Víkurfréttir - 25.05.1989, Síða 18
\)iKurt
Fimmtudagur 25. maí 1989
Handavinnusýning
á Garðvangi
Handavinnusýning vistmanna á Garð-
vangi og Hlévangi verður nk. laugardag,
28. maí, kl. 14-17 að Garðvangi, Garði.
Kaffiveitingar - Allir velkomnir.
Suðurnesjamenn, athugið!
Framvegis verður afgreiðsla blaðsins opin
sem liér segir:
Mánudaga-fimmtudaga frá kl. 9-17
Föstudaga i'rá kl. 9-15
Ef þið þurfið að hafa samband við afgreiðsl-
una á öðrum tímum, er benl á heimasíma
ritstjóranna.
Vll’UlrlMUit,
Frá Grunnskóla
Njarðvíkur
Skólaslit verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju
miðvikudaginn 31. maí kl. 14.
Foreldrar og aðrir velunnarar skólans eru
sérstaklega hvattir til að vera viðstaddir
skólaslitin.
Skólaslitin
Sundnámskeið
fyrir börn 5 ára og yngri hefjast 1. júní nk.
Innritun hefst mánudaginn 29. maí kl.
10:00 í íþróttamiðstöð Njarðvíkur.
Þátttökugjald (kr. 1500) greiðist við innrit-
un. Allar nánari upplýsingar í símum. 12744
og 14567.
Margrét Sanders, íþróttakennari.
r
Oskilamunir í vörslu
lögreglunnar
í Keflavík
í vörslu lögreglunnar í Keflavík er nú mik-
ill fjöldi óskilamuna, aðallega reiðhjól. Þess
ér óskað að eigendur vitji munanna til lög-
reglunnar nú þegar.
Fimmtud. 1. júní n.k. kl. 17 verða þeir mun-
ir, sem enn eru ósóttir, seldir á opinberu
uppboði sem fram fer við lögreglustöðina í
Keflavík.
Uppboðshaldarinn í Keflavík
Aðalfundur
Iðnsveinafélags
Suðurnesja
verður haldinn í húsi félagsins miðvikudag-
inn 31. maí kl. 20.00.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Önnur mál.
Stjórnin
G3
4»
Opið á laugardögum kl. 14 - 16.
Aðrir timar eftir samkomulagi.
Upplýsingar i símum 13155, 11555 og 11769.
Sundnámskeið
fyrir börn
6 ára og eldri, hefst í Sundhöll Keílavíkur
mánudaginn 29. maí. Kennt verður fyrir
hádegi. Innritun á sundnámskeiðið hefst
föstudaginn 26. maí.
Sundhöll Keflavíkur
Iþrótta- og
leikjaskóli
íþrótta- og leikjaskóli Keflavíkur hefst
mánudaginn 5. júní, fyrir börn 6-12 ára.
Hvert námskeið stendur yfir í 3 vikur. Inn-
ritun hefst fimmtudaginn 1. júní. Nánar
auglýst í næstu viku.
íþróttaráð Keflavíkur
Iþrótta- og
leikjanámskeið
fyrir börn 6-7 ára og 8-12 ára hefjast mánu-
daginn 5. júní nk. Innritun verður föstu-
daginn 2. júní milli kl. 13:00-15:00 í íþrótta-
miðstöð Njarðvíkur. Þátttökugjald (kr.
1500) greiðist við innritun. Allar nánari
upplýsingar í símum 14567 og 12744.
Guðbjörg Finnsdóttir, íþróttakennari.
Grindavík:
Maður
datt af
bifhjóli
Maður var fluttur fótbrot-
inn á sjúkrahús eftir umferð-
arslys i Grindavík nýverið.
Slysið atvikaðist þann-
ig að maður kom akandi á
stóru bifhjóli aðmótum Vík-
urbrautar og Hvassahrauns,
en þegar að gatnamótunum
kom missti ökumaðurinn
stjórn á hjólinu og féll við
það í götuna. Fótbrotnaði
hann, eins og áður sagði, og
rifnaði og skarst á fótum.
Lögreglan
eltist við
fjórhjól
Nú, um leið og vorið færist
yfir, aukast þau útköll sem
lögreglan fær vegna ólög-
legra fjórhjóla á víðavangi
og í byggð. Enda hafa slík út-
köll ekki staðið á sér nú
fremur en áður, að sögn lög-
reglunnar.
Þá hafa réttindalausir
ökumenn á léttum bifhjólum
einnig verið til ama svo og
ökumenn á torfæruhjólum,
að sögn lögreglunnar.
Afmæli
Þar kom að því. Hann
Hilmar Bragi Bárðarson,
„Bláa lóns hrellir", er 19 ára
í dag. Að sjálfsögðu tekur
hann á móti gestum í lóninu,
þegar hann ætlar í fyrsta sinn
að dýfa sér sjálfur ofan í.
Hann mun því loksins sjá
lónið öðruvísi en í gegnum
linsuna.
Af þessu tilefni óskar
hann eftir ungum og falleg-
um stúlkum með sér ofan í
lónið.
Blaðasnápar