Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.07.1989, Qupperneq 7

Víkurfréttir - 20.07.1989, Qupperneq 7
Guðlaug Stefánsdóttir hefur skorið fyrstu sneiðina af glæsilegri rjómatertu, sem bökuð var af þessu til- efni. Ljósm.: hbb. 27 ár í eldhúsinu Eftir tuttugu og sjö ára starf í eldhúsi Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs lét Guðlaug Stefánsdóttir, Hringbraut 65 í Keflavík, af störfum sl. fimmtudag. I tilefni af þetta löngum starfsaldri bauð samstarfs- fólk hennar til kaffisamsætis á matsal sjúkrahússins, þegar hún lauk síðasta vinnudeginum. Var Guð- laugu afhent blómaskreyt- ing frá stofnuninni og þá færðu starfsmenn henni óvænta gjöf, sem tók á móti henni þegar hún kom heim að lokinni vinnu. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin þegar Guðlaug tók fyrstu sneiðina af glæsilegri tertu sem bökuð var í tilefni af þessum merka degi. Árnað heilla Gefin voru saman í hjónaband þann 24. júní í Keflavíkur- kirkju, af séra Tómasi Sveins- syni, brúðhjónin Ingunn Ped- ersen og Þorvarður Guð- mundsson. Heimili þeirra er að Hátúni 1, Keflavík. Ljósmynd: Nýmynd Afmæli Ólafur Þorgils Guðmundsson, málarameistari, verðurfimmt- ugur mánudaginn 24. júlí. Kona hans er Guðlaug F. Bárðardóttir. Þau ætla að taka á móti gestum í Safnaðarheim- ili Innri-Njarðvíkur, sunnu- daginn 23. júlí kl. 18-20. UTSALA r ÖLLUM FATNAÐU SKOR FRA 500-990 KR. FATAVAL Hafnargötu 31 Keflavík Fimmtudagur 20. júlí 1989 7 DISKO föstudagskvöld kl. 22-03 og laugardagskvöld kl. 23-03. Elli G. og Nonni þeyta skífum. (5/^WO BEWG Dúndrandi diskóstuð. 18 ára og eldri föstudag en 20 ára og eldri laug- ardag. 700-kall inn. Jói og Gugga sýna rosa rokkdans og kynna væntanlega rokkskemmtun. Ótrúlega skemmtilegur veit- ingastaður. Opið föstudag og laugardag frá kl. 18.30. Lifandi tónlist, góður matur og mikið fjör Rúnar, Tryggvi, Sara, 7und og óvæntir gestir... Hvað er eiginlega að gerast... ? Þetta er ekkert „smá lið“ sem skemmtir á Píanó- barnum, enda hefur fjörið undanfarið verið með ólíkindum. Rúnar og Tryggvi skemmta á fimmtudagskvöld, Sara leikur Ijúfa tóna föstudags- og laugardags- kvöld og eldhressir Eyjapeyjar úr 7und mæta föstu- dags- og laugardagskvöld. - Svo koma óvæntir gestir líka um helgina .. . Það er vissara að panta borð um helgar. Helgarsteikurnar okkar eru gómsætar. Smáréttaseðillinn sí- vinsæli og góðar pizzur. bsirimt TJARNARGOTU 31a

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.