Víkurfréttir - 09.11.1989, Qupperneq 21
Skóla- og félagsmál
Málaskólinn með
ferðamálanámskeið
Málaskólinn í Borgartúni
bryddaði í haust upp á skemmti-
legri nýjung í starfsemi sinni er
hann bauð upp á Ferðamálanám-
skeið. A námskeiðinu er lögð
áhersla á að kynna nemendum hin
ýmsu störf sem tengjast ferða-
mannaþjónustu. Sú mikla aukn-
ing sem orðið hefur i ferðamanna-
straumi til íslands undanfarin ár
hefur leitt til þess að vantað hefur
fleira hæftfólktilaðsinnastörfum
tengdum ferðamannaþjónustu.
Með þetta í huga fékk Málaskól-
inn til samstarfs við sig fólk með
langa reynslu í störfum við ferða-
mannaþjónustu, fólk sem unnið
hefur á ferðaskrifstofum við af-
greiðslu farþega í flughöfnum og
einnig fólk sem hefur stundað nám
í erlendum ferðamannaskólum til
að skipuleggja námskeið og miðla
nemendum af reynslu sinni. Út-
koman varð 176 stunda námskeið
þar sem kennt er m.a. skipulagn-
ing og þróun ferðamála, störf
tengd flugi og flugafgreiðslu, störf
á ferðaskrifstofu, markaðsfræði,
innlendir og erlendir ferðamanna-
staðir og tungumál. Nú þegar hafa
tvö námskeið hafið göngu sina en
hugmyndin er að fara af stað með
eitt slíkt námskeið í Keflavík
innan tíðar.
Inn í námskeiðið er fléttað vett-
vangsheimsóknum í ýmis fyrir-
tæki í ferðaþjónustu. Síðastliðinn
sunnudag var fólk af námskeiðinu
í starfskynningu upp í Leifsstöð og
var ekki annað að sjá en að áhug-
inn skini af hverju andliti. Sindri
Sveinsson, afgreiðslustjóri Flug-
leiða, sem jafnframt kennirá nám-
skeiðinu, var í óðaönn aðlýsa fyrir
nemendum þeim atriðum sem þeir
þyrftu að þekkja við bókun far-
þega. Við stóðumst ekki mátið og
spjölluðum við tvo þátttakendur
héðan af Suðurnesjum sem hafa
sótt námskeiðið alla leið til
Reykjavíkur.
Málaskólinn hefur ákveðið að
vera með eitt ferðamálanámskeið
hér i Keflavík þar sem mjög marg-
ar fyrirspurnir um námskeið hafa
borist til þeirra héðan af Suður-
nesjum. Kynningarkvöld fyrir
námskeiðið verður haldið í Flug
Hótelinu á fimmtudagskvöld
klukkan hálf níu.
Jóhanna Þórarinsdóttir, gjald-
keri í Landsbankanum: Eg hef allt-
af haft mikinn áhuga á ferðamálum,
allt í kringum ferðamannaþjónustu
hcfur ávallt heillaðmig. Þegarégsá
auglýsinguna frá Málaskólanum
hringdi ég strax og fékk sendan
bækling um námskeiðið. Eg lét skrá
mig á námskeiðið með hálfunt huga,
hélt að e.t.v. fengi ég lítið út úr
þessu. En það get ég sagt þér að ég
varð svo sannarlega ekki fyrir von-
hrigðum, námskciðið er í einu orði
sagt frábært. Við fáum mjög góða
kcnnslu um hin ýmsu störf i ferða-
þjónustu og cinnig er félagsskapur-
inn æðislcgur.
21
VÍkurfnRttir
Guðmunda Helgadóttir, hús-
móðir: Þegar ég sá ferðamálaaug-
lýsinguna frá Málaskólanum
hringdi ég strax og lét skrá mig. Eg
get hiklaust tekið undir með Jó-
hönnu. Eg er alveg viss um að nám-
skeiðið á eftir aðkoma mér að mikl-
um notum ef ég fer að starfa við
ferðamannaþjónustu, t.d. á ferða-
skrifstofu eða við flugafgreiðslu.
Fyrir fólk sem hefur áhuga á þess-
um málum mæli ég hiklaust með
þessu námskeiði auk þess er þetta
svo bráðskcmmtilegt, ég hlakka til
hvers einasta tíma.
Vetrarstarf Bjarma
Eins og flestum er kunnugt
er Bjarnii, félag um sorg og
sorgarferli á Suðurnesjum.
Vetrarstarfið er hafið af fullum
krafti. Nýverið kom Álfheiður
Steinþórsdóttir, sálfræðingur,
á fund hjá félaginu og fjallaði
um skilnað og missi.
Kynningarfundur
í Grindavík
Mánudaginn 13. nóv. verð-
ur starf félagsins kynnt í safn-
aðarheimilinu í Grindavík og
hefst fundurinn kl. 20.30. Ný-
kjörin stjórn Bjarma kemur á
fundinn, kynnir starfið og sit-
ur fyrir svörum. Formaður fél-
agsins, Ólafur Oddur Jóns-
son, flytur erindi sem hann
nefnir: í návist dauðans.
Grindvíkingar og aðrir Suður-
nesjamenn eru velkomnir á
fundinn.
Samverustundir í
Kirkjulundi í Keflavík
Nærhópur verður síðan
starfandi í Kirkjulundi, efri
sal, og kemur hann saman
einu sinni í viku, 5 vikur í röð,
fyrst miðvikudaginn 15. nóv.
k). 20.30. Samverustundunum
lýkur 13. des. Leiðbeinendur
verðá Hjörtur Magni Jó-
hannsson og Ólafur Oddur
Jónsson.
