Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.1989, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 09.11.1989, Blaðsíða 16
Kynnmg mtudaoÁnr Flug°' a. 21.00 O riug Ferdamálanám Hefur þú áhuga á störfum lum ferðaþiónustu ? !^r! Málaskólinn Starfsemi ferðaskrifstofa, tungumál, erlendir og inn- lendir ferðamannastaðir, flugmálasvið, rekstur fyrir- tækja í ferðamannaþjónustu og heimsóknir í fyrirtæki. AUar nánari upplýsingar eru veittar í síma 91 - 62 66 55. Hringdu strax því fjöldi þátt- takenda verður takmarkaður. Meðal námsgreina í Kennt verður ferðamálanáminu eru: í Keflavílc Hefur þú áhuga á að starfa að spennandi og fjölbreyttum störfum íferðaþjónustu hér heima eða erlendis? Vissir þú að ferðamannaþjónusta er í örum vexti á Islandi? w Ablaðamannafundi sem Ferða- málaráð hélt nýverið kom fram að heildarvelta ferðaþjónustu þessa árs hér á landi yrði á milli 9 og 10 milljarðar króna. Áætlað er að um 135 þúsund ferðamenn heimsæki Island í ár og miðað við aukninguna frá 1984 munu um 300 þúsund ferðamenn sækja ísland heim á ári hverju um næstu aldamót. Á blaðamannafundinum kom einnig fram að nú eru 6 þúsund ársstörf hér á landi tengd ferðaþjónustu og reikna mætti með verulegri fjölgun þeirra á næstu árum. Með þetta í huga hefur Málaskól- inn, í samvinnu við Viðskipta- skólann, nú skipulagt námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á að takast á við hin margvíslegu verkefni sem bjóðast í ferðamannaþjónustu. Námið er undirbúið af fagmönnum og sérfræðingum á ýmsum sviðum ferðamála. Sérstök áhersla er lögð á lausn raunhæfra verkefna. ámið tekur alls 176 klst. og I stendur yfir í 11 vikur. Kennarar á námskeiðinu hafa allir unnið við störf tengd ferðaþjónustu og hafa mikla reynslu á því sviði. Víkurfréttir 9. nóv. 1989 Gömlu símstöðinni í Keflavík: Breytt í stafræna símstöð Fengist hefur Ijárveiting frá Pósti og síma til breytinga á gömlu símstöðinni í Keflavík yf- ir í stafrxna símstöð. Þar með er allt símkerfið á Suðurnesjum orðið stafrænt nema í Grinda- vík. Að sögn Björgvins Lúthers- sonar, símstöðvarstjóra, er stöðin í Grindavík hálf tölvu- stýrð og mjög fullkomin. Varðandi breytinguna á gömlu símstöðinni í Keflavík og þar með símanúmerum er nú byrja á tölustöfunum 10.., 11..., 12... og 13... er gert ráð fyrir að breytingin komist í gagnið á vordögum 1990. Akureyrarflug um Keflavík Samgönguráðherra hefur sem kunnugt er veitt Flugfél- agi Norðurlands leyfi til áætl- unarflugs til Akureyrar frá næstu áramótum. Það sem er óvenjulegt við flug þetta er að þó um innanlandsflug sé að ræða, er það ekki frá Reykja- vík heldur Keflavík eða öllu heldur Leifsstöð. Vegna þessa verður að gera einhverjar ráðstafanir við stöðina, því eins og hún er hönnuð er ekki gert ráð fyrir að innanlandsflug fari um hana. Landhelgisbrot- ið sent vestur Mál skipstjórans á bátnum sem færður var inn til Grinda- víkur fyrir skömmu vegna landhelgisbrots, og greint var frá í síðasta blaði, hefur verið sent vestur á Snæfellsnes. Er ástæðan sú að skipstjóri báts- ins var kominn vestur í Olafs- vík þegar taka átti málið fyrir. Umræddur skipstjóri hafði verið að veiðum með dragnót í Sandvík og Hraunsvík á Sveinbjörgu SH 317. Bugtinni lokað aftur í viku Þrátt fyrir að um næstsíð- ustu helgi hafi vikulöngu veiðibanni á línuveiði á til- teknu svæði í Faxaflóa verið aflétt, var veiðibann sett á ný á umræddar veiðar í viku, frá og með síðasta föstudegi. Núver- andi bannsvæði er innan línu er dregin er frá Garðskagatá að Bessastaðakirkju. Sem fyrr er þetta gert vegna mikils hluta af smáýsu í afla bátanna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.