast við og lögreglan, en bæjaryfir- völd í Keflavík og Njarðvík telja fráleitt. Af hverju bæj- aryfírvöld í Keflavík? Jú, sú er skýringin að Vegagerðin heldur því fram að Víkna- vegur hefjist við Hagkaup, liggi í gegnum Njarðvík (áð- ur Reykjanesbraut), í gegn- um Keflavík (Hringbraut), að gatnamótum við Garð- skagaveg og að gatnamótum við HelguvíkurvegáMiðnes- heiði. Kemur þetta hvað best fram í vegaáætlun fyrir árin 1987-1990. Samkvæmt þess- ari túlkun er Njarðarbraut í Njarðvík, Hringbraut í Keflavík og Garðvegur (þjóðvegur) ekki til. Heldur heiti göturnar Víknavegur. Engir Suður- nesjaþingmenn Búiðeraðafgreiðasem lög frá Alþingi frumvarpið um aðskilnað dóms- og fram- kvæmdavalds í héraði. Er lögin taka gildi 1992 verðum við Suðurnesjamenn að hverfa nokkur ár aftur í tím- ann og sækja dómsvaldið til Hafnarfjarðar. Vegna þessa sendi bæjarstjórn Keflavikur m.a. aðvörun á dögunum, enda mun þjónusta borgar- anna hér fyrir sunnan Straum minnka til muna. Er lögin voru samþykkt kom í ljós að enginn þingmanna Reykjaness, ekki heldurþeir tveir sem talist hafa sem þingmenn Suðurnesja, þorði eða hafði burði til að standa með Suðurnesja- mönnum í umræddu tilviki. Sama má segja um bæjarfull- trúana tvo í Keflavík, Hann- es Einarsson og Vilhjálm Ketilsson, sem ekki þorðu að greiða atkvæði með sam- þykkt bæjarstjórnarinnar. Eini þingmaðurinn sem ein- hverja burði sýndi í þá veru að fella frumvarpið var Hreggviður Jónsson, þ.e.a.s. úr hópi þingmanna Reykja- ness. Hinir hafa með þessu sýnt það og sannað að þeir eru fyrst og fremst þingmenn Hafnarfjarðar og Kjósar- sýslu en ekki Gullbringu- sýslu eða Suðurnesja. Ólafur og Hermann sóttu fast Þá er loks talið að búið sé að skipa í stöðu fulltrúa ríkis- ins í stjórn Islenskra Aðal- verktaka, ríkasta einkafyrir- tækis á Isiandi. Á tímabili var útlit fyrir að Suðurnesja- mcnn fengju báða fulltrúana, en fljótlega varð ljóst að Stef- án Friðfinnsson færi í sæti stjórnarformanns en hinn stóllinn kæmi annað hvort í hlut Jóns Norðfjörðs eða Ragnars Halldórssonar. Sá síðarnefndi er talinn verða tilnefndur. Þó er vitað um að tveir menn leggja nánast allt í söl- urnar til að komast að. Þetta eru Keflavíkurkratarnir Ól- afur Björnsson og Hermann Ragnarsson, en sá síðar- nefndi er studdur af Verk- takasambandinu, enda í stjórn þcss. Þá gerði fram- sókn ítrekaða tilraun til að koma Páli Jónssyni spari- sjóðsstjóra að. SÍS og Verktaka- sambandið Hin mikla umræða sem verið hefur um íslenska aðal- verktaka að undanförnu er ekki að ástæðulausu. Þó virðist Ijóst að allt tal um að Verktakasambandið nái meiri ítökum í fyrirtækinu veldur því að hlutur Suður- nesjamanna í vinnu verktaka fyrir varnarliðið muni minnka. Gerist það um leið og verktakar af. Reykjavík- ursvæðinu eða utan af landi bjóða í verkin í heiðinni, þá koma þau með mannskap frá sínum heimabæ. Eins virðist nú vera komin upp sú staða að vegna fjármagns- sveltis SIS hugsi þeir nú til hreyfings og vilja þar með selja hlut Regins í fyrirtæk- inu. Við það gæti skapast