Víkurfréttir - 25.05.1989, Qupperneq 15
\>iKun
\juiU%
Fimmtudagur 25. maí 1989 15
ðvenjulegt ævintýri
„suður með sjó
Fyrir skömmu var ég beðinn
um að koma til Njarðvíkur og
prófdæma nokkra söngnem-
endur Ragnheiðar Guðmunds-
dóttur við tónlistarskólann
þar. Málið var auðsótt, enda
mér skylt. Skólinn í Njarðvík-
um kom mér þægilega á óvart.
Auðséð var að rækt var lögð
við að búa sem best í haginn
fyrir kennara og nemendur.
Skólahúsnæði gott, andi innan
skólans einnig og samstaða
meðal kennara hlý og einlæg.
Söngnemendur sem komu til
prófs voru vel undirbúnir,
skólanum og kennurum sínum
til sóma.
Skólinn, eins og ég sagði,
kom mér þægilega á óvart
en það á jú ekki að vera neitt
óvenjulegt eða ævintýralegt
við það, því þannig eiga skólar
að vera. Ævintýrið gerðist
seinna þennan sama dag, að ég
fyrir tilviijum staldraði við í
kirkjunni í Ytri-Njarðvík á
leiðinni í bæinn og hlýddi á
tónleika hjá einum af fyrrver-
andi nemendum tónlistarskól-
ans, Helga Maronssyni, tenór,
og Krystinu Cortes, píanóleik-
ara.
Það sem ég heyrði var
óvænt. Ég heyrði rödd svo
fagra að ég man ekki eftir ann-
arri eins nema til að líkja við
hljómplötuupptöku af ungum
Björling eða Gigli. Ég varð
vitni að túlkun á borð við
Schipa eða Tauber og söng-
gleði eins og hjá John McCor-
mack.
Það er undarlegt að rekast
óvart inn á tónleika í fámennu
úú
bæjarfélagi suður meðsjóáísi-
lögðu landi norður í Dumbs-
hafi og fá yfir sig slíka tilfinn-
ingu. Að heyra rödd sem á
heima einhversstaðar annars-
staðar en suður með sjó með
fullri virðingu fyrir „suður
með sjó“!!
En ævintýrin gerast ennþá
og hið ótrúlega á sér engan
vissan samastað. Ég óska
Njarðvíkingum til hamingju
með tónlistarskóiann sinn,
tónlistarskólanum tii ham-
ingju með fyrrverandi nem-
anda sinn og söngvaranum
Helga Maronssyni þakka ég
fyrir minnisstæða tónleika. Já,
það má segja að ég hafi óvænt
upplifað óvenjuiegt ævintýri
„suður með sjó“ fyrir
skömmu.
G.C.
Kiddi Dan, umboðsmaður Sam-
vinnuferða-Landsýnar í Keflavík,
ásamt sigurvegurunum, Þóru Jóns-
dóttur og Jóni Frímanni Smára-
syni. Ljósm.: hbb.
Ariston gæði - Ariston verð
Bökunarofnar, margar gerðir. Helluborð,
hvít eða stál. Helluborð, 4 hellur, 2 gashell-
ur og 2 rafmagnshellur. Helluborð, 4 hell-
ur, 2 halogen hellur, 2 venjulegt rafmagn.
Hvað er halogen? Við útskýrum og sýnum.
Margt annað til að skoða. Athugaðu líka
verðið og kjörin.
Kjölur hf., Víkurbraut 13,
Keflavík, sími 12121.
r
Kjölur, Armúla 30, Reykjavík,
símar 91-678891 og 91-678890.
Unglingavinna
Njarðvíkurbær mun starfrækja unglinga-
vinnu í sumar fyrir unglinga fædda 1974,
1975 og 1976. Vinna verður með líku sniði
og undanfarin ár. Skráning fer fram þriðju-
daginn 30. maí í Fjörheimum kl. 9-12 og 13-
17. Allar nánari upplýsingar veitir for-
stöðumaður á staðnum.
Ferðast frítt
í þrjú ár
Lukkan lék svo sannar-
lega við þau mæðgin Þóru
Jónsdóttur og Jón Frímann
Smárason síðasta fimmtu-
dag, en þá var tilkynnt um
það hjá Samvinnuferðum-
Landsýn hverjir hinna fjöl-
mörgu utaniandsfara, sem
staðfest höfðu ferðir sínar
hjá ferðaskrifstofunni, sigr-
uðu í ferðaveislunni 1989.
Eins og áður segir voru
það mæðgin Þóra Jónsdóttir
og Jón Frímann Smárason,
til heimilis að Vatnsnesvegi
25 í Keflavík, sem duttu í
lukkupottinn að þessu sinni,
en þau versluðu ferðina hjá
hinum eina og sanna Kidda
Dan í Keflavík, en þau höfðu
staðfest ferð til Benidorm
seinna í sumar. Nú geta þau
hins vegar farið til Benidorm
í sumar fyrir 100 krónur og
til einhverra af hinum fjöl-
mörgu sólar- og sumarleyfis-
stöðum Samvinnuferða-
Landsýnar næstu tvö árin,
fyrir 200 krónur til viðbótar.
Vörubílastöð
Keflavíkuv
tilkynnir breytt síma-
númer frá 1. júní:
15580
Keflavíkurbær - Ný þjónusta
LOSUNARSVÆÐI
Við Áhaldahús Keflavíkur
hefur verið komið fyrir tveim gámum sem hægt er að losa
rusl í utan opnunartíma Sorpeyðingarstöðvarinnar.
Ofan Iðavalla, norðan við íþróttasvæði
er merkt svæði og þar má losa jarðvegsefni (ekki rusl).
r
Nánari upplýsingar veittar í Ahaldahúsi Keflavíkur, síma
11552.
Bæjarverkstjóri