Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.1989, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 09.11.1989, Blaðsíða 8
8 mdar grin ■ gagnryni ^■vangaveltur- un^sjón:*emil páll.*» Vikurfréttir 9. nóv. 1989 Orðhvatur Flautu- konsert framtíð- arinnar Á undanförnum dögum hefur fólki orðið tíðrætt um of- beldishneigð og uppivöðslu- semi ungdómsins hér á Suður- nesjum. Keyrði þó um þver- bak þegar crtingjar þjóðar- auðsins héldu ótilneyddir flautukonsert fyrir íbúa elli- og hjúkrunarheimila í Kella- vík að næturlagí, auk þess að bjóða bæjarstjóranum uppá samskonar músikflutning. Reyndar varð bæjarstjóri af tónleikunum því að hann gisli ekki heima hjá sér umrædda nótt. Orðhvatur skilur að vísu vel biessaðan ungdóminn cnda ekkert háaldraður sjálfur, en þetta er ftillmikið af því góða. Og lýsir þetta tónleikahald engu nerna vanþroska fremj- enda og það tniklum van- þroska í raun að cðliiegt er að spurt sé livort fólk þetta sem hér urn ræðir hafi þroska til að vera handlutfar ökuskírteina. Hin hliðin á málinu er svo sú hvort Iögreglan hafi gert rétt í því að loka ákveðinni götu btejarins. Skiptarskoðanireru um þetta en þó verður að segj- ast eins og er að lögregla á að hafa það í valdi sinu hvort hún lokar götum eður ei, og á fólk ekki að komast upp með að mótmæla því á nokkurn hátt, allra síst með því að haida vöku fyrir gamalmennum og sjúklingum. Ríkisfjölmiðlar og aðrir sem sjálfir kalla sig „frjálsa’* fjöl- miðla voru einkar áhugasamir urn Keflavík þessa helgi sem umrædd aðgerð lögreglu fór fram, og færi betur að þessi áhugi þessara stofnana héldist og yrði viðlíka á öðrum mál- um. Er það von manna að ung- dómurinn láti allt tónleika- hald sem þetta liggja niðri í framtíðinni, en þeir sem ekki ráði við músíkhneigðsína snúi sér til viðkomandi tónlistar- skóla. BRIDS Nú stendur yfir hjá Bridsfélagi Suðurnesja minningarmót um Guðmund lngólfsson. Mótið er sveitakeppni og taka 9sveitírþútt. Staðan eftir 4 umferðir af 9 er þessi: 1. Sv. H. Heiðars Agnarssonar (með vfirsetu), S4 stie. 2. Sveit G.S. 83 stig. 3. Sveit Björns Blöndal (með yfirsetu), 74 stig. 4. Sveit Þórðar Kristjánss. 71 stig. Spilað er í Golfskálanum í Leiru livern mánudag og hcfst spila- mennskan 1». 20.00. Spilarar cru vinsainlegast beðmr um að mæta timanlega. Áhorfendur eru vel- komnir. Stjórnin Ellert, Jónína, Garðar og María... Þá er skoðanakönnun íhaldsins lokið. Þar kom fram að flestir þátttakenda vildu að röð efstu manna á framboðs- lista í komandi sveitarstjórn- arkosningum yrði þessi: Ellert Eiríksson, Jónína Guðmunds- dóttir, Garðar Oddgeirsson og María Valdimarsdóttir. ... er áfall fyrir suma Þessi úrslit hljóta að vera áfall fyrir suma þeirra sem gáfu út stórar yfirlýsingar um að áður birtar upplýsingar í Molum væru einkaskoðanir Molahöfundar og því algjör- lega út í bláinn. Þar kom fram sama röðun í 1. og 2. sæti og þeir vildu sem þátt tóku i um- ræddri könnun. Vignir kvikmynda- gerðarmaður Þá er lokið fyrstu Islands- meistarakeppni í kvikmynda- gerð áhugamanna. Þareignuð- ust Suðurnesjamenn fulltrúa í efstu sætum, Vigni Haralds- son, sem lenti í þriðja sæti með leikna kvikmynd, þar sem einn þekktasti penni Víkurfrétta, gub, lék hlutverk. En Vignir hefur að undanförnu tekið nokkuð af fréttamyndum fyrir sjónvarpsstöðvarnar. Auk Vignis komst einn fyrrum Suð- urnesjamaður, Sigurður .ló- hannsson, í eitt af 10 efstu sæt- in. Umræddur Sigurður átti m.a. heima í foreldrahúsum í kjallaranum að Vallargötu 161 Keflavík, sonur Öldu og Jó- hanns Sigurðssonar, en er löngu fluttur norður yfir heið- ar. Sigurbergur heitir hann Sú misritun varð í síðustu Molum að stjórnandi flotta mötuneytisins í Seðlabankan- um var sagður heita Sigur- björn Jónsson. Hér átti að sjálfsögðu að standa Sigur- bergur Jónsson. Uni er að ræða mann, ættaðan úr