Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.05.1989, Side 13

Víkurfréttir - 25.05.1989, Side 13
\>iKun viKun 12 Fimmtudagur 25. maí 1989 jíUUí' i {uíUt Fimmtudagur 25. maí 1989 13 Fyrirtæki - Harðfiskur Til sölu fyrirtæki sem framleiðir bitafisk. Góð tæki og áhöld. Agætt húsnæði. Fyrir- tækið er staðsett í Höfnum. Uppl. á skrif- stofunni. Fasteignasalan Hafnargötu 27, sími 11420. „Upphitun“ á Píanó-barnum fyrir leik ÍBK og FH sem er í kvöld kl. 20. Já, er ekki tilvalið að ná upp góðri stemningu fyrir leik- inn hjá okkur, og eftir leik kannski líka....? Komdu og kíktu í könnu! TJARNARGOTU 31a Frækileg björgun við Sandgerði Eins og fram kom á forsíðu blaðsins í dag var frækilegt björgunarafrek unnið við Sand- gerði að morgni mánudagsins. Hér á síðunni tökum við tali menn er tóku þátt í björgun þcssari cða urðu vitni að at- burðunum. Menn þessir eru Þorvaldur Reynisson, skipstjóri á Stekkjarhamri, Arnar Nils- sen, skipverji á þeim báti, sem í raun var björgunarmaðurinn, Grétar Sigurðsson, sem sá að ekki var allt með felldu og lét vita um atburðinn, og að lokum Sigfús Axfjörð Sigfússon, sem bjargaðist. Grétar Sigurðsson: „Ég var að horfa á eftir þremur bátum, sem fóru út innsiglinguna. Þ.á.m. varopin trilla. Missti ég þá skyndilega sjónir af henni og lét þá strax vita upp á vigt og hófu þeir þá þegar að kalla í Stekkjarham- ar, en þeir svöruðu ekki. Fór ég þá upp á grjótfyllinguna hér og eins upp í eitt bryggju- mastrið. En skömmu síðar, eða eftir svona 10 mínútur, sá ég að Stekkjarhamar kom á staðinn," sagði Grétar Sig- urðsson, er staddur var á bryggjunni í Sandgerði er slys- ið varð. Þorvaldur Reynisson: „Við vorum að fara út úr höfninni er einn hásetanna sá brak i sjónum. Fórum við þá m Þorvaldur Reynisson, skipstjóri á Stekkjarhamri GK-37. að athuga nánar hvað þetta væri, er við sáum mann sem hékk í fiskikari og keyrðum því bátinn alveg upp að hon- um og hentum til hans spotta og náðum að draga hann inn. Þá var hann alveg aðfara upp í brimið, en við sáum aldrei til bátsins, aðeins kassa og kar á floti,“ sagði Þorvaldur Reynis- son, skipstjóri á Stekkjar- hamri. -Erþað ekkigóð tilfinningað bjarga manni? „Jú, manni líður alltaf vel að bjarga manni og þarna mátti ekki tæpara standa. Maðurinn varorðinn svo þjak- aður að hann rétt náði að halda í spottann þegar við drógum hann að. Það er honum Arnari að þakka, hvað hann var snöggur. Þegar maðurinn sleppti spottanum í sjónum, greip hann í hann og svipti honum inn.“ Arnar Nilssen: „Það var mikið brim þarna og fyrst er ég sá manninn hélt ég að það væri selur við belg- inn, enda vorum við nokkuð langt frá. Síðan horfðum við Valdi nánar á þetta, er ég sá allt í einu hendi sem hann rétt gat lyft upp. Þá sá ég strax að þetta var maður og lét Valda vita og sigldi hann bátnum strax að manninum," sagði Arnar Nilsson, björgunar- maður Sigfúsar og skipverji á Stekkjarhamri GK 37. „Þá var hann orðinn all þjakaður og gat varla haldið sér i spottann sem ég henti til hans og var raunar að missa hann er ég náði í hendur hans, um leið og báturinn tók smá veltu. Sagði hann mér á leið- inni í land að hann hefði tekið belginn og bundið hann á sig og sett síðan undir karið, eftir að hann komst að því, og gat velt því við svo það héldist á floti.