Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1991, Side 13

Víkurfréttir - 17.01.1991, Side 13
Félagsmál Víkurfréttir 17. jan. 1991 Kaldalóns-tónleikar Karlakórs Keflavíkur og Kvennakórs Suöurnesja Það var stolt ..Keflavíkur- stúlka" sem gekk út úr Lang- holtskirkju eftir tónleikana I2. jan. s.I. Tónleikarnir voru frábærir á allan hátt. kórarnir samstilltir og hljómandi. Það er yndislegt hvað stjórnandinn Sigvaldi Snær Kaldalóns nær fegurð og mýkt laga Kaldalóns og falleg var út- færsla hans á láginu „Svanurinn minn syngur", einnig voru lög stjómandans og trænku hans Selmu Kaldalóns falleg og vel flutt. „Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni". Anna Margrét Kalda- lóns, dóttir stjómandans söng mjög vel með sinni einkennilegu rödd. Steinn Erlingsson, Guðmund- ur Ólafsson og Sverrir Guð- mundsson sungu mjög vel en María Guðmundsdóttir hitti beint í hjartastað, hún söng yndislega. Einar Örn Einarsson söng „Al- faðir ræður". mjög vel og var túlkun hans frábær og „Betli- kerlingin" sem hann söng í for- föllum Hlífar Káradóttur, var mjög vel sungin. Það var skemmtilega tilfundið hjá söng- stjóranum að syngja „Sveinka káta" meðan blandaði kórinn var að stilla sér upp, lag sem alltaf er gaman að heyra. Blandaði kórinn var mjög góð- ur og reis söngur hans hæst í „Dansinum í Hruna" frábær.... I einu orði sagt, þessir tónleikar voru yndislegir og gaman að halda á lofti hinum fallegu lögum Kaldalóns, sem alltaf ylja um hjartarætur, þegar á er hlýtt. Væri óskandi að þessir kórar undir stjórn Sigvalda Snæs héldu áfram að syngja svo fallega fyrir Kefl- vikinga og Suðumesjamenn, já landsmenn alla. Bestu þakkir fyrir ógleyman- lega og yndislega tónleika. Jóhanna Kristins Sálarrannsóknar- félag Suöurnesja auglýsir Almennur skyggnilýsingafundur meö ís- lenska miölinum Þórhalli Guömundssyni veröur í Félagsbíói þriöjudaginn 22. jan- úar kl. 20.30. Húsiö opnar kl.19.30. Stjórnin Afgreiöslumaður á bensínafgreiðslu Afgreiðslumaður á bensínafgreiöslu ósk- asf. Umsóknareyðublöð á sfaönum. Bensínsalan BÁSINN Vatnsnesvegi 16 Keflavík OPIÐ HUS Björgunarhraöbáturinn Sæbjörg: Breyting á eignaraðild Breytingar hafa orðið á eign- araðild Björgunarsveitanna Ægis og Sigurvonar í björg- unarhraðbátnum Sæbjörgu. Hefur björgunarsveitin Ægir selt Sigurvonamtönnum sinn hlut í bátnum. Björgunarsveitimar keyptu bátinn 1985 og var eignaraðild hvorrar sveitar 50%. Stangveiöifélag Keflavíkur verður meö OPIÐ HÚS í Iðnsveinafélagshúsinu viö Tjarnargötu á morgun, föstudag, 18. janúar kl.20.30. Gestir fundarins veröa þeir Jón Skelfir og Þröstur Elliðason. Nefndin Ósk Benediktsdóttir verður 20 ára 22. janúar. Vonumst eftir partýi. Vinnufélagar Kyntröll Suðumesja 1990, Eirík- ur H. Eiríksson, verður þrítugur laugardaginn 19. jan. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu. Hringbraut 68. Keflavík. Tvaer úr klúbb 8-4 Útsala í Dropanum

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.