Víkurfréttir - 09.11.1989, Page 15
Fréttir
15
YÍkurfréttir
9. nóv. 1989
Gert að greiða
hreppnum á annað
hundrað þúsund
Jómfrúarferðin í eldavél
Hinn nýi björgunarbíli
Brunavarna Suðurnesja, sem
formlega verður tekinn í notkun
síðari hluta þessa mánaðar, fór
í jómfrúrferð sína á fimmtudag.
Þá kviknaði í eldavél í húsi við
Heiðarbakka í Keflavík.
Ekkí reyndíst þörf á að nota
bílínn, þar sem eldurinn var
fljótt slökktur. Ráðgert er að
afhenda bílínn formlega 24.
nóvember, en fram að þeim
tíma stendur yfir þjálfun á
mannskapnum og smávægi-
legar breytingar sem þörf var
á.
Ungmennafélaginu Þrótti í
Vogum var nýverið gert að
greiða Vatnsleysustrandar-
hreppi reikning vegna sam-
komuhússins Glaðheima, sem
hljóðaði upp á tæpar 150 þús-
und krónur. Var reikningur
þessi uppsafnaðar skuldir, en
félagar í Þrótti lifðu í þeirri
von að reikningurinn yrði lát-
inn niður falla, þar sem fjár-
hagsstaða félagsins er mjög
bágborin.
Reikningurinn hefur þegar
verið greiddur og jafnframt
hafa ungmennafélagið og
kvenfélagið Fjóla í Vogum
fundað um sendingu sveitar-
stjórnarinnar og komu þar
fram mikil vonbrigði í garð
hreppsins.
HAFNARGÖTU 52 KEFLAVÍK SÍMI 14290
Brenndist vegna
vanþekkingar
Enn hefur það skeð, að eldur
hefur valdið tjóni og slysi
vegna vankunnáttu í eldvörn-
um og meðferð handslökkvi-
tækja. Það skeði þannig að
húsmóðir, sem var við störf á
heimili sínu við steikingu í
feiti, gætti ekki að því að feitin
var að ofhitna, sem endaði
með því að eldur kviknaði í
feitinni. Vegna vanþekkingar
brást hún þannig við, að hún
lét vatn renna í pott og hellti
yfir eldinn með þeim afleið-
ingum að eldurinn magnaðist
mjög mikið, feitin ýrðist um
allt og konan brenndist á
höndum og fótum.
Þetta hefði verið hægt að
koma í veg fyrir með þekk-
ingu í eldvörnum og viðbrögð-
um gegn eldi. Þar sem að einn
þáttur eldvarnaeftirlits er fyr-
irbyggjandi aðgerðir og upp-
fræðsla um eld og viðbrögð
við honum mun eldvarnaeftir-
lit Brunavarna Suðurnesja
halda námskeið í eldvömum
tímabilið 15. nóv. til 15. des.
fyrir starfsfólk fyrirtækja og
stofnana og geta væntanlegir
þátttakendur látið skrá sig í
síma eldvarnaeftirlitsins,
14748, frá kl. 10.00 til 17.00
daglega til 14. nóv. nk.
Eftir áramót verður svo
haldið annað námskeið fyrir
almenning og verður það aug-
lýst síðar. Fólki skal bent á að
það þarf aðeins að greiða fyrir
kostnað sem verður við hleðslu
slökkvitækja sem notuð verða
á námskeiðinu. Sé t.d. um 15
manna hóp að ræða mun verð
fyrir námskeiðið verða ca.
1700 kr. á mann, annan kostn-
að ber eldvarnaeftirlitið. Eld-
varnaeftirlitið vonar að sem
flestir sjái sér fært að nýta sér
námskeið þessi, því að starfs-
fólk þeirra stofnana sem eld-
varnaeftirlitið hefur haldið
námskeið fyrir telur sig vera
öruggara í starfi og betur und-
ir það búið að takast á við
óvæntar uppákomur á vinnu-
stað og heimilum eftir að hafa
tekið þátt í slíkum námskeið-
um.
Brunavarnir Suðurnesja
Eldvarnaeftirlit
15%
afsláttur af barna-
myndatökum út
nóvembermánuð
ATH.
20X25 CM PRUFU-
STÆKKUN FYLGIR
HVERRI MYNDA-
TÖKU.
VERÐ FRÁ
KR. 5.355,-
OPIÐ Á LAUGARDÖGUM HAUKUR INGI UÖSMYNDARI
BARNAMYNDATÖKUR - FERMINGAMYNDATÖKUR - BRÚÐARMYNDATÖKUR
AHUGAMiNN
'mim
VARDVEISLU SPARIFJAR
ATHUGIÐ:
FRÁ 1. NÓVEMBER
ERU VEXTIR Á KJÖRBÓK
21-23%
Enn sem fyrr reynist Kjörbókin eigendum sínum hinn
mesti kjörgripur. Grunnvextir eru 21%, fyrra
vaxtaþrepið gefur 22,4% og það síðara 23%.
Ársávöxtunin er því allt að 24,3%.
Jafnframt er gerður samanburður við ávöxtun
bundinna verðtryggðra reikninga á 6 mánaða fresti.
Sá hluti innstæðu sem staðið hefur óhreyfður allt
tímabilið fær sérstaka verðtryggingaruppbót, reynist
ávöxtun bundnu reikninganna hærri. Þar að auki er
innstæða Kjörbókar algjörlega óbundin.
Þessar fréttir gleðja áreiðanlega eigendur þeirra
70 þúsund Kjörbóka sem nú ávaxta sparifé í
Landsbankanum. Þær eru einnig gleðiefni fyrir þá
fjölmörgu sem þessa dagana huga að því hvar og
hvernig best sé að ráðstafa sparifé sínu.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Leifsstöð, sími 50200 - Sandgeröi, sími 37800
Grindavík, sími 68179