Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.1989, Page 18

Víkurfréttir - 31.08.1989, Page 18
VÍKUR 18 Fimmtudagur 31. ágúst 1989 4*au* Ná Vfðismenn að tryggja sér 1. deildarsæti? • Margir Njarðvíkingar eru ekki par hrifnir af þwí að nú skuli sameiginlegt sund- lið Njarðvíkur og Keflavíkur keppa undir öðru félags- nafni, þ.e. Sundfélagsins Suðurnes, og vera jafnframt innan vébanda ÍBK. Þeir benda á það að í mörg ár fengu Keflvíkingar afnot af grasvellinum í Njarðvík til æfinga og keppni og einnig æfðu keflvískir körfuknatt- leiksmenn lengi vcl í íþrótta- húsinu í Njarðvík, og það án þess að þurfa að keppa undir merkjum Njarðvíkur. • Keflvíkingar, niargir hverjir, benda hins vegar á að stór hluti sundfólks UMFN og stjórnarfólks undanfarin ár hafi verið og séu Keflvíkingar og þeir hafi um árabil haldið uppi merki UMFN. Nú verði aftur á móti æft í útilauginni í Kefla- vík og því hafi verið sann- gjarnt að keppa undir merki IBK, þar sem UMFN komi nánast ekkert nálægt sund- málunum lengur. Víðismenn eigan þungan róður framundan eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Stjörnunni í Garðinum á fimmtudag, 1:4. Það var markaskorarinn Grétar Ein- arsson sem gerði eina mark Víðismanna snemma í leikn- um og kom þeim reyndar yfir. Þá var sem allt loft væri úr liðinu og Stjarnan yfir- keyrði allt. Næsti leikur er gegn Ein- herja á Vopnafirði á laugar- dag, síðan við Breiðablik í Garðinum og lokaleikur deildarinnar verður á Sel- fossi, gegn Selfossi. Það vill Víðismönnum e.t.v. til happs að Stjarnan og Eyjamenn eiga eftir innbyrð- is viðureign. Eyjamenn eru búnir að missa góða leik- menn til náms erlendis og einnig munu tveir taka út leikbann, þannig að aðeins ætti að birta yfir i toppbar- áttunni, þó ekki sé endan- lega ljóst hverjir fara með sigur af hólmi. Klemens Sæmundsson hefur staðið sig vel með Víðismönn- um í sumar. Hann var einn af betri mönnum Víðisliðsins gegn Stjörnunni fyrir síðustu helgi. Ljósm.: hbb. ÍBK leikur við Víking á laugardag Keflvíkingar verma botn- sæti 1. deildar íslandsmóts- ins í knattspyrnu eftir 0:1 tap gegn Skagamönnum á Akra- nesi. Útlitið er ekki bjart því Þór og Fylkir eru komin með 15 og 13 stig. Keflvíkingar verða því örugglegtrað fá í það minnsta 5-6 stig úr þremur síðustu leikjunum í mótinu til að eiga fræðilega möguleika á að halda sér uppi. Næsti leikur liðsins er við Víking, sem er í 4. neðsta sæti deildarinnar, nk. laugardag kl. 14 í Keflavík. Bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins: ..Fáum vonandi að fagna 2. deildar sæti“ „Leikurinn við Hvergerð- inga leggst nokkuð vel í mig,“ sagði Pálmi Ingólfs- son, leikmaður með Grind- víkingum, en þeir eiga þýð- ingarmikinn leik við Hver- gerðinga í Grindavík á laug- ardag. Þar ræðst hvort Grindvíkingar eða IK fer upp í 2. deild að ári. Ef svo skildi fara að Grindvíkingar ynnu leikinn 1:0, þá þarf IK að vinna sinn leik gegn Reyni, Sandgerði, 9:0. Við tökum þennan leik eins og hvern annan leik í deildinni en vonandi fáum við að fagna 2. deildarsæti á árshátíð okkar þennan sama dag,“ sagði Pálmi ennfrem- ur. Engin meiðsli hrjá leik- menn Grindavíkurliðsins og því ekki annað að gera en að hvetja alla Grindvíkinga og aðra Suðurnesjamenn til að fjölmenna á völlinn í Grindavík. Ibúð óskast Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs óskar eftir 3ja herbergja íbúð til leigu fyrir starfs- mann sinn. Góðri umgengni heitið ásamt skilvísum greiðslum. