Víkurfréttir - 17.01.1991, Síða 19
íþróttir
Úrvalsdeildin:
UMFG tryggði sigur á
lokasekúndunni
Karfa Guðmundar Braga-
sonar tryggði Grindvíkingum
sigur á lokasekúndunni í viður-
eign þeirra við Valsmenn á
þriðjudagskvöld í Grindavík.
ieiknum lauk með 72 stigum
heimamanna gegn 71 Vals-
manna.
Grindvikingar byrjuðu vel og
áttu undirtökin í fyrri hálfleik
og komu Valsmönnum oft í
opna skjöldu.
Heimamenn slökuðu hins
vegar á í síðari hálfleik og
sýndu Völsurum ekki víg-
tennurnar. Það færðu gestirnir
sér í nyt og komust yfir, en
leikurinn var í jámum allt þar til
bjallan hringdi, en þá hitti sig-
urskot Guðmundar Bragasonar
körfuna.
Atkvæðamestur í liði UMFG
var Dan Krebbs sem skoraði 18
stig og næstur kom Guðmundur
með 17 stig.
50% vítanýting varö UMFN aö falli
SLEN
yfir mannskapnum
Njarðvíkingar máttu þola tap
gegn Haukum ( íþróttahúsinu í
Hafnarfirði sl. sunnudag.
Haukar sigruðu með 92 stigum
gegn 90. Staðan í leikhlé var
45-39 Haukum ívil.
Eftir leikhlé hresstust Njarð-
vfkingar og náðu forystu. Ron-
day Robinson fór þá á kostum í
liði UMFN og réði hinn hárlausi
Damon Vance ekkert við hann.
„Það var eins og liðið hefði
vanmetið Haukana og ýmsir
lykilmenn voru hreinlega ekki
með á nótunum. Vítanýtingin
var ekki nema 50% og það
gengur bara alls ekki upp. Við
munum hins vegar koma sterkir
til leiks gegn KR-ingum enda
unt toppslag að ræða og stigin
mikilvæg" sagði Friðrik Ingi
Rúnarsson, þjálfari UMFN.
Bestur í liði UMFN var Ronday
Robinson sem virðist vera nán-
ast óstöðvandi bæði í sókn og
vöm. Aðrir í liði UMFN léku
talsvert undir getu þó svo að
Teitur hafi einstaka sinnum gert
góða hluti í síðari hálfleik.
Rondey var stigahæstur
Njarðvíkingar með 38 stig og
Teitur næstur með 15 stig. Jón
Amar hjá Haukum skoraði 26
stig og Damon Vance 21.
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
„Góð vörn bar
árangur“
sagöi Jón Kr. Gíslason eftir sigur ÍBK á
Grindvíkingum 85-82 í Grindavík
ég óhress hve fá fráköst við
tökum og það verðum við svo
sannarlega að bæta ef við ætlum
okkur sigttr á Tindastóli" sagði
Jón Kr.
Bestur í liði JBK var Falur
Harðarson. sem átti stórleik.
Einnig var Albert Oskarsson
nijög góðan leik, tók mörg frá-
köst og var di júgur við að skora.
Þá stóð Júlíus Friðriksson sig
vel í vörninni þann stutta ttma
sem hann var inná. Hjá Grind-
víkingum var Jóhannes Krist-
bjömsson bestur. Hann hitti vel
og átti góðar sendingar. Guð-
mundur Bragason var einnig
góður ásamt Rúnari Ámasyni
sem tók mikið af fráköstuni.
Stigahæstir:
UMFG: Jóhannes 21, C.uð-
mundur 19 og Krebbs 18.
ÍBK: Falur 27, Albert 15 og
Lytle 14.
„Við lékum góða vöm í síðari
hálfleik og það bar árangur"
sagði Jón Kr. Gíslaon, þjálfari
ÍBK eftir sigur á Grind-
víkingum í íþróttahúsinu f
Grindavík sl. fimmtudagskvöld.
Lokatölur urðu 82-85 eftir að
heimamenn höfðu haft yfir í
leikhlé, 50-46.
Leikurinn var frá upphafi
æsispennandi og jafn þó UMFG
hafi haft frumkvæðið framan af.
Þttð var svo Falur Harðarson
sem hristi af sér slenið og sýndi
hversu megnugur hann er. Falur
skoraði grimmt og barðist ;tf
hörku í vöminni. Jóhannes
Kristbjörnsson var hins vegar
allt í öllu hjá Grindvíkingum og
var leiðinlegt fyrir hann að
ntissa boltann í hendumar á
Kefivíkingum á lokamínút-
unum þegar Ieikurinn var í
járnum. „Þegar vamarleikurinn
er góður verður sóknarleikurinn
alltafmarkvissari. Hins vegarer
Falur Harðarson verður ásamt Thomas Lytle og öðrunt
Keflvíkingum í baráttunni í kvöld gegn Tindastóli.
í KVÖLD
Tindarnir
gegn ÍBK
í kvöld taka Keflvíkingar á móti liði Tindastóls í íþróttahúsi
Keflavíkur og hefst leikurinn kl.20. Keflvíkingar eiga harma að
hefna eftir tap í leik liðanna í Keflavík síðast. Njarðvíkingar leika
gegn KR annað kvöld í Njarðvík og hefst sá leikur einnig kl.20. Þá
eiga IBK stúlkurnar leik gegn Haukum og hefst hann kl. 19.