sama hætta og með Verk- takasambandið, að hluti af þeim störfum sem Suður- nesjamenn hafa í dag hjá ÍAV, fari burt. Inn í Færseth-höllina Við umræður á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur í síðustu viku kom fram að Björn Vífill Þorleifsson væri með stór áform í gangi varð- andi veitingastað þann, sem hann hyggst setja á laggirn- ar að Hafnargötu 19. Aætlar hann að húsnæði það, sem Smurbrauðsstofan hafði áð- ur til umráða, verði inngang- ur á veitingastaðinn, sem verður á neðri hæð hússins og í kjallara samliggjandi húss, sem er Færseth-höllin. Eru uppi hugmyndir um að hann nýti 150 fermetra af kjallara þess húss og noti síð- an uppganginn sem þar er úr kjallara, sem neyðarútgang. Ljósmyndastofa og hugbúnaður Nú liggur nokkuð ljóst fyrir að Haukur Ingi Hauks- son muni innan tíðar opna ljósmyndastofu að Hafnar- götu 52, húsi R.Ó. En það hafa orðið aðrar breytingar við Hafnargötuna, því Vík- urhugbúnaður er fluttur og nú í Vatnsnesið, þar sem Persóna var síðast til húsa. Hitaveitan með meirihluta Hafnar erú viðræður milli Hitaveitu Suðurnesja og Vatnsveitu Suðurnesja um samstarf að ýmsum sameig- inlegum verkefnum. Af Imlfu HS sitja í nefndinni Ingólfur Aðalsteinsson, for- stjóri, og Ómar Jónsson, stjórnarformaður. Af hálfu VS sitja í nefndinni Oddur Einarsson, stjórnarmaður, Hannes Einarsson, fram- kvæmdastjóri VS og Albert Albertsson, stjórnarmaður VS. Eða með öðrum orðum: Af fimm mönnum í nefnd- inni erufulltrúarHSfjórirað tölu, því Hannes er í stjórn HS og Albert er fram- kvæmdastjóri tæknisviðs hjá Hitaveitunni. Skondið sam- einingarmál Já, það er óhætt að segja að umræðan um sameiningu Keflavíkur og Njarðvíkur hafi nú á síðustu dögum tek- ið á sig skondna mynd. Steindór Sigurðsson, einn æðsti maðurinn í bæjarstjórn Njarðvíkur, er kominn með skrifstofu á bæjarskrifstof- unum í Keflavík, sem fram- kvæmdastjóri SBK. Á sama tíma hefur formaður bæjar- ráðs Keflavíkur, Hannes Einarsson, sest á skrifstofu í húsnæði bæjarstjórnar Njarðvíkur á Fitjum, sem framkvæmdastjóri Vatns- veitu Suðurnesja. ... og búsettir á víxl Á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur, þar sem ráðning Steindórs Sigurðssonar var samþykkt, benti flokksbróð- ir hans, Magnús Haraldsson, á að Steindór væri búsettur í Njarðvík og því ætti að krefj- ast þess að hann flytti sig til Keflavíkur. Bæjarstjóri benti þá á að Keflvíkingar ættu þegar tvo fulltrúa í háum stöðum hjá Njarðvíkurbæ, þ.e. Hjördísi Árnadóttur, félagsmálastjóra, og Stefán Jónsson, bæjarritara, og því gætu þeir ekki gagnrýnt bú- setu viðkomandi aðila. Víkin sprengd utan af félaginu Við sameiningu VSFK og VKFKN hefur komið í ljós að félagsheimilið Vík er ekki nægjanlega stórt til að rúma félagsfundi Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, ef marka má fundarsókn á síðasta fundi, er hún náði tölunni 100. Því er spurn hvort félagið verði ekki framvegis að fara i hitt húsið, sem það á til þessara nota, þ.e. Félagsbíó? Sjómannadagurinn þarfnast vítamín- sprautu Með árunum og