Víkurfréttir - 02.11.1989, Síða 2
2
ÞETTA VERÐUR ÞÚ AÐ LESA
Nú eru það gömlu dansarnir í KK-húsinu,
uppi, laugardaginn 4. nóvember frá kl. 22-
03. Allir í fjörið!
Þingeyingafélagið
Kökubasar í
Njarðvík
Á morgun, föstudaginn 3. nóvember, selur
9. bekkur heimabakaöar kökur við blóma-
bílinn frá kl. 13. Ágóðinn rennur íferðasjóð
nemenda.
9. bekkur Njarðvíkurskóla
Fréttir
VÍkurfréttir
2. nóv. 1989
Þannig var umhorfs í Grindavíkurhöfn að morgni þriðjudagsins.
Ljósm.: hpé/Grindavík
Grindavík:
Byggðasafn Suöurnesja
Opið á laugardögum kl. 14 - 16.
Aðrir timar eftir samkomulagi.
Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.
Viltu fá greitt fyrir
hressingargöngu?
Víkurfréttir óska eftir hressu fólki til að
bera út blaðið í Njarðvík. Um er að ræða
svæðið frá Reykjanesvegi og niður að
sjó.
Áhugasamir aðilar hafi samband við
skrifstofuna í síma 14717 eða 15717.
Víkurfréttir
SÍLD - SÍLD
Starfsfólk óskast til síldarsöltunar.
Fiskverkun Guðmundar Axelssonar
Framnesvegi 23 Sími 15987
ATVINNA
Starfskraftur óskast í Efnalaug Suðurnesja
allan daginn. Uppl. á staðnum.
Svírabryggja önýt
Hin svonefnda Svírabryggja
í vesturhöfninni í Grindavík er
ónýt eftir veðurofsa scinnipart
mánudags. Á seinna flóðinu
flaut dekkið ofan af bryggjusúl-
unum, en hér er um gamla tré-
bryggju að ræða. Þá féll einnig
stálþil niður á hafsbotn.
Á þriðjudagsmorgun var
þegar hafist handa við að tjar-
Íægja þær rústir sem eftir
stóðu. Einnig stóð til að senda
kafara niður til að kanna
ástand stálþilsins.
Starfsmaður hafnarvogar-
innar í Grindavík sagði í sam-
tali við blaðið á þriðjudag að
mikill missir væri að Svíra-
bryggjunni, þar sem hún hefði
veitt mikið skjól í vesturhöfn-
inni, en nú kæmist aldan
óhindruð inn í höfnina.
Hafnargötuvandamálið
er Suðurnesjamál
Ófriðurinn sem skapaðist
víða um Keflavík aðfaranótt
laugardagsins í kjölfar þess að
rúnturinn um Hafnargötuna
var brotinn upp og götunni lok-
að er mikið til umræðu manna á
meðal þessa dagana. Flestir
viðmælenda blaðsins eru á því
að hér sé um vandamál að ræða
sem aðalfundur SSS um helg-
ina verði að fjalla um, enda eru
hér á ferðinni ekki síður krakk-
ar úr nágrannabyggðunum eins
og Keflavíkingar.
Karl Hermannsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn, sagði að
það hefðu verið mistök að loka
rúntinum og beina umferðinni
þannig inn í íbúðarhverfin. En
lögreglan hefði alls ekki gert
sér grein fyrir hve mikill bíla-
fjöldi þarna væri um að ræða.
Sagði hann að ljóst væri að hér
yrðu bæjaryfirvöld á Suður-
nesjum að grípa sameiginlega
inn í.
Sjálfur teldi hann að setja
mætti einstefnu á Hafnargöt-
una, svo lögregla, leigubílar og
aðrir aðilar, er þarna þurfa að
komast um, ættu greiðan að-
gang þrátt fyrir að krakkar
safnist þarna fyrir.
Guðfinnur Sigurvinsson
sagði að málin væru nú til um-
ræðu í hinum ýmsu nefndum
og ráðum bæjarfélagsins, en
hér væri á ferðinni mál sem
ræða ætti t.d. á aðalfundi SSS
um helgina, sökum þess að
krakkarnir sem þarna ættu
hlut að máli ættu heima víða
um Suðurnesin.
Einn viðmælandi, sem vildi
ekki láta nafns síns getið, taldi
vandamálið vera það að bæjar-
yfirvöld hefðu sofið þyrnirós-
arsvefni varðandi unglinga-
málin að undanförnu. Eins
sakaði ekki fyrir lögreglu að
láta sjá sig meira á göngu um
miðbæinn um helgar.
Eins og sést á mynd þessari eru það aðallega krakkar í yngri kant-
inum, sem sækja Hafnargötuna um helgar. Þó finnast eldri krakkar
eins og sá sem hér er að reyna að fjarlægja eina hindrunina sem lok-
aði rúntinum. Ljósm.: hbb.
Utgefandi: Víkurfréttir hf.
Afgreiösla, ritsljórn og auglýsingar: Vallargötu 15, simar 14717,15717, Box 125. 230 Keflavik. - Ritstjórn: Emil Páll
Jónsson, heimas. 12677. bilas. 985-25916. Páll Ketilsson, heimas. 13707, bilas. 985-25917. - Fréttadeild: Emil Páll
Jónsson, Hilmar Bragi Bárðarson. - Auglýsingadeild: Páll Ketilsson. - Upplag:5600eintöksemdreifterókeypisum
öll Suöurnes. - Aöili aö Samtökum bæja- og héraösfréttablaöa og Upplagseftirliti Verslunarráös. - Eftirprentun,
hljóðritun, notkun Ijósmynda og annaö er óheimilt nema heimildar sé getiö.
Setning, tilmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF.. Keflavik