Víkurfréttir - 09.11.1989, Side 17
17
Lesendur
Yíkurfróttir
9. nóv. 1989
Hafnargötuvandamálið:
Aðdragandinn
Um þar síðustu helgi áttu
sér stað all óvenjulegir atburð-
ir. Ég er að sjálfsögðu að tala
um hinar fremur illa skipu-
lögðu mótmælaaðgerðir kefl-
vískrar æsku sem hafðar voru í
frammi aðfaranótt sunnudags
liðins; nætur sem seint mun úr
minni líða rólegum og ráðsett-
um Keflvíkingum.
,,Rúnturinn“ svokallaði,
sem liggur eftir Hafnargöt-
unni endilangri, og segja má
að markist af leifum gömlu
DUUS verslunarinnar í norðri
(snúningspunkturinn) og Aðal-
stöðinni í suðri (hangspunktur-
inn), hefur verið til staðar í
Keflavík allt frá því, ja og
í rauninni löngu áður en bréf-
ritari var lítið annað en smá
kláði í klofi föður síns!
En allt í einu var „Rúntin-
um“ lokað!: Slamm! Yðar ein-
lægur varð fyrir tilviljun vitni
að umræddum lokunaraðgerð-
um og hélt satt að segja að eitt-
hvað skelfilega hræðilegt hefði
gerst hér í hjarta bæjarins;
palestínskir hryðjuverkamenn
tekið Stapafell með vopnuðu
áhlaupi og héldu Hákoni þar i
gíslingu, eða eitthvað þaðan af
verra. Svo skyndilega var
Hafnargatan orðin líflaus,
köld, látin...
En síðan kom nú í ljós, til
allrar hamingju fyrir við-
skiptavini ofangreindrar versl-
unar, að lokunaraðgerðunum
var einungis ætlað að stöðva
umferð sjálfrennireiða um
þessa stórmerkilegu götu. Með
aðgerðum þessum átti augljós-
lega einnig að draga úr hætt-
unni á vissulega of tíðum rúðu-
brotum og öðrum skemmdar-
verkum við Hafnargötu. Það
er aðeins eitt, sem er skrítið við
það; þó krakkagreyin, eða
„skríllinn", eins og virðulegir
bæjarbúar kjósa að kalla
þennan hóp, séu vissulega
mörg hver snarvitlaus blá-
edrú, svo ég tali nú ekki um ef
þau hafa ,,óvart“ fallið ofaní
fösku af áfengi, eða bara lykt-
að af tappanum, þá held ég að
seint muni sannað að bílarnir
sjálfir stundi rúðubrot og önn-
ur skemmdarverk. Ekki þarf
nú snjallan heila til að sjá að
lokun götunnar fyrir bílaum-
ferð kemur tæpast í veg fyrir
rúðubrot!
Hneykslið...
I ritkorni þessu verða ekki
raktir í smáatriðum atburðir
þessarar örlagaríku nætur; ég
eftirlæt það snjallari æsifrétta-
mönnum en mér, eða þannig
sko! Ég læt hinsvegar nægja að
segja það eitt, og ég veit að
margir munu því sammála, að
aðgerðir ,,krakkanna“, (skríls-
lætin, eins og fína fólkið kallar
það) voru á vissan hátt skiljan-
legar. Já, já, en verið þið hæg;
það var auðvitað óverjanlegt
að vera með hávaðann (bíl-
flautið) utan við sjúkrahúsið;
það var alls ekki sniðugt að
skera hjólbarða lögreglubif-
reiðanna (hvað ef orðið hefði
stórslys á Reykjanesbrautinni
á sama tíma? Hugsaðu um
það, þú sem hélst á hnífnum og
heldur að þú sért svaka gæi!);
og það var heldur ekkert smart
að sjá öll glerbrotin á horni
Háholts og Þverholts. Þaðsem
ég á við með því að segja skilj-
anlegt er það að með aðgerðum
sínum var „yfirvaldið“ beinlín-
is að bjóða heim hættunni á
slíku uppistandi sem einmitt
átti sér stað um þar síðustu helgi.
Félagsfræði (eða al-
menn skynsemi!?)
