Víkurfréttir - 25.05.1989, Side 19
\>iKun
jniiUt
Fimmtudagur 25. maí 1989
Keflavíkurkaupstaður
Keflavík, maí 1989
KEFLVIKINGAR
Lóðahreinsun vorið 1989
Eigendur og umráðamenn lóða og landssvæða eru hvatt-
ir til að gera rækilega hreinsun lóða sinna í kaupstaðnum
á þessu vori. Forráðamönnum fyrirtækja, stofnana og
húsbygginga ber einnig að hreinsa lóðir sínar og bygg-
ingasvæði og fjarlægja allt rusl af þeim nú þegar. Allt rusl
og þessháttar skal fara með í Sorpeyðingarstöð Suður-
nesja, sem er opin sem hér segir: Mánudaga-föstudaga kl.
8-22; laugardaga kl. 8-16; sunnudaga lokað. Algjörlega er
óheimilt að losa rusl á opnum svæðum í landi Keflavíkur-
kaupstaðar. Bifreiðahræog annan málmúrgang, sem fólk
þarf að losa sig við, skal fara með í Sorpeyðingarstöðina.
Stefnt er að þ\/í að lóðahreinsúninni verði lokiðaðfullu 15.
júní nk. Til þess að auðvelda fólki í ibúðahverfum bæjar-
ins að losna við rusl af lóðum sínum, mun bærinn að venju
leggja fram bifreiðir og vinnuflokka, er fara um bæinn og
taka rusl til brottflutnings. Vinnuflokkar þessir munu þó
aðeins fjarlægja rusl sem sett hefur veríð í poka eða bund-
ið saman í knippi og safnað saman í tæka tíð á einn stað,
út við götu, við hverja lóð. Rusl sem er ekki frágengið í
pokum eða knippum ber umráðamanni lóðar sjálfum að
fjaríægja. Vinnuflokkar bæjarins munu ekki hreinsa sjálf-
ar lóðirnar nema til slíkra aðgerða þurfi að koma og þá á
kostnað umráðamanns lóðar. Umráðamönnum lóða er
bent á að það er algeríega óheimilt að flytja lausan jarðveg
út fyrír lóðamörk, þar sem vinnuflokkar bæjaríns munu
undir engum kringumstæðum fjariægja slíkan jarðveg.
Fólk er vinsamlegast beðið að flokka rusl sem hér segir: 1.
timbur, 2. málmar, 3. netariðill, dekk og fiskikassar, 4. ann-
að brennanlegt rusl, s.s. sorp, bréfarusl og bólstruð hús-
gögn. ATH. við Áhaldahús Keflavíkurbæjar hefur veríð
komið fyrir tveim gámum, sem hægt er að losa rusl i, utan
opnunartíma Sorpeyðingarstöðvarinnar.
Skólagarðar
Skólagarðar Keflavíkur verða starfrækt-
ir í sumar, eins og undanfarin sumur,
fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Innritun
fer fram í Áhaldahúsi Keflavíkurbæjar,
Vesturbraut 10a, sími 11552, föstudag-
inn 26. maí kl. 13-17. Starfsemin hefst
fimmtudaginn 1. júní.
Unglingavinna
Starfsvöllur
Starfsvöllur verður starfræktur í sumar,
eins og undanfarin sumur, á svasði
Skólagarða Keflavíkur. Starfsemin hefst
í byrjun júní. Innritun auglýst nánar í
næsta blaði.
Tilkynning til
aldraðra
Keflavíkurbær mun starfrækja unglinga-
vinnu í sumar fyrir unglinga fædda 1974,
1975 og 1976. Vinna verður með líku sniði
og undanfarin ár. Skráning fer fram föstu-
daginn 26. maí frá kl. 10-12 og 13-17 í
Áhaldahúsi Keflavíkurbæjar. Allar nánari
upplýsingar veitir forstöðumaður á staðn-
um.
Unglingavinnan í Keflavík veitir aðstoð við
um hirðu lóða hjá þeim bæjarbúum sem
vegna aldurs eða fötlunar geta ekki sinnt því
sjálfir. Þessi þjónusta er ókeypis. Nánari
upplýsingar veita forstöðumenn unglinga-
vinnunnar í Áhaldahúsi Keflavíkurbæjar við
Vesturbraut, sími 11137.
HREINN BÆR — OKKUR KÆR
Dagana 26. maí til 15. júní n.k. hefur verið ákveðið að gera sérstakt
átak í hreinsun og snyrtjngu bæjarins, með því að hreinsa rusl af
lóðum og lendum, mála og lagfæra hús, girðingar o.fl.
Bæjarbúar eru hér með hvattir til að taka þátt í verkefni þessu og
notfæra sér þjónustu sem veitt er frá Áhaldahúsi Keflavíkurbæjar,
sími 11152. - Keflvíkingar! Fegrum umhverfið!
Þökkum bæjarbúum öllum góða samvinnu á undanförnum árum
> við hreinsun og fegrun bæjarins.
BÆJARSTJÓRINN í KEFLAVÍK