Víkurfréttir - 31.08.1989, Page 2
2 Fimmtudagur 31. ágúst 1989
ÞÆR ERU KOMNAR
-BJÖRK OG BRYNDÍS-
Allt það nýjasta í erobikk og tækjasal
Námskeiðin hefjast fimmtudaginn 31. ágúst. Morguntímar - dagtímar og kvöldtímar.
KERFI 1: Ekkert hopp - áhersla lögð á maga, rass og læri. KERFI II: Erobikk + tækjasalur. KERFI III: Púl - mikil brennsla.
TAKIÐ EFTIR! Þeir sem eru í erobikk hafa ótakmarkaðan aðgang að tækjasal.
Hjóhaafsláttur- Hópafsláttur.
Erum með sérstök tímakort
fyrir vqktavinnufólk.
Sólbaðs- og
þrekmiðstöðin
PERLAN
Hafnargötu 32 - Keflavík
Sími 14455
FETI FRAMAR
Krabbameinsfélagið
MERKJASALA
Merkjasala Krabbameinsfélags íslands til
ágóða fyrir öll krabbameinsfélög landsins
fer fram dagana 1. til 3. september. Eru
börn á Suðurnesjum hvött til að selja
merki. Upplýsingar veita:
Garður: Kristjana Vilhjálmsdóttir, sími
27050. Sandgerði: Heiða, sími 37538.
Grindavík: Kolbrún Einarsdóttir, sími
68204. Keflavík: Berta Björgvinsdóttir,
sími 14600, og Andreas Færseth, sími
12354. Hafnin Bogga Sigfúsdóttir, sími
16900. Njarðvík: Björgvin Lúthersson,
símar 16900 og 14300. Innri-Njarðvík:
Birna Valdimarsdóttir, sími 16050.
Stjórn Krabbameinsfélags Suðumesja
Búið er að steypa þrjár tjarnir í væntanlegum skrúðgarði ÍAV.
Ljósm.: hbb
I.A.V.:
Umhverfi skrifstofunnar fegrað
Hafnar eru framkvæmdir
bak við aðalskrifstofur Is-
lenskra aðalverktaka á Kefla-
víkurflugvelli er miðast að því
að gera þar skrúðgarð með
tjörnum, sjávarmöl og trjá-
gróðri, að sögn Ólafs Thors
hjá IAV. Þá verður umhverfi
svefnskálanna einnig snyrt en
framkvæmdir þessar verða
unnar á næstu tveimur árum
og er Garðaþjónusta Suður-
nesja með verkið.
Ungbarn féll ofan af þriðju hæð
- slapp
með
ólíkindum
Tæplega eins árs gamalt
barn féll ofan af svölum á
þriðju hæð fjolbýlishúss við
Sólvallagötu í Keflavík að
morgni föstudagsins síðasta.
Kom barnið niður á svala-
handrið á fyrstu hæð hússins
og síðan inn á svalirnar. Var
og síðan inn á svalirnar.
Varð slysið skammt frá lög-
reglustöðinni og aðsetri
sjúkrabifreiðanna, sem eru á
slökkvistöðinni, og koin
sjúkrabíllinn því skjótt á
vettvang.
Var barnið fyrst flutt á
Sjúkrahúsið í Keflavík en
síðan á Landsspítalann í
Reykjavík til frekari að-
gerða. Mun barnið hafa höf-
uðkúpubrotnað og hlotið
mar. Þykir með ólíkindum
hvað barnið slapp vel miðað
við það á hve slæmum stað
það lenti og hve fallið var
hátt.
Barnið, sem er aðeins 10 mánaða gamalt, féll út af efstu svölunum
hér, slóst síðan utan í handriðið á miðhæðinni og hafnaði inn á
svöíunum á neðstu hæðinni. Er fallið taepir sex metrar og má því
teljast með ólíkindum að það skyldi ekki slasast alvarlegar en
raun ber vitni. Ljósm.: epj.
!
123 stútar
við stýri
það sem af
er ári
Fimm ökumenn voru
teknir af lögreglunni í Keíla-
vík um síðustuhelgi,grunað-
ir um meinta ölvun við akst-
ur. Þar með er tala slíkra
ökumanna komin í 123 þar
sem af er árinu.
Miðað við að liðnar eru 34
vikur hafa að jafnaði fjórir
verið teknir í hverri viku árs-
ins, sem telst all hátt.
Fatahreinsun til sölu
Efnalaugin Kvikk, Hafnargötu 30, Kefla-
vík, er til sölu. Gott fjölskyldufyrirtæki á
góðum stað.
Nánari upplýsingar á Fasteignasölunni,
Hafnargötu 27, Keflavík, um söluverð og
greiðsluskilmála (ekki í síma).
Fasteignasalan, Hafnargötu 27,
Keflavík, sími 11420.