Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.1989, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 31.08.1989, Blaðsíða 3
VIIKUR juiUt Fimmtudagur 31. ágúst 1989 Norræn Ijós- myndasamkeppni fyrir almenning Félög í norrænu vinabæjakeðjunni með Keflavík standa að keppninni. Keflvíkingar hvattir til að vera með Hinum megin við linsuna, f.v. Ragnar Axelsson (RAX), Páll Stefánsson, Martin Bell, Mary Ellen Mark og Einar Falur Ingólfsson. Ljósm.: Páll Ketilsson Á þessu ári eru liðin 150 ár frá upphafi ljósmyndunar og er þess minnst víða um heim með margskonar ljósmynda- sýningum. í dag á allur almenningur kost á að tileinka sér þá tækni sem ljósmyndun er, en var á árum áður einungis ætiuð at- vinnuljósmyndurum. Sú hug- mynd vaknað í vinabæ Kefla- víkur í Svíþjóð, Trollháttan, að efna til ljósmyndasam- keppni og sameiginlegrar ljós- myndasýningar innan vina- bæjakeðjunnar. Allir taki fram myndavélarnar Félögin í norrænu vinabæja- keðjunni, sem Keflavík á aðild að, hvetja alla áhugaljósmynd- ara til að taka fram myndavél- ar sínar þann 8. september nk. og festa á filmu daglegt líf bæj- arfélags síns eins og það kem- ur þeim fyrir sjónir. Á sama tíma og við veitum okkar um- hverfi athygli, þá höldum við upp á 150 ára afmæli ljós- myndunar í heiminum. Með því að taka þátt í ljós- myndasamkeppninni eru þátt- takendur einnig að auka tengsl við vinabæi Keflavíkur á Norðurlöndunum. Á þessu ári eru liðin 50 ár frá því fyrsta vinabæjasamstarfið hófst. Markmið ljósmyndasam- keppninnar er að hver ljós- myndari myndi sitt nánasta umhverfi, heimilið, fjölskyld- una, dagheimilið, skólann, leiðina til vinnu, vinnustaðinn, frístundir og eigin áhugamál. Þessar hversdagslegu nær- myndir sem áhugamenn gjarn- an sjá en atvinnumönnum e.t.v. yfirsést. Filmur hjá Víkurfréttum Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í ljósmyndasam- keppni þessari geta komið á skrifstofu Víkurfrétta fimmtu- daginn 7. september og sótt svart/hvíta filmu sér að kostn- aðarlausu, en umboðsaðili IL- FORD á Islandi, David Pitt & Co., býður Norræna félaginu ftlmur með góðum afslætti. Föstudagurinn 8. septemb- er er DAGUR LJÓSMYND- ARINNAR, þar sem viðkom- andi ljósmyndari festirá filmu allt það sem honum finnst per- sónulega áhugavert í umhverft sínu í Keflavík. Skiladagur 9. september Laugardaginn 9. september milli kl. 10 og 12 skal filmunni skilað til Víkurfrétta að Vall- argötu 15 í Keflavík. Filman verður framkölluð og dóm- nefnd velur úr þær myndir sem sendar verða til Trollháttan í Svíþjóð, þar sem þær verða settar upp á sameiginlegri sýn- ingu vinabæjanna fimm, Ker- ava, Kristiansand, Keflavíkur, Hjörring og Trollháttan. Ef nægur áhugi verður er ætlunin að setja sýninguna upp í öllum vinabæjunum síðar. Ekki hef- ur enn verið skipað í dóm- nefnd, en fulltrúi Víkurfrétta mun þó eiga þar sæti. Það settu margir upp spari- svipinn (og sumir vömbina inn) þegar þrír af þekktustu ljósmyndurum landsins, þeir Ragnar Axelsson, Páll Stef- ánsson og Keflvíkingurinn Einar Falur Ingólfsson, litu við í Bláa lóninu sl. laugar- dag. Með þeim í för var engin önnur en Mary Ellen Mark, einn fremsti og virtasti ljós- myndari heims, og eiginmað- ur hennar, Martin Bell, kunn- ur breskur kvikmyndatöku- maður. Þeir þrcmenningar, Ragnar, Páll og Einar Falur, eiga það sameiginlegt að hafa lært hjá Mary og buðu þeir henni hingað til lands. ,,Þau hjón eru geysilega hrifin af landi okkar og þjóð og er Bláa lónið þar engin undantekning. Martin sagðist hafa mikinn áhuga á að koma aftur og gera auglýsingamyndir hér í Ióninu,“ sagði Einar Ealur í samtali við blm. Víkurfrétta. ■TORFÆRUB^^MHH^H KEPPNI m^mmmmm stakksb SUNNUDAGINN 3. SEPT. KL. 14.00 VIÐ GRINDAVÍK BYLTING í KEPPNISBRAUTUM MIÐAVERÐ KR. 500 -frítt fyrir 12 ára og yngri FORÐIST BIÐRAÐIR MÆTIÐ TÍMANLEGA BJÖRGUNARSVEITIN STAKKUR MERGJUÐ DRULLUGRYFJA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.