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðn- ir um að hafa samband við framkvæmda- stjóra í síma 14000. Nú dusturn við rykið af hjuðunum OPIÐ mánudaga til föstudaga kl. 11:30-23:30. laugardaga og sunnudaga kl. 13.00-23.30. KNATTBORÐSSTOFA SUÐURNESJA Grófinni 8 - Sími 13822 UMFK í fjórða sæti Frjálsar íþróttir hafa verið í lægð síðastliðin þrjú ár og sýn- ir árangur okkar Í U.M.F.K. í Bikarkeppni F.R.Í. það einna best. Þegar frjálsíþróttastarfið var endurvakið með tilkomu landsmótsins 1984 unnumvið 3. deildina og þremur árum seinna kepptum við í 1. deild. Sá kjarni sem myndaðist við landsmótið var að mestu hætt- ur að æfa og endurnýjun á fólki ekki til staðar. Leiðin nið- ur á við var því hröð í sumar og keppum við aftur í 3. deild. Bikarkeppnin var að þessu sinni haldin á Húsavík 19. ágúst. Lið U.M.F.K. gerði sér ekki miklar vonir fyrirfram. Var það skipað mjög ungum og efnilegum krökkum og svo var fyllt uppí með eldri og æf- ingalausum mönnum, fyrir utan þá Má Hermannsson og Unni Sigurðardóttur, en þau hafa æft mjög vel undanfarið. Fyrsta grein mótsins var 110 m grindahlaup karla og þar keppti Jón Páll Haraldsson. Með glæsilegum stíl og mikl- um hraða tókst Jóni að ná þriðja sæti af fjórum keppend- um, sá fjórði datt. Jón Páll keppti einnig í kringlukasti og kúluvarpi. Þar hafnaði hann í fjórða og sjötta sæti. Það er víst að ekki er nóg að heita Jón Páll. Jóna Agústsdóttir, 14 ára, var sá keppandi sem kom hvað mest á óvart í okkar liði. Fyrst keppti hún í 100 m grindar- hlaupi og þó hún sé ekki há í loftinu þá sigraði hún örugg- lega á ágætum tíma, 17,6 sek. Jóna keppti einnig í 100 m hlaupi og langstökki. Hún náði öðru sæti í báðum þessum greinum og var það vel af sér vikið í keppni við þó nokkuð eldri stelpur. Birgir Bragason keppti í 100 m hlaupi og langstökki og hafnaði í 4. sæti í báðum þess- um greinum. Með smá heppni hefði hann getað gert enn bet- ur. Unnur Sigurðardóttir sá um kastgreinarnar hjá kvenfólk- inu. Hún vann spjótkastið, Unnur Sigurðardóttir i spjótkasti. 36,86 m, og hafnaði í 3. og 4. sæti í kringlu og kúlu. Unnur hefur æft vel síðasta ár og má eiga von á enn betri árangri hjá henni á næstunni. Lárus Gunnarsson er nú ekki þekktur fyrir að æfa mik- ið og hafði hann á orði að þetta væri hans fyrsta æfingí sumar. Þrátt fyrir æfingaleysi náði Lalli öðru sæti í spjótkasti og þrístökki. I hástökki náði hann 3. sæti. Jóna Ágústsdóttir (næst okkur) í 5000 m hlaupi sigraði Már Hermannsson og var hann ekki nema einum hring á und- an næsta manni. I 1500 m hlaupi varð Már að láta í minni pokann fyrir Arngrími Guð- mundssyni, sem er aðfluttur Keflvíkingur, en keppir fyrir U.N.D. Unnar Þórsson, 14 ára, keppti í 400 m hlaupi og þó hann ynni ekki til verðlauna kom hann mjög á óvart með góðu hlaupi. Sigurbjörg Jó- hannesdóttir keppti í hástökki og náði hún 4. sæti; Aslaug Skúladóttir keppti í 1500 m hlaupi og hafnaði hún í 5. sæti. Þjálfari okkar, Linda Björk Ólafsdóttir, keppti í 400 m hlaupi og hafnaði hún í 5. sæti. I 4x100 m boðhlaupi kvenna náðum við 3. sæti. Þegar þessi grein var búin voru stigin þannig að UMFK og HSH voru jöfn í 2.-3. sæti og var þá einungis 1000 metra boðhlaup karla eftir. Þrátt fyr- ir heiðarlega tilraun þá urðum við að sætta okkur við fjórða sæti en HSH fagnaði sigri í boðhlaupinu og hafði um leið tryggt sér annað sætið í keppn- inni og þátttöku í 2. deild næsta sumar ásamt HSÞ. Eftir þennan nauma ósigur erum við ákveðin að gera enn betur næsta sumar og vinna 3. deildina. Texti og myndir: J.R.H. í starti í 100 m hlaupi.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.