minnk- andi bátaútgerð í Keflavík og Njarðvík hefur áhuginn fyrir sjómannadeginum dalað. Því er svo komið að áhugamenn fyrir deginum eru farnir að leggja höfuðið í bleyti til að finna heppilega lausn, svo lyfta megi degin- um upp á sitt fyrra plan. Hvort fara verður með hann frá höfninni, t.d. upp að sjó- mannamerki eða inn í hús, er ein leið, en þó væri heppi- legra ef fleiri aðilar fengjust til að leggja lið sitt s.s. björg- unarsveitir, útgerðarmenn, landmenn við bátana, fisk- vinnslufólk eða jafnvel fólk, sem starfar við þjónustu við bátaflotann. Eitt er víst, að það væri ömurlegt ef dagur þessi legðist með öllu af og hrís mörgum hugur við að hugsa til þess. Hjátrúin í góðu gildi? Eins og kunnugt er af fyrri fréttum hér í blaðinu, þá hef- ur gengið erfiðlega að koma Sigurði Bjarnasyni GK-100 „til feðra sinna". Gerðu björgunarsveitarmenn í Sig- urvon í Sandgerði nokkrar tilraunir, en án árangurs. Síðan kom að því að Ægis- menn í Garði fengu að spreyta sig á því að koma skipinu fyrir kattarnef, en það var eins og fyrri dag- inn, veður voru alltaf vond þegar skipið skildi í djúpið. Það var ekki fyrr en fimmtu- daginn 18. maí kl. 2:55 að Sigurður var sprengdur og hann sökk í djúpið. Þegar menn fóru að velta fyrir sér hvers vegna svo erfiðlega gekk að farga skipinu kom hjátrú til tals. Það mun víst hafa verið um kl. þrjú 18. nóvember 1987 sem kvikn- aði í frystihúsi Nesfisks í Garði, eiganda Sigurðar Bjarnasonar GK. Það munu víst vera fleiri sérstæðir at- burður hjá fyrirtækinu sem bera upp á þann 18. ...og allar myndir eyðilögðust Og meira um förgunina á Sigurði Bjarnasyni GK. Með í förinni á förgunarstað skipsins var fulltrúi Víkur- frétta ásamt ljósmyndara frá öðrum fjölmiðli. Var mynd- að óspart þegar þotnlokur skipsins voru sprengdar og sjór flæddi inn í vélarrúm og lest. Einnig var atburðurinn tekinn á myndband. Þegar í land var komið og filmur framkallaðar kom hins veg- ar í ljós að allar myndir hjá báðum fjölmiðlunum voru ónýtanlegar og videomynd- in var kolsvört, þannig að engin mynd er til af förgun- Ihrkjón: Emil Páll inni. Svo eru menn að tala um að æðri máttarvöld hafi ekki áhrif. Ótækt með smábátana...... Sá ótti, sem fylgdi í kjöl- farið á hinni miklu aukningu á útgerð smábáta, hefur átt við rök að styðjast, eins og komið hefur rækilega í Ijós að undanförnu. Utgerðar- menn þessara báta verða að sækja stíft og langt eins og hinir stóru. Af því hafa skap- ast ýmis vandkvæði og oftar en einu sinni hafa menn í landi nánast verið með hjart- að í buxunum vegna þess hve bátarnir hafa verið langt úti er óveður hefur skyndilega skollið á. Hafa björgunar- sveitir og varðskip því þurft að Ieita uppi umrædda báta, svo og lögregla og Tilkynn- ingarskyldan, vegna þess að þeir láta ekki vita nægjan- lega af sér. FIBG HöliL 1. flokks restaurant og bar j Njótið góðra veit- inga í mat og drykk I l. Borðapantanir í síma 15222 Þar sem vinir og kunningjar hittast Hafnargötu 57, Keflavík, Sími15222

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.