Kefla- vík. Leiðréttist þetta hér með. Höfðu þeir ekki vald? Á fundi D-álmu samtak- anna í Grindavík á dögunum boðaði bæjarstjórinn í Kefia- vík að hann og kollegi hans í Grindavík myndu fá fjárhags- nefnd SSS til að halda fund um málið strax í vikunni, fyrir að- alfund SSS. Nú hefur komið í ljós að sá fundur var ekki hald- inn. Því hlýtur sú spurning að koma upp hvort umræddirað- ilar hafi veið að lofa upp í erm- ina á sér, máli sem þeir réðu ekki yfir.? Keðjurnar slást sjálfar undir I hinum nýja björgunarbíl sem Brunavarnir Suðurnesja taka senn í notkun er margur tæknibúnaður sem áður hefur ekki verið hjá umræddum að- ila. Þó er það eitt tækniundrið, sem flestir verða hissa á, þó það sé alls ekki margbrotið. Um er að ræða sjálfvirkan búnað sem setur keðjur undir afturdekkin, þegar það þarf að gera. Já, þó einhver kynni að halda að jóetta væri vitleysa er það svo sannarlega ekki. Allir Garðmenn,.. Aðalfundir SSS og Héraðs- nefndar Suðurnesja voru haldnir í Sandgerði á laugar- dag. Mættu flestir sveitar- stjórnarmanna af svæðinu, en þó misvel. Aðeins Garðmenn mættu með alla kjörna full- trúa, næstir voru heimamenn og Grindvíkingar en þó vant- aði einn fulltrúa hjá hvorum aðila þó varamenn væru kall- aðir inn. Hin sveitarfélögin mættu misvel og virtist algengt að tvo fulltrúa vantaði úr hin- um sveitarfélögunum, hverju fyrir sig. ... en þögulir Grindvíkingar Grindvíkingum tókst þó að slá nýtt met á umræddum fundum og það raunar tvö að tölu. Hið fyrra var að vera allir farnir er aðalfundur Héraðs- nefndarinnar hófst. Hitt var að við umræður á fundi sam- bandsins tók enginn kjörinna sveitarstjórnarmanna til máls allan fundinn, aðeins þeirra bæjarstjóri, sem þó er ekki kjörinn, tók til máls á fundin- um. Trúlega er þetta algjört einsdæmi, að sjömanna sendi- nefnd sé alveg þögul á aðal- fundi sem þessum. Höfðu menn á orði að ástæðan væru hugmyndir um að sjúkir aldr- aðir færu til Grindavíkur. Hefðu þær hugmyndir ekki verið uppi hefði tónn Grind- víkinga verið meira áberandi. Helgarpakki til Keflavíkur Nú um áramót, þegar reglu- bundið innanlandsflug hefst milli Keflavíkur og Akureyr- ar, gætu hótelin á Suðurnesj- um tekið upp nýtt tilboð, þ.e. boðið norðlendingum upp á helgarpakka til Keflavíkur. Ný Leifsstöð? Með tilkomu innanlands- fiugs frá Keflavík er spurning hvort ekki verði að byggja nýja fiugstöð á Kefiavíkurfiugvelli. Hvað er maðurinn að fara? hugsar sjálfsagt einhver. En það er þó staðreynd að hönnun Leifsstöðvar miðast eingöngu við utanlandsflug. í þeim und- antekningartilfellum sem Flugleiða-Fokker hefur þurft að lenda í Kefiavík, hafa far- þegar þurft að hírast úti í vél, þar til rútur hafa komið á stað- inn til að aka þeim á brott. Lítið um ákvarðanatöku... Lítið var um stórar ákvarð- anatökur á nýliðnum aðal- fundi SSS. Þó var rætt nokkuð um þá málafiokka sem teknir voru á dagskrá, en án stefnu- markandi samþykkta. ... sameiningarmál og fjármál... Undir umræðum um slæma skuldastöðu einstakra sveitar- félaga urðu nokkrar umræður um sameiningarmál. Voru það einkum fulltrúar Kefiavíkur, Hafna og Vatnsleysustrandar- hrepps sem töldu að nú væri kominn tími til að ræða sam- einingu sveitarfélaga af al- vöru. ... og villuráfandi sauðir Eitt var þó það mál sem virðist hafa valdið mikilli vonsku meðal sveitarstjórnar- manna á Suðurnesjum. Það voru ummæli Jóns E. Unn- dórssonar, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Suður- nesja, í Kastljósi sjónvarpsins nú nýlega, er hann nefndi sveitarstjórnarmenn á Suður- nesjum „villuráfandi sauði“. Þrátt fyrir afsökunarbeiðni í síðasta tölublaði dugði það skammt og fékk hann harð- orðar ákúrur á fundinum og þess m.a. krafist að hann segði af sér. Höfðu menn á orði að ljótt væri að ráðast svona á mann sem væri ekki á fundin- um, enda sumir fundarmanna mjög grófir í hans