Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.05.1989, Síða 22

Víkurfréttir - 25.05.1989, Síða 22
\>iKun 22 Fimmtudagur 25. maí 1989 Siggi bestur Stigamót til landsliðs i golfi fór fram á Hólmsvelli í Leiru um síðustu helgi. Sig- urður Sigurðsson, GS, Is- landsmeistari í golfi, sigraði en aðeins voru leiknar 36 hol- ur í stað 54 vegna veðurs. Sig- urður lék á 163 höggum, Sig- urður Pétursson og Einar Long í 2.-3. sæti á 165, Hann- es Eyvindsson á 166, Tryggvi Traustason á 167 og Hilmar Björgvinsson á 169 höggum. Kjartan Einarsson hrenndi af vítaspyrnu með þvi að skjóta yfir á 4. mínútu leiksins. Ljósmyndir: mad.' Hart barist í vítateig Valsmanna. Keflvíski markvörðurinn Bjarni Sigurðsson gómaði boltann og kom i veg fyrir að illa færi hjá Vals- mönnum. __ GOD BYRJUN HJÁ ÍBK „Þetta var ekta baráttuleik- ur. Úrslitin voru sanngjörn mið- að við gang lciksins. Við vorum sterkari í fvrri hálfleik en Vals- menn í þeim seinni. Eg var mjög ánægður með frammistöðu strákanna. Þeir lögðu sig alla fram og liðsheildin var sterk. Það var líka gott að fá svona góðan stuðning frá áhorfend- um. Þeir voru sem tólfti maður í okkar liði,“ sagði Ástráður Gunnarsson, þjálfari Keflvík- inga, sem gerðu jafntefli í sín- um fyrsta deildarleik á þessu tímabili á mánudagskvöldið. Ekkert mark var skorað í leikn- um. Óskabyrjun Heimamenn fengu óska- byrjun, þegar dæmd var víta- spyrna á Valsmenn á fyrstu mínútum leiksins. Kjartan Einarsson fékk það hlutverk, sem ekki var öfundsvert, að taka vítið. Honum brást boga- listin, laust skot hans fór yfir markið, þannig að ekki reyndi á markvörslu Bjarna Sigurðs- sonar, Keflvíkingsins í marki Valsmanna. Keflvíkingar brotnuðu þó ekki við mótlætið og létu eng- an bilbug á sér sjá. Þeir voru mun betri aðilinn í fyrri hálf- leik, voru á undan í flestum boltaeinvígjum en tækifæri urðu þó ekki teljandi. Vals- menn komu grimmari til leiks í seinni hálfleik ogfengu tvisvar tækifæri til að skora en þaðfór ekkert framhjá Þorsteini Bjarnasyni í markinu hjá IBK, en hann varði m.a. hörkuskot frá Lárusi Guðmundssyni á lokamínútu leiksins. Jafntefli verða því að teljast sanngjörn úrslit. Lofar góðu Þessi byrjun ÍBK lofar góðu. Liðsheildin var mjög góð en bestu menn voru Freyr Sverrisson og Ingvar Guð- mundsson. Þorsteinn var mjög traustur í markinu en hann kom inn í liðið fyrir Olaf Pét- ursson, sem meiddistlítillegaá æfingu tveim dögum fyrir leik en verður kominn í „aksjón“ gegn FH í kvöld. KEILUMÓT Coca Cola keilumótið verður haldið nk. laugardag, 27. maí, kl. 12. Skráning fer fram i Keilubæ og lýkur föstudaginn 26. maí. Vegleg verðlaun. KEILUBÆR LF-KENNSLA Hólmsvelli, Leiru Fyrir byrjendur 45 mín. kennslutími sex saman í hóp, 250 kr. pr. mann Einkakennsla 40 mín - 700 kr. Sex í hóp - 3500 kr. & rra£ JOHN PRIOR Sími 14100 Golfkennari - Golfklúbbi Suðurnesja Píla - Mánu Guðjón kláraði 5 Þorsteinn Jóhannsson skaust í efsta sætið í stiga- keppni Píanó-barsins, en það var þó Guðjón Hauks- son sem vann 4. mánudags- mótið en Þorsteinn varð ann- ar. Oskar Þórmundsson varð þriðji og Þorgeir Ver Hall- dórsson í fjórða sæti. Staðan í stigakeppninni er því þannig: 1. Þorsteinn Jóhannsson, 14 stig. dagsmót: 01 á 13 pílum 2.