Ekkjur og sorg
Miðvikudaginn 29. nóv-
ember kl. 20.30 heldur Ólöf
Ólafsdóttir, prestur og kenn-
ari, erindi um ekkjur og sorg í
Kirkjulundi. Ólöf skrifaði sér-
efnisritgerð við guðfræðideild
H.í. vorið 1987, þar sem hún
fjallaði um sorg og sorgarferli,
einkum stöðu ekkjunnar í
samfélaginu.
Allir sem finna þörf hjá sér
eru velkomnir á fundi Bjarma.
Stjórnin mun senda frá sér fél-
agsbréf, svo starfið fari ekki
fram hjá félagsmönnum og
þeir geti kynnt það öðrum sem
það á brýnt erindi við.
Ólafur Oddur Jónsson
smá
auglýsingar
Til leigu
Herbergi með snyrtingu
og sér inngangi. Upplýsingar í sim-
um 12985 og 14484 eftir kl. 19.
2ja herbergja íbúð
að Þórustíg 24A í Ytri-Njarðvík.
Upplýsingar í síma 12896 eftir kl.
19.
3ja herbergja íbúð
á góðum stað í bænum. Mánaðar-
greiðslur. Upplýsingar í síma
11859 eftir kl. 19.
íbúð til leigu
2ja herbergja. Uppl. í síma 12716
eftir kl. 20.
Einbýlishús
á rólegum stað í Grindavík. Uppl. í
síma 68653.
Leiga/sala
Einstaklingsíbúð. Upplýsingar í
símum 91-678946 eða 91-41466.
2ja herbergja
ibúð í Njarðvík. Uppl. í síma
12604.
Til sölu
Góður klæðaskápur
Upplýsingar í síma 11859 eftir kl.
19.
Sófasett
vel með farið 3+2+1 með pluss-
áklæði. Verð ca. 30 þúsund. Úppl. í
síma 11863 eftir kl. 18.
Rafmagns eldunarhella
lítið notuð (2 saman) á kr. 5.000.
Einnig Monroe 473m reiknivél á
kr. 10 þúsund. Uppl. 1 síma 14605
eftir kl. 18.
Borðstofuborð
notað, stólar, hansahillur, skápar,
loftljós og ýmislegt fleira. Upplýs-
ingar 1 síma 12329 eftir hádegi.
Hjónarúm
vel með farið, gott verð. Uppl. í
síma 11520.
Isskápur
fimm ára, tvískiptur. Verð ca. 25
þúsund kr. Uppl. í síma 13084.
Barnavagn
Silver Cross, stærri gerð, verð kr.
20.000. Einnig fururúm, 120X200
sm., verð kr. 10.000. Uppl. í síma
68643.
Emaliunga kerra
á 4.000 kr., barnarúm á 2.000,
Hókus Pókus stóll á 1.500, Britax
bílastóll á 1.000 og Baby Björn
stóll á kr. 1.000. Uppl. i síma
14946.
Borðstofusett og sex stólar
Vel með farið. Uppl. í síma 15181
eftir kl. 20.
Sóluð vetrardckk
ónegld, til sölu, stærð 165X13.
Selst mjög ódýrt. Upplýsingar í
síma 15992.
Ódýr bíll
en mjög góður, Fiat 127 station.
Mjög hentugur vinnubíll. Upplýs-
ingar á Víkurfréttum.
Notað sjónvarp
ekki minna en 22ja tommu óskast,
auðvitað ódýrt. Upplýsingar í síma
14717 eða 13707 á kvöldin.
Ýmislegt
I.O.O.F. 13=17111138'/2 = EI.
Borðstofusett óskast
Borð og sex stólar óskast á lágu
verði til að gera upp. Uppl. í síma
15194 eftir kl. 20.
Barnapössun
Hef leyfi. Uppl. 1 síma 13317.
Alhliða trésmíðavinna
Tek að mér alhliða trésmíðavinnu.
Uppl. í síma 11543.
Valþór Sigþórsson,
húsasmiðameistari.
Þorv. Ari Arason hrl.
veitir alhliða lögfræðiþjónustu að
Lyngbraut 10, Garði, sími 27224.
Óskast til leigu
Rúmgott geymsluherbergi
óskast til leigu fyrir búslóð. Upp-
lýsingar í síma 11281 (Hulda)eftir
kl. 17.
Köttur tapaðist
Grá bröndóttur köttur tapað-
ist frá Greniteig þriðjudaginn
7. nóv. Þeir sem hafa orðið
hans varir vinsamlegast
hringið í síma 12873.
ATVINNA
Vélvirki, plötusmiður eða maður vanur
dieselvélum óskast.
Einnig óskum við eftir verkamönnum.
Mikil og örugg framtíðarvinna.
Upplýsingar í síma 68699.
FISKIMJÖL OG LÝSI HF.
Vélsmiðja í Sandgerði
til sölu í fullum rekstri. Ca. 230 m2 eigið
húsnæði. Upplýsingar í símum 37454 og
37854 á vinnutíma og 37606 á kvöldin (Sól-
veig).
Verkamannabústaðir/
Kaupleiguíbúðir
Óskað er eftir umsóknum um verkamanna-
bústaði eða félagslegar kaupleiguíbúðir,
sem úthlutað verður í Njarðvík á árinu
1990. Umsækjendur hafi samband við
skrifstofu stjórnar Verkamannabústaða
Njarðvík, Hafnargötu 80, fyrir 24. nóv. nk.
Verkamannabústaðir/
Kaupleiguíbúðir
Óskað er eftir umsóknum um verkamanna-
bústaði eða félagslegar kaupleiguíbúðir,
sem úthlutað verður í Keflavík á árinu
1990. Umsækjendur hafi samband við
skrifstofu stjórnar Verkamannabústaða
Keflavík, Hafnargötu 80, fyrir 24. nóv. nk.