________19
Víkurfréttir
17 janúar 1991
Sandgerð-
ingar safna
áheitum
Knattspyrnuiið Sand-
gerðinga keppir unt helgina í
Islandsmótinu innanhúss í
4.deild. Leikmenn liðsins ætla
að safna áheitum fyrir ntótið.
Einnig mun einn leikmanna
liðsins, Sigurþór taka við áheit-
um í sínta 37621.
Sandgerðingar hafa ráðið
þjálfara fyrir næsta tímabil og er
það enginn annar en Guðjón
Ólafsson, en hann þjált'aði
Grindavík þegar liðið komst
upp í 2.deild og hefur einnig
þjálfað áður hjá Sandgerði og
víðar.
ÍBK „tapaðð“
250 þús
Keflvíkingar „töpuðu" 250
þúsund krónum er þeim tóksi
ekki að verða í einum af þremur
efstu sætunum í íslandsmótinu
í knattspyrnu innanhúss um sí-
ðustu helgi. Leikmenn liðsins
höfðu safnað áheitum fyrir 250
þúsund krónum. Ef þeir hefðu
lent í einum af efstu þremur
sætunum fengu þeir allnn pott-
inn en helminginn af honum ef
þeir kæmust í 8 liða úrslit. Það
tókst þeiin ekki. Þeir voru á
þröskuldinunt við það að kom-
ast í 8 liða úrslit. Hitt Sttður-
nesjaliðið í l.deildinni í inn-
anhússboltanum, Víðir, féll í
2.deild.
KEILA
Helgarmót Keilufélags Suð-
umesja halda áfram. Þann 12.
janúar var keppt síðast og í B-
flokki var Þorleifur Már Frið-
jónsson efstur með 518 stig.
Næstur kom Sigurvin Hreins-
son með 517 og Þórir Eiríksson
með 488 stig. Hæsta leik átti
Elmar Ingibergsson, 192.
I C-flokki var Þorgrímur
Hálfdánarson efstur með 563,
þá Jón Ólafur Ámason með 473
og Hafþór Óskarsson með 425.
Þorgrímur Hálfdánarson átti
hæsta leik, 210.
Gunnar Hafsteins var efstur í
D-flokki með 507, þá kom
Ólafur Sólmundarson með 503
og Haraldur Helgason með 431.
Hann átti einnig hæsta leik
185.
í tvíkeilu voru Þorgrímur
Hálfdánarson (506) og Gunn-
laugur Hafsteinsson (528) efstir
með samtals 1034. I öðru sæti
urðu Sigurvin Hreinsson (509)
og Danelíus Hansson (439) með
samtals 948. Hæsta leik átti
Gunnlaugur Hafsteinsson, 219.
ÍÞRÓTTIR
- í huerri viku
vlfommr
Kári
Stefán
Kári skorar á
Stebba „ieftí“
Kári Gunnlaugsson sigr-
aði andstæðing sinn númer
tvö, Guðjón Guðjónsson í
síðustu leikviku með 8 rétt-
um gegn 5. Kári er nú að
tippa í þriðja sinn og hefur
skorað á svila sinn, Stefán
Jónsson, prentara. Stefán á
þann heiður að hafa verið
fyrsti tipparinn í Víkur-
fréttum þegar við byrjuðum
á getraunaleiknum fyrir 6
árum síðan. Hann er mikill
Man. Utd. aðdáandi og tippar
aldrei á Liverpool. „Eg hef
haldið með Júnætit frá alda
öðli. Liðið er á siglingu núna
og mun enda mjög ofarlega í
vor“ sagði Stefán.
Liverpool, lið Kára á leik
við Wimbledon á heimavelli.
„Púlaramir verða heppnir og
ná jafntefli“ sagði Stefán en
Kári segist viss um öruggan
heimasigur. Þessi lið áttust
við í úrslitaleik ensku bikar-
keppninnar fyrir tveimur
árum síðan, að viðstöddum
blaðamanni Vfkurfrétta og
nýkrýndum Getraunaspek-
ingi þá, Gísla Heiðarssyni úr
Garði. Þá sigraði „litla“ liðið,
Wimbledon mjög óvænt í
einum slappasta úrslitaleik
áratugarins. Man. Utd. á leik
við Q.P.R. Stefán spáir sínu
liði sigri en Kári hefur ekki
trú á Júnætit og setur jafn-
tefli. Þetta er greinilega
mikið taugastríð!
En hér koma spár fé-
laganna og svilanna Kára og
Stebba „leftí“:
K S
Arsenal-Everlon 1 X
Coventry-Aston Villa X X
C. Palace-Norwich 1 1
Leeds-Luton 1 1
Liverpool-Wimbledon 1 X
Man. City-Sheff Utd. 1 1
Q.P.R.-Man. Utd. X 2
Southampton-N. Forest 1 2
Sunderland-Chelsea 2 1
Br. Rovers-Wolves X X
N. County-Middlesbro 2 X
Oldham-Bamsley 1 1