Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.1989, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 02.11.1989, Blaðsíða 1
Elding hljöp í tölvurnar Töluvert tjón varð hjá Is- lenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir hádegi á mánudag er eld- ingu laust niður í áímastaur og fór eftir símalínunni inn i skrifstofubyggingu fyrirtækis- ins. Að sögn Ólafs Thors, yfir- manns tölvudeildarfyrirtækis- ins, kubbaðist staurinn er eld- ingunni laust niður og innan dyra voru það tölvur og síma- tæki sem urðu fyrir tjóni. Er blaðið hafði samband við hann síðdegis á þriðjudag voru enn ekki öll kurl komin til grafar, en þó var ljóst að tveir tölvuskjáir voru ónýtir, PC tölvuvélar, prentari o.fl. Þá hafði simaskiptiborðið orðið fyrir tjóni og dæmi voru um að vírar bráðnuðu í símatækjum. Sagði Ólafur að miklirskruðn- ingar hefðu fylgt eldingunni. Allt að 500% verðmlsmunur á hársnyrtiþjónustu Neytendafélag Suðurnesja hefur gert verðkönnun á þjón- ustu hárgreiðslustofa á Suður- ncsjum. Þar kemur t ljós að í níu tilfellum af tíu er hæsta verðið hjá Hárgreiðslustofu Pálu i Keflavik. Jafnframt kemur í ljós að lægsta verð er í sex til- fellum af tíu hjá Hárgreiðslu- stofu Guðlaugar í Keflavík. Það sem vekur þó enn meiri athygli er að munurinn milli hæsta verðs og þess lægsta er 457% í einu tilfelli eða 1714 krónur. Þar er um litun að ræða, sem er dýrust hjá Pálu, kr. 2194, en ódýrust hjá Guð- laugu, kr. 480. Þá er 320% munur milli hæsta verðs og þess lægsta varðandi særingar. Það hæsta er hjá Taco íGrind- avík, 960 kr., en lægsta verðið er hjá Guðlaugu, kr. 300. í blaðinu í dag birtist könnun þessi í heild sinni. Tjón hjá smábátaeigendum: Fimmtudagur ■að 10. árgangur Tveir sukku og einn brann í veðurofsanum á mánudag og aðfaranótt þriðjudags sukku tveir opnir bátar við byggjuna í Höfnum. Náðust báðir upp en annar mikið brotinn og fór hann endanlega í rúst þar sem hann stóð á bryggjunni. Tæplega sex tonna bátur úr tré, Njörður GK, í eigu Þor- kels Guðmundssonar, Höfn- um, sökk á mánudag. Var honum náð upp á bryggju síð- ar um daginn, en þá hafði önn- ur siðan farið úr bátnum að hluta. Nóttina eftir nánast flattist báturinn út þar sem hann stóð. Samningurinn undirritaður Undirritun samstarfssamnings Hitaveitu Suðurnesia og Vatns- veitu Suðurnesja tór fram á Hótel Kristínu í síðustu viku. E.v. Ingólfur Aðalsteinsson, Ómar Jonsson, Oddur Einars- son og Hannes Einarsson. Ljósm.: epj. Undirritaður var á miðviku- dag í síðustu viku samstarfs- samningur milli Hitaveitu Suð- urnesja og Vatnsveitu Suður- nesja. Kom það í hlut Ómars Jónssonar, stjórnarformanns HS, og Odds Einarssonar, stjórnarformanns VS, að undir- rita samninginn, en vottar voru þeir Ingólfur Aðalsteinsson, forstjóri HS, og Hannes Ein- arsson, framkvæmdastjóri VS. Samkvæmt samningnum annast hitaveitan ferskvatns- öflun fyrir vatnsveituna þ.e. sér um eftirlit og rekstur bor- hola, dælubúnaðar, safnæða og annars er til þarf, svo vatns- veitan hafí ætíð til reiðu nægi- legt ferskvatn miðað við flutn- ingsgetu þeirrar aðveituæðar sem nú verður lögð. En vatns- ból fyrirtækjanna verða sam- tengd. Verður stjórnbúnaði, sem nauðsynlegur er vegna vatns- veitunnar, komið fyrir í orku- veri hitaveitunnar í Svarts- engi, en allur rekstur og við- hald vatnsbólanna verður ein- vörðungu á hendi hitaveitunn- ar. Verður notast við vatns- tökusvæði í svonefndri Gjá í námunda við núverandi vatns- tökusvæði hitaveitunnar. Um morguninn á þriðju- deginum sökk 8 tonna plast- bátur, Eisa, sem er gerður út af Sigurði Péturssyni í Sand- gerði. Er að var komið stóð stefnið eitt upp úr. Tókst að ná honum upp fyrir sjávaryfir- borð og dæla þar úr honum, þannig að hann flyti. orðinn alelda. Að auki var eldur kominn í fríholtin á bryggjunni og eldtungur stóðu hátt í loft upp er slökkviliðið bar að örskammri stundu síð- Fjögurra og hálfs tonna op- inn plastbátur gjöreyðilagðist af eldi í Njarðvíkurhöfn áföstu- dagskvöldið. Heitir báturinn Hrönn AK 11 og er í eigu Hreið- ars Bjarnasonar, Njarðvík. Það var Karl Olsen yngri, sem sá eldinn fyrstur manna, en þá logaði fyrir aftan vélar- kassann. Eftir að hafa gert ár- angurslausa tilraun til að slökkva eldinn fór hann í nær- liggjandi íbúðarhús og hringdi þaðan á slökkviliðið. Er hann kom til baka var eldurinn kominn fram í stýrishús báts- ins og þar með var báturinn ar. Að sögn vitna náði slökkvi- liðtð tökum á eldinum á nokkrum sekúndum en notað var slökkviefni sem nefnist „Fire out“ saman við vatnið. Engu að siður brann báturinn það illa að ekki var talið þor- andi annað en að lyfta honum upp úr höfninni, strax að slökkvistarfi loknu. Eigandi bátsins hafði komið að landi rúmum tveimur tím- uin áður en báturinn var orð- inn alelda, en þá hafði hann orðið einskis var. Er talið hugsanlegt að kviknað hafi í út frá rafmagni. MIKIÐ TJON varð á þremur opnum bátum í höfnum á Suðurnesjum með örfárra daga millibili. í Njarðvíkurhöfn ónýttist í bruna Hrönn AK-11, sem gerð er út frá Njarðvík. Þá sukku tveir bátar í Höfnum; þar af ónýttist annar eftir að hafa verið hífður upp á bryggju. A myndinni sjást Elsa NS-108 í sjón- um og Njörður GK-71 uppi á bryggju. Ljósm.: epj Hitaveitan annast alla fersvatnsöflun fyrir Vatnsveituna

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.