Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.1989, Side 15

Víkurfréttir - 02.11.1989, Side 15
15 Lesendur Víkurfinéttir 2. nóv. 1989 KEFLAVlK: Bær fyrir fólk í m V blóma lífsins? JZL Nú hefur það heyrst að bæj- aryfirvöld í Keflavík hafi söðl- að yfir í D-álmu málinu. Nú eigi að minnka D-álmuna um helming og um leið að gleyma því sem eftir er af fyrri ráða- gerðum þar til að fjárveitinga- valdinu I Reykjavík þóknast að láta fé af hendi rakna til þessa þarfa máls fyrir okkur sem hér búum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Grindvíkingar hafa aldrei verið í fararbroddi í öldrunarmálum hér á Suður- nesjum. Þeir hafa ekki tekið þátt í þeirri uppbyggingu sem hér hefur átt sér stað og þeir hafa ekki fyrir sitt litla líf viljað kannast við það sem hér hefur verið gert. En fljótt skipast veður í lofti. Skyndilega virðast þeir vera komnir í bílstjórasætiðog þá er ekki að sökum að spyrja. Fyrir nokkrum árum hófu þeir byggingu íbúða fyrir aldr- aða og að sjálfsögðu voru þeir stórhuga og vel var byggt, en það virðist einhvern veginn hafa gleymst að spyrja bæjar- búa þar hvort þeir myndu vilja búa í þessu húsi. Núna virðist vera að koma á daginn að ekk- ert alltof margir vilja gera það og þá eru góð ráð dýr. Ekki er hægt að láta húsið standa autt, eða láta það standa sem minn- isvarða um stórhuga menn eða gott málefni. Hvað skyldi til bragðs taka? Jú, aðsjálfsögðu skal fórna því á altari „samvinnunnar“, sem Suðurnesjamenn eru svo fræg- ir fyrir og eins og allar fórnir, þá krefst þessi fórn fórnar- dýrs. Eg vil koma þeirri spurn- ingu á framfæri við bæjar- stjórn Keflavíkur, hvers aldr- aðir og sjúkir Keflvíkingar eigi að gjalda? Á þeim að vera fyrirmunað að fá að dvelja í því bæjarfélagi sem þeir hafa lagt svo mikið á sig til að byggja upp? Það er ekki nóg að láta prenta myndarlegan bækling í tilefni af merkum tímamótum í sögu bæjarins, þar sem sýnt er fram á að hér sé blómleeur bær. Það fólk sem nú nálgast sitt ævikvöld hefur unnið vel fyrir okkar bæjarfélag og þjóðar- skútuna og á tvímælalaust kröfu á að fá að eyða sínu ævi- kvöldi í sem mestri nálægð við börn sín og barnabörn. Því er það skýlaus krafa flestra Kefl- víkinga að þau vandamál, sem elli og sjúkleiki því miður kalla fram, verði leyst hér í Keflavík en ekki í sem mestri fjarlægð héðan. Ef fram fer sem horfir þarf maður ekki að kippa sér upp við það, að sett yrðu upp skilti m TT é ára og eldri w óæskilegir við bæjarmörkin, þar sem það væri skýrt tekið fram að aldr- aðir sjúkir væru óæskilegir i þessu bæjarfélagi. Eða þá að við skiltið sem tilkynnir að hér sé 50 km hámarkshraði sé bætt við skilti, þar sem fram komi að 67 ára og eldri séu ekki vel séðir. Eg vona að bæjaryfirvöld t Keflavík sjái sóma sinn í að kynna bæjarbúum þessi mál áður en þau binda hendur sínar og fyrirgera rétti eldri borgara til að fá að búa hér. Með von um svör og fræðslu um það sem til stendur að gera. ESS Pollyanna skrifar: Það stefnir í gjaldþrot II TatvupfippiPi sem er sniðinn fyrir allt atvinnulíf Suöumesja. e Eflum atvinnulíf hér heima., Ekki flytja það í burtu GRAGAS HF. Eina prentsmiðjan Vallargötu 14 - 230 Keflavik á Suðurnesjum, sem Simar 11760, 14760 framleiðir tölvupappír. SUÐURNESJAMENN - Verslum heima. - VlKURFRÉTTIR Ég held að það sé að stefna í gjaldþrot hjá mér. Hvað ætli sé til ráða? Ég sest niður og hugsa. Það sem ég hef verið að gera undanfarið er það að breyta skuldum, þannig að ég tek lán hér til þess að borga skuld þar. Þetta er auðvitað engin lausn og kallar bara á fleiri lántökur. Munið þið þegar kálfurinn datt í brunninn og Einbjörn togaði í kálfinn og Tvíbjöm togaði í Einbjörn og Þríbjörn togaði í Tvíbjörn o.sv.frv. en ekki haggaðist kálfurinn? Kálfurinn minn er líka alveg fastur ennþá, en ég held að ég geti losað hann. Ég bý í einbýl- ishúsi. Ég ætla að selja það vegna þess að lífið er of dýr- mætt til þess að sóa því í enda- lausar fjármálaáhyggjur, ég hef nóg annað við það að gera. Ég á mér fjölda áhugamála sem ég þarf að sinna. Þegar ég er búin að selja húsið mitt kaupi ég mér hús- næði sem ég ræð leikandi létt við að borga. í þessu draumahúsnæði mínu, sem bíður mín þarna í rósrauðri framtíðinni, munu allir mínir draumar rætast, áhugamálin verða ekki lengur höfð útundan, því að loksins hef ég öðlast sálarró til þess að einbeita mér að þeim. Hugsið ykkur bara, í þetta sæluríki mitt kemur aldrei bréf frá lögfræðingi, engar hótanir um að borga strax svo komist verði hjá frekari aðgerðum. Ég verð frjáls og kettir útí mýri geta aftur sperrt upp stýri vegna ævintýris sem endaði vel._ Ástar- og baráttukveðjur til allra sem eru með eignir sínar í uppboðsdálkunum. Ykkar einlæg, Pollyanna. Tilkynning til þunga- skattsgreiðenda Gjaldendum vangoldins þungaskatts er bent á að þungaskattskröfum fylgir lögveð- réttur í viðkomandi bifreið, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 3/1987. Verði vangoldnar þungaskattsskuldir eigi greiddar fyrir 2. desember nk. mun, skv. 1. gr. laga nr. 49/1951, fyrirvaralaust verða krafist nauðungaruppboðs á bifreiðum þeim, er lögveðrétturinn nær yfir, til lúkn- ingar vangoldnum kröfum auk dráttar- vaxta og kostnaðar. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaður Gullbr.sýslu. HUNDAEIGENDUR ATHUGIÐ! Hundahreinsun er lokið á Suðurnesjum. Þeir hundaeigendur sem ekki hafa sinnt fyrirmælum Heilbrigðiseftirlitsins, og fært hunda sína itl bandormahreinsunar, gefst kostur á að koma með þá í hreinsun mánudaginn 6. nóvember nk. kl. 17-19, að Vesturbraut lOa, Kefla- vík. Vanræksla á að færa hund til bandormahreinsunar telst alvarlegt brot á gildandi samþykkt um hundahald og missir viðkomandi hundaeigandi leyfi til að halda hund. Hunda, sem ekki er leyfi fyrir, er heimilt að taka og aflífa án frekari viðvörunar. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.