Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.05.1989, Side 9

Víkurfréttir - 25.05.1989, Side 9
miiíiMtu, Fimmtudagur 25. maí 1989 9 Synda Garðmenn í íeigin Iaugeftir2ár? Þessa dagana er unnið að innréttingum búningsher- bergja í sundlaugarmann- virkjunum í Garði. Næsta haust verða btmingsherberg- in notuð sem kennslustofur fyrir yngstu bekki grunn- skólans í Garði, en til stend- ur að kenna 9. bekkinn í Gerðaskóla á hausti kom- anda. Munu búningsklefarn- ir nýtast sem tvær 60 m2 kennslustofur og leiksvæði nemenda verður þar sem sundlaugin mun verða. Að sögn Ellerts Eiríksson- ar, sveitarstjóra í Gerða- hreppi, verður fyrsti áfangi nýrrar viðbyggingar við Gerðaskóla boðinn út íjúní nk. og um það levti sem skól- inn tlytur í eigin húsnæði ættu Garðmenn að geta farið að synda í sundlaug í sinni heimabyggð. Sagði Ellert að það yrði eftir tvö ár. Garðmenn mega eiga von á þvi að geta synt í eigin sundlaug eftir'tvö ár. Ljosm.: hbb. Umferðarnefnd Njarðvíkur: 47 atriðum ábótavant í bæjar- félaginu Umferðarnefnd Njarðvík- ur kom saman til fundar 13. maí sl. I upphafi fóru nefnd- armenn í skoðunarferð um Njarðvík til að kanna um- ferðarmerkingar og frágang á gatnakerfi. Niðurstaðan varð sú að ýmis atriði, alls 47 að tölu, þarfnast Iagfæring- ar við hið fyrsta. Voru þetta atriði allt frá því að skipta um ónýtt um- ferðarmerki, sem öll máln- ing var farin af, og upp í að ganga endanlega frá götum og því sem nefndin var áður búin að samþykkja á fund- um sínum á síðasta ári og ekki hefur komist í verk. Nefndarmenn voru sam- mála um að ganga þurfi frá gatnamálum í iðnaðarhverf- inu á Fitjum svo menn þurfi ekki að keyra eftir slóðum og bílastæðum. Afmæli Fimmtugur verður næst- komandi laugardag (27. maí) Karl Steinar Guðna- son, alþingismaður og for- maður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og nágrennis, Fleiðarbrún 8, Keflavík. Hann tekurá móti gestum þann dag í Golfskál- anum í Leiru milli kl. 17 og 19. Kiddi, Björk og Ingi, málarameistarar Dropans, eru til þjónustu reiðubúin og veita þér faglega ráðgjöf með litaval og annan undirbúning. Og ef þú vilt get- urðu fengið þau á staðinn til að ráð- leggja þér áður en þú byrjar að mála. Dropinn leggur áherslu á þjónustu og þekkingu - fyrir þig.... 'má!nmy\ STEINTEX - ny endurbætt pl»st málning utanhuss

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.