Víkurfréttir - 17.01.1991, Qupperneq 15
Víkurfréttir
janúar1991
Stein - grímur
Nýverið barst mér í hendur
3. tölublað Suðumes, út-
gefandi framsóknarfélögin á
Suðumesjum.
I þessu blaði er þriggja
sfðna viðtal við Steingrím
Hermannsson, þar sem koma
fram hans viðhorf til ýmissa
mála.
Vegna þess að Steingrímur
gegnir talsvert mikilverðu
hlutverki í íslenskum stjóm-
málum fram að næstu kosn-
ingum, og líka vegna þess að
hann er einn af fulltrúum
okkar Suðumesjamanna á Al-
þingi, er rétt að almenningur
kynni sér hvað hann hefur til
málanna að leggja.
Fram kemur í viðtalinu að
Steingrímur er sérlega á-
nægður með árangur, rík-
isstjómar sinnar, í efna-
hagsmálum.
Eg spyr hvaða efna-
hagsmálum?
Er hann þá að tala um rík-
isbúskapinn, þar sem ekki
stendur steinn yfir steini, trú-
lega fyrir mikla stjómvisku
hans sjálfs og sam-
starfsmanna?
Getur verið að þessi efna-
hagsmál sem Steingrímur er
svo ánægður með tengist á
einhvem hátt síðasta fjár-
lagafrumvarpi?
í D.V. þann 20. des. 1990
á bls. 31 segir m.a. að
"þensluhalli" umrækkra fjár-
laga sé ca. 16 milljarðar, og
stóraukinn eyðsla ráðu-
neytanna valdi þar mestu.
Ekki furða þó Steingrímur sé
hreykinn. Eða er Steingrímur
kannski (lfka) að tala um
efnahagsmál heimilanna í
landinu, þar sem sívaxandi
„...Býr þessi Stein-
grímur örugglega
hérlendis? Og ef
svo er, hefur hann
þó aldrei komiö út
úr húsi, eöa bíl,
eöa upp úr
vöölunum........
skattheimta og kjaraskerðing
veldur því að tvær mann-
eskjur vinna tæplega lengur
fyrir einni fjölskyldu?
Steingrímur lýsir í við-
talinu líka ánægju sinni með
yfirstjóm fiskveiða.
Sú yfirstjóm er eingöngu í
hondum flokksbróður Stein-
gríms, Halldórs Ásgrímssonar
og ber meiri keim af einræði
en lýðræði.
Lög um stjóm fiskveiða
sem lamin voru í gegnum Al-
þingi á síðasta vori, eru líka
merkilegt plagg. um þau hef-
ur verið sagt á Alþingi að þau
séu bæði stjómarskrár og
mannréttindabrot, og því er ég
sammála. Sannarlega ástæða
fyrir Steingrím og fleiri að
gleðjast yfir því afreki.
Áðumefnt viðtal í 3. tölu-
blaði Suðumess 1990 vakti
mér sífellt meiri furðu eftir því
sem lengra leið á lesturinn og
að honum loknum gat ég ekki
á mér setið.
Býr þessi Steingrímur ör-
ugglega hérlendis? Og ef svo
er, hefur hann þá aldrei komið
út úr húsi, eða bfl, eða upp úr
vöðlunum. Getur verið að það
sambands- og skilningsleysi á
íslensku þjóðarlífi sem kemur
fram í viðtalinu sé eðli-
legtfyrir mann í hans stöðu?
Getur verið að sú sjálfumgleði
sem kemur fram í viðtalinu sé
vísbending um, að við Suð-
umesjamenn og aðrir lands-
menn, ætlum, að gefa Stein-
grími frí frá illa launuðum
þingstörfum um ókomin ár.
Sandgerði 3. janúar 1991.
Eiríkur Ragnarsson.
VÍKURFRÉTTIR
SÍMARNIR ERU 14717 OG 15717
Þorra
blót
Þorrablót Kvenfélagsins Njarðvík verður
haldið laugardaginn 26. janúar n.k. og
hefst kl. 19.
Aðgöngumiðar verða seldir fyrir félags-
konur milli kl. 16.00 og 17.00 mið-
vikudaginn 23. janúar og fyrir almenning
kl. 17.00-18.00 sama dag.
Nefndin.
HJARTANS ÞAKKIR
sendum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og
vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs föðurs,
sonar og bróður
SIGURÐAR J. BERGMANNS
Sérstakar þakkir til Landhelgisgæslu íslands og
starfsmanna hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Helga Sigurðardóttir
Sigríður Gísladóttir
Þorsteinn Bergmann Valgerður Ingimundardóttir
Magnús Bergmann Bjarni Bergmann
Gunnar Bergmann Anna Gunnarsdóttir
HJARTANS ÞAKKIR
sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og
samúð við andlát og útför konu minnar, dóttur, systur
og frænku,
Agnesar Ingvarsdóttur,
Sólvallagötu 46, D,
Jan Rooyackers
Ingvar Guðfinnsson
Steinunn Ingvarsdóttir Sverrir Halldórsson
Gunnar Ingvarsson Jófríður Guðjónsdóttir
Hólmfríður Ingvarsdóttir Stefán Björnsson
Angela G. Guðjónsdóttir Einar Grétar Björnsson
Fjóla Sigurðardóttir
Hlutavelta
Þessar stúlkur heita Harpa Gunnarsdóttir og Sæunn Sæ-
mundsdóttir og þær héldu hlutaveltu á dögunum til styrktar
Þroskahjálp á Suðurnesjum. Söfnunarféð var 830 krónur, sem
þær hafa þegar afhent. Ljósm.:hbb
F élagsmálastofnun
Keflavflkurbæjar
Orðsending til eldri borgara í Keflavík
Keflavíkurbær hefur tekið við starfsemi
Styrktarfélags aldraða Suðurgötu 12-14.
Starfsemin hefst mánudaginn 21. janúar
kl. 14.00. Spiluð verður félagsvist og föndrað.
Verið velkomin.