Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.1989, Síða 13

Víkurfréttir - 02.11.1989, Síða 13
13 Fréttir Yikurfréttir 2. nóv. 1989 Einn tónlistar- skóli fyrir Suður- nes Aðalfundur Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum verður haldinn á laugardag í sam- komuhúsinu í Sandgerði. Auk venjulegra aðalfundarstarfa eru tekin fyrir ýmis sameigin- leg hagsmunamál fyrir Suður- nesin. Einna hæst ber þar umræðu um hvort stofna eigi einn tón- listarskóla fyrir Suðurnes. Þá verða heilbrigðismál, öldrun- armál og atvinnumál í brenni- depli. Auk þess sem Héraðs- nefnd Suðurnesja heldur sinn fyrsta aðalfund, strax að lokn- um fundi SSS.______ Mjög góð sala hjá Happasæli Happasæll KE 94 gerði mjög góða sölu á fiskmarkaði í Brem- erhaven í Þýskalandi í síðustu viku. Voru 87,3 tonn seld fyrir 7 milljónir króna. Að sögn Rúnars Hallgríms- sonar var hér mest um ufsa að ræða. Meðalverðið nam á sölu- degi 79,72'kr. Á hverja fiskteg- und fékkst eftirfarandi meðal- verð pr. kíló: Ufsi 76 krónur, þorskur 130 kr., keila tæpar 75, kr., karfi 10i( kr. ogfyrirlöngu fengust rúmar 100 krónur. Nýi björgunarbíllinn er af Benz-gerð og verður formlega tekinn í notkun næstu daga. Ljósm.: epj. Brunavarnir Suðurnesja: Fullkominn björgun- arbill kominn I flotann Björgunarbíll af fullkominni gerð er nú kominn í bílaflota Brunavarna Suðurnesja. Er bíllinn keyptur frá Þýskalandi og er ónotaður að öðru leyti en því að hafa verið sýningarbíll hjá verksmiðjunum. Bíllinn umræddi er algjör bylting frá fyrri bílum slökkvi- liðsins. I honum eru margvís- leg tæki sem áður hafa ekki verið hjá slökkviliðinu, auk þess sem hann hefur að geyma öll helstu tæki sem venjulegur slökkvibíll býr yfir. Meðal tækja í honum eru klippur til að ná mönnum út úr ökutækj- um við umferðarslys. Þá er margvíslegur annar búnaður s.s. ljósamastur til að lýsa upp vettvang, byssa til að skjóta vatnsbununni o.m.fl. Verður bíllinn formlega tek- inn í notkun á næstunni, en áð- ur þarf að æfa mannskapinn á hann og gera á honum lítils- háttar breytingar. SveinbjörgSH-317 tekin f landhelgi Landhelgisgæslan tók á mánudag fyrir rúmri viku Sveinbjörgu SH 317fyrirólög- legar veiðar með dragnót í Sandvík og Hraunsvík. Oskaði Landhelgisgæslan aðstoðar lögreglunnar í Grindavík, sem tók skýrslu af skipstjóra Sveinbjargar eftir að báturinn hafði verið sendur í land. Messur L. ..*> Keflavíkurkirkja Sunnudagur 5. nóv.: Allra heilagra messa. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Málfríðar Jóhannsdóttur og Ragnars Karlssonar. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Kefla- víkurkirkju syngur. Organisti Örn Falkner. Sóknarprestur Ytri-Njarðvíkurkirkja Messa og barnastarf kl. 11.00. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Séra Guðmundur Örn Ragnarsson |liíH1 Kirkjuvogskirkja Laugardagur: Fermingarstarf kl. 10. Barnastarf kl. 11. Sóknarprcstur Innri-Njarðvíkurkirkja Barnastarf í safnaðarheimili Innri- Njarðvikurkirkju kl. 11.00. Séra Guðmundur Örn Ragnarsson Grindavíkurkirkja Allra heilagra messa. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Söngur, verkefni, framhaldssaga og fleira. Messa kl. 14. Minnst verður lát- inna. Bænasamkomur alla þriðjudaga kl. 20:30. Æskulýðsstarf 10-12 ára á miðvikudögum kl. 18. Sóknarprestur Hvalsneskirkja Guðsþjónusta kl. 14. Fermingar- börn taka þátt í athöfninni. Org- anisti Oddný Þorsteinsdóttir. Séra Hjörtur M. Jóhannsson Utskálakirkja Guðsþjónusta kl. 11. Fermingar- börn taka þátt í athöfninni. Org- anisti Oddný Þorsteinsdóttir. Séra Hjörtur M. Jóhannsson Myllubakkaskóli: NEMENDUR MEÐ HLUTAVELTU Laugardaginú 11. nóvemb- er munu nemendur 4. og 5. bekkja Myllubakkaskóla standa fyrir tombólu í skólan- um. Allur ágóði af tombólunni rennur til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum. Næstu daga munu nemend- ur ganga í hús og safna fyrir tombóluna. Bæjarbúar hafa ávallt tekið vel á móti nemend- um og vonum við að svo verði einnig í þetta sinn. Nemendur Húseigendur athugið! Getum tekið að okkur allskonar smíða- vinnu, t.d. uppsetningu innréttinga, park- etlagnir, viðgerðiro.fl. Uppl. ísímum 14918 (Jón) og 12385 (Siggi). GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum SÖLUSÝNING aldraðra verður sunnudaginn 5. nóvember að Suðurgötu 12-14 í Keflavík og hefst kl. 15. Tekið á móti sölumunum á sama stað laugardaginn 4. nóvember kl. 13-15. Uppl. hjá Ingu í síma 11352 eða Soffíu í síma 11709. Nefndin BOKBAND Námskeið í bókbandi verður haldið á veg- um Styrktarfélagsins ef næg þátttaka fæst. Leiðbeinandi Jón Sæmundsson. Upplýs- ingar og innritun í síma 11709 (Soffía). ORÐSENDING til húsbyggjenda frá Hitaveitu Suðumesja Þeir húsbyggjendur, sem vilja fá hús sín tengd hitaveitu eða rafveitu í haust og vet- ur, þurfa að sækja um tengingu sem fyrst, og eigi síðar en 10. nóvember nk. Hús verða ekki tengd nema þeim hafi verið lok- að á fullnægjandi hátt, gólfplata steypt við inntaksstað og lóð jöfnuð í skurðstæðinu. Með umsókninni skal fylgja afstöðumynd. Ef frost er í jörðu þarf húseigandi að greiða aukakostnað, sem af því leiðir að leggja heimæðar við slíkar aðstæður. Hitaveita Suðurnesja

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.