-3. Kristinn Þ. Kristins- on, 13 stig. 2.-3. Guðjón Hauksson, 3 stig. 4. Friðrik Jakobsson, 10 tig. I mótinu sl. mánudag náðu bæði Guðjón og Krist- nn Þór 180 stigum í kasti og svo jafnaði Guðjón pílu- jöldamet Kristins, er hann dáraði 501 á 13 pílum. Hver v golfsett í mótinu um Opna Dunlop-mótið í g golfi fer fram á Hólmsvelli í f Leiru um helgina. Verða i leiknar 36 holur með og án 1 forgjafar, laugardag og f sunnudag. Sem fyrr er það ] Austurbakki hf. sem gefur innur Dunlop- helgina? læsileg verðlaun í mótið, en yrirtækið er með umboð fyr- Dunlop golfvörur á ís- andi. Skráning í mótið fer ram í golfskálanum í síma 4100. jutUt Sagt eftir leikinn: Freyr Sverrisson, fyrirliði ÍBK: „Við komum til leiks með réttu hugarfari og menn börð- ust eins og ljón allan tíniann. Það er mikill Itugur í mann- skapnum og við erum ákveðn- ir í að standa okkur í sumar.“ Kjartan Einarsson: „Það var slæmt að misnota vítið. Ég liitti boltann illa og fór undir hann.“ Þorsteinn Bjarnason: „Þetta var góður leikur. Það börðust allir vel og við gáfum bikarmeisturunum ekkert eftir. Ég verð með í sumar, ef það verður þörf fyrir mig, en annars er ég að fara í mánaðar frí. Ég sé til þegar ég kem heim.“ Bjarni Sigurðsson: „Það er alltaf erfitt að leika gegn Keflvíkingum. Þeir komu mér á óvart. Liðsheild- in var mjög góð og ef liðið leikur svona í sumar, þá er engu að kvíða.“ Valþór Sigþórsson: „Ef við náum að leggja okkur 100% fram í hvern leik þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. En við hugs- urn bara um einn leik íæinu og næst er það FH. Þar ætlum við okkur sigur.“ • Kjartan Einarsson niisnot- aði vítaspyrnu í annað skipti í fyrsta leik íslandsmótsins i knattspyrnu, nú á móti Val. Hann hitti ekki markið þegar hann tók víti í fyrsta leik ÍBK á mölinni gegn UBK 1987. • Oli ÞórMagnússonvar ekki í leikmannahópi ÍBK gegn Val. Hann tók út leikbann en kemur að öllum líkindum inn í hópinn fvrir leikinn í kvöld gegn EH. • Grasvöllur Keflvikinga er ekki enn kominn í samt lag og það verður því aftur leikið á mölinni í kvöld, þegar ÍBK og FH eigast við í 2. umferð ís- landsmótsins í knattspyrnu. • Um 600 áhorfendur komu á leik IBK og Vals en búast má við fleirum í kvöld eftir þessa ágætu byrjun Kefivíkinga. • Útvegsbankinn hf. í Kefla- vík hefur gert auglýsinga- samning við ÍBK liðið um auglýsingu frá bankanum á búningum meistaraflokks í sumar. Skrifað var undir samninginn á mánudag, tveim tímum fyrir leik, en þá gekk hópur IBK-leikmanna, yngri og eldrivfrá íþróttavallarhús- inu að Útvegsbankanum, þar sem formleg undirskrift fór fram. • Freyr Sverrisson var kjör- inn maður leiksins af stuðn- ingsmannaklúbbi ÍBK. Hinn rauðhærði og geðugi leikmað- ur átti frábæran leik sem aft- asti maður í vörn en hann hef- ur jafnframt tekið við fyrir- Iiðastöðu liðsins.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.