Eftir því sem næst verður
komist, og vinsamlegast leið-
réttið mig ef rangt reynist, þá
var lokun Hafnargötunnar
ákveðin af yfirlögregluþjón-
unum í Keflavík (stórskrítið í
meira lagi aðslíkt ákvörðunar-
vald geti legið hjá tveimur
mönnum). Eg spyr nú 'bara
eins og fávís kona? Hefur mað-
urinn aldrei heyrt talað um sál-
fræði eða félagsfræði? Er mað-
urinn búinn að gleyma öllu
sem hann lærði í Lögreglu-
skólanum?, en þar er allmikið
kennt er bæði tengist sálfræði
og félagsfræði. Spyr sá sem
ekki veit!
Það sem gerðist aðfaranótt
sunnudagsins, og á ég þá helst
við það sem miður fór, eins og
t.d. atvikið við lögreglustöð-
ina, er afar cinföld félagsfræði.
Þegar yfirvaldið (hér lögregl-
an) gerir tilraun til að aðskilja
gangandi vegfarendur og bif-
reiðarnar, þ.e. að rjúfa eitt-
hvað sem ætíð hefur verið ein
órofa heild, þá er verið beinlín-
is að kalla á viðbrögð, æsa upp
unglingana. Þessi viðbrögð við
lokun Hafnargötu lýsa sér í
því að unglingarnir þjappa sér
enn frekar saman og þá, eins
og ég hefði haldið að blessaður
yfirlögregluþjónninn vissi
mætavel, fara að gilda allt
önnur lögmál hjá einstakling-
um innan hópsins. Félags-
fræðin kallar þetta fyrirbæri
ýmsum nöfnum og eitt þeirra
gæti verið hópsamviska (e.
Group Consciousness), þ.e. að
einstaklingur innan hóps fer
að haga sér samkvæmt allt
öðru mynstri en venjulega;
hann er fær um að framkvæma
hluti (t.d. að skera hjólbarða)
sem honum aldrei kæmi til
hugar að framkvæma ef ekki
Bær fyrir alla
„Með von um svör og fræðslu
um það sem til stendur að gera“
er endir á grein, undirrituð
„ESS“ í síðasta tbl. Víkur-
frétta, þarsemtjallaðerum D-
álmu við Sjúkrahús Keflavík-
urlæknishéraðs.
Stefna bæjarstjórnar Kefla-
víkur er að byggt verði við
sjúkralnisið hið bráðasta.
Hönnuð hefur verið svokölluð
D-álma. þar sem áætlað rýrni
er fyrir rúmlega 70 sjúklinga,
en það er sú stærð sem fyrir-
huguð hefur verið frá því að
byggt var við spítalann 1980.
Mikii þörf hefur verið fyrir
þessa viðbót eíns og allir hér
vita, en vandinn er sá að ekki
hefur fengist heimild frá tjár-
veitingarvaldinu til að hefjast
handa við bygginguna. Og það
sem verra er að slíkt lcyfi fæst
ekki í bráð. Því tilkynnt er að
engar nýjar framkvæmdir
vegna sjúkrahúsa í landinu
verða leyfðar.
Þörfin fyriru.þ.b. 70sjúkra-
rúm, sem gert var ráð fyrir við
hönnun D-álmu var vissulega
rétt metin á sínum tíma. því nú
eru um 40 sjúkir, sem dvelja á
Garðvangi og 25-30 manns
bíða eftir hjúkrunarvist.
Vandinn setn nú blasir viðer
að þetta ágæta fólk geti fengið
þá umönnun sem það á skilið,
en því miður, sjúkrarými er
ekki fyrir hendi. Ætla mætti að
framkvæmdaleyfi vegna D-
[Bær fyrir fólk íj
blóma , ,
lífsins?(5Q]
álmunnar fengist á þessu ári,
bæði vegna þeirra sem bíða og
allra þeirra sem eru á Garð-
vangi, en þar hefur dvalar-
heimili aldraðra breyst í
sjúkrastofnun af illri nauðsyn.
Vandi þeirrarstjórnskipuðu
nefndar sem nú hefur skilað
áliti markast af því, að heimild
til byggingar D-álmu er alls
ekki fáanlegt. Til þess að leysa
þennan brýna vanda er bent á
möguieika að innrétta hjúkr-
unarheimili í Grindavík í
byggingu aldraðra sem þar
hefur verið í smíðum.
Jafnframt er bent á að D-
álma verði aðrísajafnskjóttog
mögulegt er, vegna vaxandi
þarfar. Einnig er bent á að ef
núverandi hugmyndir um D-
álmuna ná ekki fram að ganga,
væri hugsanlega hægt að
byggja við sjúkrahúsið í tveim-
ur áföngum ogljúka þeim fyrri
og taka í notkun áður en áfram
yrði haldið.
