Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1991, Síða 6

Víkurfréttir - 17.01.1991, Síða 6
6 A beininu Víkurfréttir . janúar1991 'o' Námskeið í að- hlynningu aldraðra og sjúkra haldið á Suðurnesjum Fyrirhugað er að halda 2ja daga námskeið í aðhlynningu aldraðra og sjúkra á vegum Rauða Kross-deildarinnar á Suðumesjum. Námskeiðið er ætlað fólki sem tekur þátt í og veitir öldruðum sjúkum aðhlynningu, s.s. starfsfólki á öldrunarheimilum, heima- hjúkrun og aðstandendum aldraðra sjúkra í heimahúsum. Ef næg þátttaka fæst verður námskeiðið haldið 2. og 3. febrúar n.k. Nánari upplýsingar gefa frá kl.17 til 19: Gísli Viðar Harðarson, sími 11195, Þórunn Benediktsdóttir, sími 11927, Baldur Baldursson, sími 13627, Fræðslunefnd Rauða kross deildar á Suðurnesjum. KONUR - SNYRTING Vantar konur í pökkun og snyrtingu strax! Brynjólfur hf. Njarðvík Sími 14666. „Þetta er engin klíka" Miklar umræður hafa verið manna á milli um framtíð skemmtistaðarins Glaumbergs og hús aldraða við Vesturbraut í Keflavík. Er fullyrt m.a. að hópur manna vilji aldraða út úr húsinu, en fá það til útleigu og reksturs fyrir aðeins 20 millj- ónir króna. Sé þetta hópur í kringum Ragnar Örn. Vegna þessa þótti blaðinu vert að hefja þátt þennan með að taka Sigurjón R. Vikarsson sem er einn af forvígismönnum fyrir hópi einstaklinga sem á- huga hefur sýnt fyrir kaupum á húsinu, á beinið. En húsið hefur verið lokað frá ára- mótum, er leigusamningurinn rann út. Fyrsta spurningin sem lögð var fyrir Sigurjón var þessi: -Hverjir standa aö hóp þess- um? „Hópur manna sem hefur á- huga á að starfrækja þennan stað“. -Hvers vegna viljið þið kaupa reksturinn og húsið? „Þessi hópur vill ekki að staðnum verði lokað, þar sem við teljum það nauðsynlegt að hér í bæ sé gott danshús. Þá tengist hópnum menn sem eru í ferðaþjónustu og aðrir er á- huga hafa á ferðaþjónustu og að þeirra mati, verður þessi staður að vera til, þannig að hér sé hægt að bjóða til stórra ráðstefna o.fl.“ -Verður Ragnar Örn með í „pakkanum“? „Það hef ég ekki hugmynd um. Þeir sem borga hlutafé, verða með. Þetta er enginn klíka. Það er ekki farið í manngreiningaálit". -Er hugmynd ykkar að fá húsið á silfurbakka? „Það væri ekkert verra. En engu að síður þá erum við ekki að biðja neinn að gefa okkur neitt. Við viljum borga sanngjamt markaðsverð fyrir húsið og ef einhverjir aðrir vilja borga meira, þá er þeim það guð velkomið. Við munum ekki leggja stein í götu þeirra. Þetta 20 milljóna króna tilboð var sett fram til að opna umræðugrundvöll og síðan við gerðum það var skipuð nefnd til að meta húsið og hún fékk sínar tölur, en þær sem slíkar eru ekki meiri sannleikur, en okkar. Að verðmeta svona hluti er alltaf erfitt, en sannleikurinn er bara sá að enginn hlutur er meira virði en einhver vill borga fyrir hann“. -Hversvegna viljið þið úthýsa þeim öldruðu úr húsinu? Sigurjón R. Vikarsson. „Við viljum ekki úthýsa nein- um úr þessu húsi og buðum við bænum m.a. húsið til leigu fyrir aldraða og unglinga sem ekki hafa átt í mörg hús að vemda hér í bæ á undanfömum ámm. Svo má segja að það sé erfitt að úthýsa þeim sem aldrei hafa fengið að nota