“ Arnar Nilssen ræðir við lögregluna að lokinni liinni frækilcgu björgun. Sigfús Axfjörð Sigfússon: Er við ræddum við Sigfús var hann kominn heim, degi eftir slysið, og var óðum að ná sér af volkinu. Líkamshiti hans hafði komist niður í 31 gráðu og því var hann all kald- ur er honum var bjargað. En hvernig segir hann frá óhappi þessu?: „Það var alls ekki svo slæmt veður er ég fór út og ég hef oft farið út í verra veðri en þessu. Er ég var kominn út fyrir bauju lagðist báturinn undan kviku, er kom frá broti, og fylltist af sjó. Lenti báturinn þversum og því gat ég ekki keyrt hann upp í. Liðu aðeins 15-20 sekúndur frá því að ég sá hvað var að gerast og þar til báturinn fór á hliðina. Síðan rétti hann sig við á ný og þá komst ég frá honum og gat synt að belg og hnýtt hann ut- an um mig ogskömmusíðarsá ég karið og synti að því, en þá var báturinn sokkinn. Á meðan ég var að sigla út horfði ég á eftir öðrum báti og ætlaði að sæta lagi eins og hann, en það tókst ekki rétt á bárunni og því fór sem fór. Það er ekki hægt að meta til fjár björgun eins og þessa. Þetta er alveg stórkostlegt, hvað menn sýndu eldsnögg og rétt handbrögð. Enda var Sigfús Axfjörð þarna mínútuspursmál og því á ég ekki nægjanlega sterk orð til að lýsa yfir þakklæti mínu til björgunarmanna. Vil ég einnig flytja sjúkraflutnings- mönnunum oghjúkrunarfólk- inu sérstakar þakkir." Trillan Brvnhildur KE-69 hét áður Farsæll úrGarði, og þá varþessi mvnd tckin. Viðtöl: epj. Myndir: epj., hbb. og HG. Sumarfagnaður Perlunnar í Glaumbergi föstudaginn 2. júní Húsið opnar 19:30 fyrir matargesti og kl. 21:00 fyrir skemmtidagskrá. DAGSKRÁ: Fordrykkur. Glaumberg hefur á boðstólumléttan kvöldverð, sem er súpa í forrétt og lasagne 1 aðal- rétt. Verð aðeins 800 kr. Tískusýning - það nýjasta í sportfatnaði. Erobikksýning - sýningarhópur frá Perlunni. Líkamsræktarsýning - gestir frá Reykjavík ásamt félögum úr Perlunui. Happdrætti - góðir vinningar. KYNNIR: VIKTOR KJARTANSSON. Snyrtivöruverslunin GLORIA sér um að gestir fái sýnishorn af snyrtivörum. Sólbaðs- og þrek- miðstöðin Matargestir panti í síma 14040 fyrir fimmtudaginn 1. júní. PERLAN SNYRTIVORUVERSLUN GlðUM* BERO P.S. Eyðið með okkur ánægjustund. 30 2LY2L fermíngarhörn Síðasta sunnudag híttist hópur fólks, sem fyrir 30 árum fermdist í Hvalsneskirkju.og urðu ánægjulegir o 1 endurfundir. Af þessu tilefni færðu þau tvær gjafir, peninga til safnaðarheimilis í Sandgerði og bóka- ' T TT:n|cnnrl-írl.'íll gjöf Grunnskólans í Sandgerði. Með þeim á myndinni er séra Hjörtur Magni Jóhannsson, sóknar- 1 XIVítlallcSKll KJU prestur kirkjunnar. Ljósm.: Nýmynd Munið Getraunir og IBK Auglýsing frá Sjómanna- dagsráði Sjómannadagsráð hvetur fólk til þátttöku í hátíðarhöldum dagsins þann 4. júní. Skráning í keppnisgreinar, þ.e. kappróður, koddaslag, stakkasund og reiptog, fer fram á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keílavíkiir og nágrennis frá kl. 9-16, sími 15777. SJÓMANNADAGSRÁÐ Iðnaðarhúsnæði til leigu Til leigu iðnaðarhúsnæðið Grófinni lOc, Keflavík, um 270 fermetrar að stærð. Upp- lýsingar í símum 985-25726 og 12667. SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK vill minna fyrirtæki og einstaklinga sem stunda atvinnurekstur á heimild laga til að leggja i fjárfestingarsjóð.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.