Þar sem spurt er að öðru
leyti um hvað sé framundan í
málefnum eldri bæjarbúa vil
ég að eftirfarandi komi frani:
Áhersla er lögð á heima-
hjúkrun, til þess að auðvelda
fólki að vera lengur á heimil-
tim sínutn.
Byggðar verða 19 íbúðir
fyrir eldra fólk með svipuðu
sniði og þegar hefur verið
byggt að Kirkjuvegi 11 hér í
bæ.
Viðbygging er hafin við Hlé-
vang. Þar verður rými fyrir 36
manns í mjög vistlcgu hús-
næði.
Aukið húsnæði til tóm-
stunda og afþreyingar með því
að nota húsnæðið að Vestur-
braut 17 fyrir slíka starfsemi til
viðbótar núverandi húsnæði
við Suðurgötu.
Aðstaða verður góð fyrir
alla aldurshópa í hinni nýju
sundmiðstöð, sem verður til-
búin til notkunar á næstu 1-2
mánuðum.
Að lokum vil ég þakka
greinarhöfundi fyrir skrifin,
þó ekki séu þau undir fullu
nafni. því að ég hef þá trú að
öll umræða um þessi mál geti
verið til góðs og hjálpaðtil við
að flnna lausn á vandamálinu
og best væri ef umræðan mætti
verða til þess að fjárveitinga-
valdið kæmist að þeirri uiður-
stöðu að hagkvæmast væri að
byggja við sjúkrahúsið sem
fyrst, það væri allra hluta
vegna best, ekki síst með tilliti
til hagkvæms reksturs, eins og
margoft hefur verið bent á.
Guðfinnur Sigurvinsson,
bæjarstjóri.
kæmi til hópurinn. Ég horfði
sjálfur á ákveðna unglinga
þessa nótt haga sér einmitt
samkvæmt þessu mynstri, og
varð þá um leið vitni að þessu
afar merkilega, en sáraein-
falda félagsfræðilögmáli.
En svo ég reyni nú að botna
mitt blaður, þá vil ég segja það
að margumræddar lögregluað-
gerðir eru eitthvað það fárán-
legasta sem ég hef orðið vitni að
í langan tíma, og lýsir þetta að
mínu mati furðulegri vanþekk-
ingu hlutaðeigandi á að meta
afleiðingar slíkra aðgerða sem
gripið var til. Hvort lausnirnar
liggja í því að útvega „skríln-
um“ ákveðna samkomustaði,
sem vissulega verður engin
vanþörf á nú eftir að STAP-
INN verður orðinn vínveit-
ingastaður skal ósagt látið,
enda eru hugsanlegar lausnir
efni í aðra og meiri grein.
Yðar cinlægur,
Djon Dó
Dugnað-
arfólk
Ég skrapp í hús eina kvöld-
stund núna í vikunni. Þar var
margt fólk saman komið, sum-
ir voru að horfa á sjónvarp,
aðrir voru að spjalla saman.
Það var fimmtudagskvöld.
Víkurfréttir lágu þarna á borði
og kunningi minn fór að fletta
þeim. Jú, það hefur sloppið hjá
mér núna sagði hann. Ha,
hvað hefur sloppið sagði ég. O,
ekkert sérstakt sagði hann, ég
hugsaði bara upphátt, fyrir-
gefðu.
Hver ætli hún sé annars
þessi Pollyanna? U m hvað ertu
að tala sagði ég og kíkti yfir
öxlina á honum. Ja hérna, sú
er aldeilis léttlynd, en það er
nú kannski eitthvað til í þessu
hjá henni. Hvernig er annars
með þig, eru ekki börnin farin
að heiman, er þig ekki farið að
langa til að minnka við þig? Ja,
það væri nú ekki svo vitlaust
sagði hann, þetta er eiginlega
alltof stórt sem við búum í,
konan er farin að byrja jóla-
hreingerninguna í ágúst til að
vera viss um að verða búin fyr-
ir jól og við erum rétt farin að
jafna okkur eftir allt jólaum-
stangið, þegar henni finnst
vera kominn tími til að gera
vorhreingerninguna. Ég
hjálpa henni nú alltaf við
þetta, en þetta fer bara alveg
að ná saman hjá okkur.
Hann stóð upp, þakkaði
fyrir kaffið og kökurnar og
sagðist þurfa að flýta sér heim,
hann hefði lofað konunni að
vera ekki lengi af því að þau
ætluðu að taka til á háaloftinu.
Kveðja, Pollyanna.