húsið. Hverjum það er að kenna að t.d. aldraðir hafa ekki fengið not af húsinu veit ég ekki. Húsið hefur verið í eigu bæjarins og þeir hafa ráð- stafað því eins og þeim hefur hentað". -Hvaða hugmyndir eru þið með um reksturinn? „Okkar hugmynd er að reka þama öflugan samkomustað, fyr- ir alla Suðumesjamenn. jafnt unga sem aldna og að reyna að nýta húsið til ráðstefnuhalds og með því skjóta styrkari stoðum undir uppbyggingu ferðaþjónustu á Suðumesjum. Þetta er ekkert fjögra ára flog, sem menn fá fyrir kosningar, um uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er hugsað til að skjóta sterkari rótum fyrir atvinnulífið hér á svæðinu". -Hvenœr gerist eitthvað ímál- inu og á liverju strandar? „Það hef ég ekki hugmynd um. Einfaldlega vegna þess að þetta mál er flóknara en í upphafi var haldið. Á hverju strandar? Það em margir þættir í þessu máli sem em erfiðir úrlausnar. Þessi umræða hefur staðið nú yfir í tvo mánuði og tíminn hefur ekki unnið með okkur. Málið er flókið og ill við- ráðanlegt. Þvf lengri tími sem líður að lausn fáist, þá minnkar á- huginn í okkar hópi. Eg vil taka það fram í lokið að við sem í þessum hópi em, emm ekki að reyna að hafa fé af Fram- kvæmdarsjóði aldraða. Með því að kaupa húsið á einhverju sann- gjömu verði, emm við að skapa framkvæmdarsjóðnum mögu- leika á að sinna málefnum aldr- aðra betur, en þeir hafa getað gert á undanfömum ámm. Aldraðir í Keflavík eiga allt það besta skilið og ef af þessum kaupum verður, þá verða þeir ör- ugglega betur settir með sín mál, heldur en þeir hafa verið með eign sína á Vesturbrautinni. Telji einhverjir sig vilja borga hærra verð en þessi hópur, þá eiga þeir að gefa sig fram hið fyrsta, því ekki viljum við hlunnfara neinn eða standa í vegi fyrir neinum, þessi hópur vill númer eitt, að húsið verði áfram í starf- semi og vonandi gerist það sem fyrst“ sagði Sigurjón R. Vik- arsson að lokum. UTSALA Meiriháttar útsala á fatnaöi og náttfatnaði í tilefni 6 ára af- mæli versl- unarinnar bjóöum viö 40% afslátt af BARBARA undirfatnaöi HAFNARGOTU 24 - Sími 13255 Skrifstofustjóri Víkurfrétta, Stefanía Jónsdóttir, dregur nöfn verðlaunahafanna úr réttum lausnum í verð- launamyndagátunni 1990. Ljósm.: hbb. Verölaunamyndagátan: Á annað hundrað lausnir bárust Vel á annað hundrað lausnir bárust við verðlaunamyndagátu þeirri sem birtist hér í blaðinu fyrir jól. Virðist lausnin hafa vafist fyrir mörgum, því mikið var um röng svör. Hið rétta svar var: Atvinnumál Suðumesja hafa verið ofarlega á baugi í umræðu meðal ntanna og kvenna á liðnu ári. Dregið hefur verið úr réttum lausnum og komu bóka- verðlaunin sem Bókabúð Keflavíkúr hefur gefið þannig. 1. verðlaun: Öldin okkar, kom í hlut Gerðar Eyrúnar Sig- urðardóttur, Fífumóa 5c, Njarð- vík. 2. verðlaun: Ævisaga Kristjáns Jóhannssonar kom í hlut Magneu Einarsdóttur, Heiðarbrún, Kelduhverfi og 3. verðlaun: Margir vildu hann feigan, eftir Kristján Pétursson kom í hlut Ingibers Ólafssonar, Hátúni 31, Keflavík. Eru hlutaðeigandi aðilar beðnir um að hafa samband við Emil Pál hjá Víkurfréttum vegna viðtöku á verðlaununum.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.