Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.07.1989, Síða 6

Víkurfréttir - 20.07.1989, Síða 6
\liKun 6 Fimmtudagur 20. júlí 1989 Hársnyrting fyrir dömur og herra Hárgreiðslustofan £L Qúcn* Vatnsnestorgi Tímapantanir í síma 14848 SKIPAAFGREIÐSLA SUÐURNESJA KRANALEIGA LYFTARALEIGA SÍMI 14675 Auglýsingasímamir em 14717 og 15717. Vh'MUlf/Uttí* jutiit molar Grín - Gagnrýni - Vangaveltur Umsjón: Emil Páll Heimablaðið ekki gjaldgengt....... Nýverið var staða fram- kvæmdastjóra Sjúkrahúss Keflavíkuriæknishéraðs og Heilsugæslustöðvar Suður- nesja auglýst laus til um- sóknar. Fráfarandi fram- kvæmdastjóri sá um auglýs- inguna og tók þá ákvörðun að auglýsa eingöngu í Reykja- .víkurblaði en ekki heima- blaði. Gengu málin svo langt að hann neitaði heimablaði um birtingu, sem hlýtur að teljast athugandi fyrir þau sveitarfélög á Suðurnesjum er standa að stofnunum þess- um og eins hvort það sé ekki á móti stefnu þeirra, að senda fjármagnið eingöngu til Reykjavíkur. ...kannski í samræmi við brotið skilyrði.... Þessi afstaða framkvæmd- astjórans fráfarandi er kannski í takt við hans eigin afstöðu, því þó það hafi verið skilyrt í ráðningarsamningi hans að har.n væri búsettur á Suðurnesjum, eru iiðnir all margir tnánuðir siðan hann braut þetta skilyrði og flutti burt. ...en þó er einn sem fullnægir Umrædd skilyrði um bú- seti’. eru enn inni í umræddri auglýsingu eftir nýjum fram- kvæmdastjóra SK og HSS. Þar ert’ einnig fleiri skilyrði sem umsækjandi þarfaðfull- nægja. Vegna þeirra benda gárungarnir á að á Suður- nesjum sé aðeins einn maður sem fullnægi þeim öllum. Hann hafi reynslu, þekk- ingu, búsetu og sé að auki flokksbróðir fjármálaráð- herra, sem ráði að vissu leyti fjármagni til stofnunarinn- ar. Þessi maður er Eyjólfur Eysteinsson, fyrrum ráðs- maður.... Hvar er landinn? Þótt nokkur reytingur hafi verið í Bláa lóninu að undan- förnu vekur það athygli hvað landinn sækir lítið þessa draumaparadís. Ferðafólk kemur þangað hins vegar í hópum og dásamar lónið. Færi sólin að skína væri ekki að spyrja að aðsókn landans, en lónið stendur vel fyrir sínu þó engin sé sólin. Það sann- aðist um miðjan dag á laug- ardag er allt var yfirfullt í smátíma. Fær Keflavíkurlög- reglan stöðugildi vallarins? Heyrst hefur að svo geti farið að fækkað verði um 24 stöðugildi í lögregluliði Keflavíkurflugvaliar, er sú lögreglusveit verður samein- uð tollgæslunni í Lcifsstöð. Því er spurning hvort ráða- menn bæti ekki um leið úr brýnni þörf og láti lögregl- una í Keflavík hafa einhver umræddra stöðugilda. Þó ekki væri nema þriðjungur eða helmingur þá kæmu þau í góðar þarfir. Hér er verið að ræða um stöðugildi en ekki lögregluþjóna, því ekki er víst að Keflavíkurlögreglan hafi áhuga á þeim lögreglu- þjónum sem nú missa at- vinnu þar efra, ef af þessu yrði, enda vinna manna þar og hér í byggðinni ólík. Veisla aldarinnar? Afmælisveisla Birgis Guðnasonar síðasta föstu- dag var í huga margra veisla aldarinnar á Suðurnesjum, enda með eindæmum fjöl- menn. Er jafnvel talið að á fimmta hundrað manns hafí heimsótt þennan fimmtuga iðnaðarmann, enda hefur hann víða markað spor sín í félagslífinu. Séu tölur þessar réttar hefur hann slegið vin- sældamet Karls Steinars, sem einnig varð fimmtugur fyrir skemmstu. Nú mega glann- arnir vara sig Þá er Keflavíkurlögreglan búin að fá tvo góða farkosti i bílaflota sinn. Báðir eiga þeir auðvelt með að elta uppi hraðakstursmenn, þó sér í lagi annar, sem er sérbyggð- ur sem lögreglubíll og með mjög kraftmikla vél. Er því betra fyrir glannana að halda bensínfætinum uppi, vilji þeir ekki láta góma sig, eða hætta þar með þessari ljótu glannaiðju. ORÐHVATUR: „Varnarliðið notar aðeins púðurskof ‘ Svo mælti Friðþór Eydal hér á dögunum og létti þá um leið þungu fargi af okkur Suðurnesjamönnum sem hingað til höfum óttast skot- gleði hermanna mjög. Hitt er svo verra að vita ekkert um það hvort þeir skipta um skot í byssum sín- um, soldátarnir, komi til hernaðar. Orðhvatur telur líklegt að dátarnir okkar yrðu auð- veldlega fallbyssufóður ef nota ætti slík skot gegn Rauða hernum, eða er það ekki sá her sem alltaf er verið að bíða eftir? Nei, við Suðurnesjamenn jafnt sem aðrir landsmenn eigum heimtingu á að vita hvenær skipt er um skotfæri í „eldprikum“ kananna, svo við getum áhyggjulausir rið- ið út ellegar tínt veiðifjöllu- egg án stöðugs ótta. Svo eru menn undrandi á því að þeir séu stoppaðir er þeir nálgast flugvallargirð- inguna ríðandi. Menn verða að gá að því að hestar eru alltaf mjög tortryggilegir í sambandi við hernað, sbr. Trójuhestinn forðum tið. Þessi ameríkanagrey hefðu getað haldið að trunturnar væru hlaðnar öðrum gasteg- undum og hættumeiri en metangasi. Nei,' við megum þakka fyrir að fá að hafa blessaðan herinn. Þeir eru dag og nótt með íslenska hagsmuni í huga. Þeir leggja sig alla fram svo byggð megi haldast hér á þessu landi. Amen. Á ÚTIMÁLNINGU - Stóraukin málningarþjónusta. BETT, BECKERS, VITRETEX OG HEMPELS málningarvörur. Litaval Baldursgötu 14 - Sími 14737

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.