Víkurfréttir - 09.11.1989, Blaðsíða 10
Fegurð
Á myndinni er Ell'a Hrund í gallafatnaði og skyrtu frá versluninni Póseidon í Keflavík.
„Skemmtiient
en oft erfitt
- segir Elfa Hrund Guttormsdóttir,
Fegurðardrottning Suðurnesja 1989
úú
Hér er Elfa Hrund i kjól og
jakka frá versluninni Kóda í
Keflavík.
„Ég mundi ráðleggja öllum
stúlkum sem fá tækifæri til að
taka þátt í fegurðarsamkeppni
að sleppa því ekki. En þær verða
áður að gera sér grein fyrir
hinni miklu vinnu sem þátttök-
unni fylgir og vera tilbúnar að
leggja hana á sig, því eins og
þetta getur verið skemmtilegt
er þetta oft mjög erfitt,“ segir
Elfa Hrund Guttormsdóttir,
Fegurðardrottning Suðurnesja
1989, 18 ára Njarðvíkurmær og
nemi í Fjölbrautaskóla Suður-
nesja.
Skipuleggja tímann
„Sumum finnst fegurðar-
samkeppnir ekki eiga rétt á sér
og auðvitað má fólk hafa þá
skoðun, en eftir að hafa gengið
í gegnum allt sem fylgir þátt-
töku í fegurðarsamkeppnum
þá tel ég mig hafa þroskast og
lært mikið á stuttum tíma. En
þátttaka í svona keppnum,
bara eins og í Suðurnesja-
keppninni, er mjög tímafrek
og þvi er nauðsynlegt að skipu-
leggja tímann vel. Ef það hefði
ekki komið verkfall kennara
sl. vor hefði ég ekki boðið í
einkunnirnar mínar. Allavega
var ég mjög fegin að prófin
frestuðust því ég vildi ekki
dragast á eftir í náminu."
-Hvers konar ,,vinna“ fylgir
þátttöku í fegurðarsam-
keppni?
„Það er mikið í kringum lík-
amsrækt, við þurfum t.d. að
fara sex sinnum í viku í ero-
bikk og svo voru langar
gönguæfingar á laugardögum.
Ofan á þetta bætist svo snyrt-
ing og hárgreiðsla. Við lærum
að snyrta okkur og svo þarf í
mörgum tilfellum að gera eitt-
hvað við hárið. Nú og ekki má
gleyma öllum myndatökun-
um. Þá fórum við einnig á sér-
stakar slökunaræfingar fyrir
Islandskeppnina kl. 8 á laug-
ardagsmorgnum. Það varsvo-
lítið sérstakt, hlustað á jóga-
tónlist og gerðar æfingar til að
kenna okkur að slaka á.“
Talað og spekúlerað
-Nú er talsvert „umstang" í
kringum keppnina á Suður-
nesjum.
„Já, þegar kynningarnar
komu í Víkurfréttum var mik-
ið talað og spekúlerað, bæði úti
í bæ og í skólanum. Stundum
langaði mann nú bara að vera
heima þegar umtalið var mest
en yfir heildina þá var þetta í
góðu lagi. Mérfannst mjög vel
að Suðurnesjakeppninni stað-
ið og þegar við sögðum hinum
stúlkunum í Islandskeppninni
frá undirbúningnum og sýnd-
um þeim umfjöllunina í blað-
inu þá ráku þæruppstóraugu.
Ekki einu sinni í Fegurðar-
samkeppni Reykjavíkur er
staðið svo vel að hlutum og hér
er gert.“
Akureyrarferðin
eftirininnileg
-Hvað var eftirminnilegast á
árinu?
;,Við fórum allar stelpurnar
í Islandskeppninni til Akur-
eyrar og vorum með tískusýn-
ingu í Sjallanum og gistum
eina nótt á hóteli. Ferðin var
hugsuð í þeim tilgangi að við
gætum kynnst innbyrðis. Það
var tekið á móti okkur með
blómum, svo fórum við í sjón-
varpsviðtal hjá Stöð 2, þannig
að það var margt sem þessi
ferð skildi eftir sig.“
-Hvernig gekk svo loka-
kvöldið á Hótel Islandi?
„Það gekk allt eins og í sögu
enda gífurlegur undirbúning-
ur sem lá að baki. „General-
prufan“, kvöldið fyrir krýn-
ingarkvöldið vorum við að til
kl. 3 um nóttina en þurftum
síðan að vera mættar kl. 11
morguninn eftir. Þar sem
þessu var sjónvarpað þurfti að
æfa dagskrána mjög vel.“
-Nú liggur leiðin oft út í fyr-
irsætustörf hjá fegurðar-
drottningum. Gætirþú hugsað
þér að prófa slíkt?
„Það væri eflaust gaman að
reyna sig á því sviði en ég er
ekki viss um að þetta sé öllum
stúlkum gefið.“
-Að lokum, Elfa Hrund,
ertu búin að finna næstu Feg-
urðardrottningu Suðurnesja?
„Nei, ég get ekki sagt það en
ég heid að við verðum ekki í
neinum vandræðum með
það...“
Viðtal: Páll Ketilsson
Myndir: Haukur Ingi Hauks-
son - Ljósmyndastofan Mynd-
arfólk.