Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.1989, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 09.11.1989, Blaðsíða 24
Konur vilja hárgreiðslu en karlar snjómokstur Lokið er könnun á högum aldraðra í þeim sveitarfélögum á Suðurnesjum er aðild eiga að DS, þ.e. ölluni nema Grinda- vík. Kcmur ýmislegt forvitni- legt framíkönnunþessari.M.a. vilja flestir aldraðir karlmenn þjónustu á sviði snjómoksturs og túnsláttar meðan konurnar vilja flestar þjónustu á sviði liárgreiðslu og fótsnyrtingar. Þá kemur fram að flestir hinna öldruðu vilja festa kaup á hlutdeildaríbúðum í sínu byggðarlagi. Aðallega er það fólk á aldrinum 67-76 ára, sem það vill. Er könnun þessi mjög vel úr garði gerð en yfirumsjón með henni höfðu Jórunn Guð- mundsdóttur, Sandgerði, Jón Olafur Jónsson, Keflavík, og Jón A. Jóhannsson læknir. Var markmið könnunarinnar að athuga almenna hagi aldr- aðra á Suðurnesjum með sér- stöku tilliti til ástandsins í hús- næðis-, vistunar- og þjónustu- málum aldraðra. Nokkurt tjón var unnið um helgina, er rúður voru brotnar á fjórum stöðum við Hafnargötu. Klukkan tvö aðfaranótt laugar- dagsins var tilkynnt um rúðu- brot í Útvegsbankanum í Kefla- vík. Hafði stór rúða á framhlið bankans verið brotin í gegn og hengu gluggatjöld úti. Lögreglan í Keflavík mætti þegar á staðinn, en þá voru rúðubrjótar á bak ogburt. Fór lögregluþjónn þá inn í bygg- inguna í gegnum hina brotnu rúðu til að ganga úr skugga um að enginn væri inni i bankan- um. Þrátt fyrir að lögreglu- þjónninn væri búinn að fara um alla afgreiðslu bankans, fór þjófavarnakerfið ekki i gang fyrr en vel var liðið á þriðju mínútu. Ef um innbrotsþjófa hefði verið að ræða, gætu þeir hinir sömu hafa valdið miklum skemmdum í afgreiðslunni, áður en varnarkerfið léti lög- reglu vita hvað væri á ferðinni. Lögregluþjónn fer inn í byggingu Útvegsbankans í gegnum brotna rúðuna. Var hann inni í bankanum á þriðju mínútu áður en þjófa- varnakerfið fór í gang. Ljósm.: hbb „Siðferðilega ókleift Rúðubrot í Útvegsbankanum: Þjöfavarna- kerfið fór seint í gang - að þvinga höfnunum svona á okkur“ Fulltrúar Keflavíkur- og Njarðvíkurbæja hafa átt við- ræðufund með fulltrúum sam- göngumálaráðuneytis og fjár- málaráðuneytis um yfirtöku Landshafnarinnar. Að sögn Odds Einarssonar, bæjar- stjóra í Njarðvík, urðu menn fyrir vonbrigðum með það hve harðir ráðuneytismenn væru með að afhenda hafnirnar í þvi ástandi sem þær eru, án þess að lagfæring færi fram á þeim áður. „Þó met ég það svo að við eigum enn möguleika í málinu enda siðferðislega ókleift að þvinga höfnunum svona á okkur,“ sagði Oddur um mál- ið í samtali við blaðið. Kynnum sunnudaginn 12. nóv. innihurðir og parket ásamt öðrum fram- leiðsluvörum okkar frá kl. 14 til 18. Heitt á könnunni. TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR IÐAVÖLLUM 7 - KEFLAVlK - SÍMI 14700 Þrennt á sjúkrahús Þrennt var flutt á Sjúkra- húsið í Keflavík á þriðjudag eftir árekstur bifreiða á Reykjanesbraut rétt austan við gatnamótin niður í Voga. Meiðsli munu þó hal'a verið minni háttar. Árekstúrinn varð með þeim hætti að bifreið var ekið fram úr annarri erí rakst þá á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Tjón mun þó ekki hafa orðið verulegt á bifreiðunum. Grindavíkurvegur: Hámarks- hraðinn lækkaður á kafla Gerð hefur verið breyting á hámarkshraða um Grindavík- urveg. Hefur hraðinn verið lækkaður úr 90 km hraða i 70 krn við spennustöðina ofan við Grindavík ogsíðan taka 50km mörkin við fyrr en áður, er ek- ið er til Grindavíkur. Að öðru leyti er heimilt að aka á 90 km hraða um veginn. Ættu vegfarendur að hafa þetta hugafast næst þegar ekið er um þennan veg. Dúfukofabruni aðalfréttin Fremur rólegt var hjá Brunavörnum Suðurnesja um síðustu helgi, ef frá eru talin útköll sjúkrabifreiða vegna sjúkdóms og æfinga á nýja björgunarbílnum. Ekkert slysaútkall barst og aðeins eitt brunaútkall ef svo má kalla. Það útkall, sem varð því fréttnæmt eftir helgina, var vegna bruna í dúfnakofa í Njarðvík. MUNDI Þurfa þeir Ieikhúsgestir sem lenda á fremstu bekkjunum, ekki að bafa klemmu á neftnu?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.