garð. Þó töldu menn að ef Jón hefði ver- ið á fundinum hefði umræðan orðið enn hvassyrtari. Feðgar í stjórninni I nýkjörinni stjórn Fiskifél- ags Islands sitja feðgar úr Grindavík, Eiríkur Tómasson og Tómas Þorvaldsson. Auk þeirra er Keflvíkingurinn Kristján Ingibergsson í stjórn- inni og raunar er fiskimála- stjóri Suðurnesjamaður þó hann búi á höfuðborgarsvæð- inu. Sá heitir Þorsteinn Gísla- son og er ættaður úr Garðin- um. Verður Jón Gröndal einn áfram? Bæjarbót, sem gefin er út í Grindavík, birti í síðasta blaði hugrenningar um það hverjir núverandi bæjarfulltrúa hygg- ist halda áfram og gefa kost á sér við næstu kosningar. Að- eins einn bæjarfulltrúi gaf af- dráttarlaust svar um áfram- hald. Það var annar af fulltrú- um krata, Jón Gröndal. Hinir sex að tölu, höfðu annað hvort ekki tekið afstöðu til málsins eða kváðust ekki vonast til að þeir færu fram. Að vísu var það Guðmundur Kristjáns- son, íhaldsmaður, sem tók svo til orða. Hvorki Grindavíkur- heimilið né sameigin- legur tónlistarskóli Þrátt fyrir orð fyrir aðal- fund SSS á dögunum, um að fundurinn myndi taka afstöðu til þriggja mála, sem brenna nú á vörum manna, varekkert samþykkt um málin á fundin- um. Raunar eitt málanna ekki einu sinni rætt á fundinum, en það var Hafnargötuvanda- málið í Kefiavik. Hin voru urn hjúkrunarheimili aldraðra í Grindavík og einn tónlistar- skóla á Suðurnesjum. Vandræðaunglingarnir verði teknir... Nú loks virðast margir ungl- inganna sem stunda Hafnar- götuna um helgar vera farnir að sjá, að það geti ekki gengið öllu lengur að örfáir einstakl- ingar fái að brjóta rúður og láta ófriðlega á kostnað hinna. Sameinist unglingar, bæjar- yfirvöld og lögregla í því að taka umrædda unglinga úr umferð er fátt sem kemur í veg fyrir það að aðrir og sómakær- ir unglingar fái að vera þarna í friði. ... og settir á upptökuheimili Virðast fiestir einnig vera á þeim buxunum, að það eigi að láta viðkomandi afbrotaungl- inga greiða fyrir það tjón sem þeir valda með rúðubrotumog öðru. Séu viðkomandi undir lögaldri eigi aðauki að vista þá um stundarsakir á upptöku- heimili og hina eldri í fangelsi. Eina leiðin sé að sýna fulla hörku ef uppræta á þá fáu unglinga sem skemma fyrir hinum. Með allt niðrum sig Allmiklar umræður urðu um skuldir einstakra sveitar- félaga á aðalfundi SSS á dög- unum. Kom fram að Keflvík- ingar skulduðu á 3ja þúsund krónur á hvern íbúa. Tóku menn misjafnlega á málinu og ræddu um að hér væri alvar- legt mál á ferðinni, en þó töldu aðrir að eina lausnin væri að sameina sveitarfélögin. Sig- urður Bjarnason, Sandgerði, var manna orðljótastur og sagði að á sínum tíma, þegar Miðnesingar hefðu átt erfitt með að standa í skilum, hefðu Keflvíkingar sagt að þeir væru með allt niðrum sig. Gæti hann ekki betur séð en að Kefivík- ingar væru þannig nú. Af þessu tilefni tók Stefán Jón Bjarnason, sveitarstjóri þeirra Miðnesinga, til máls og benti mönnum á að skuld Miðnes- inga hefði verið um 25 þúsund á hvern íbúa á sínum tima en skuld Keflvíkinga væri, eins og áður segir, aðeins á 3ja þús- und. Breiður vegur upp að kirkju Jón Karlsson, útgerðarmað- ur og eigandi Brynjólfs hf. í Njarðvík, var ekki að draga úr hlutunum á fundi með sjávar- útvegsráðherra á Glóðinni. Jón „akut í allar áttir", á ráð- herra, bæjaryfirvöld og kol- lega sína í sjávarútveginum. Jón sagðist m.a. hafa þurft að leggja alla vegi að sínu fyrir- tæki, sjá sér sjálfur einnig fyrir vatni og leggja skolpleiðslur. Síðar á fundinum upplýstist að Njarðvíkurbær hefði keypt af honunt þriggja metra „strimil" frá skrifstofubyggingu Brynj- ólfs upp að kirkju, en vegur- inn sjálfur er 10 metrar á breidd. Ráðherra sagðist síðan eiga erfitt með að skilja af hverju Jón hefði byggt svona breiðan veg alla leið upp að kirkju . . .

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.