Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.03.1992, Side 1

Víkurfréttir - 05.03.1992, Side 1
STÆRSTA FRETTA- OG AUGLYSINGABLAÐIÐ A SUÐURNESJUM ÍLANDSB'OKASAFN safnahdsinu 10. tölublað 13. árgangur Fimmtudagur 5. mars 1992 Bæjarstjórn Keflavkur: GÚANÓ OG ÞILPLÖTUR í HELGUVÍK? Keflavík 1991: Mesta fjölgun sex Alls var lokið við smíði 18 húsa með 72 íbúðum á síðasta ári í Keflavík. Þar með eru íbúðir í bæjarfélaginu orðnar 2695. Kemur þetta fram í yfirliti yfir byggingaframkvæmdir sem emb- ætti byggingafulltrúa hefur lokið við. I smíðum um áramót voru 25 hús með samtals 67 íbúðum, 23 iðnaðar- og verslunarhús og 18 bílgeymslur. Iðnaðar- og versl- unarhús sem lokið var smíði á voru alls 6 og bflgeymslumar voru 12 að tölu. Þá voru á síðasta íbúða- síðustu ára ári fjarlægðar sjö fasteignir, þar af voru tvö fbúðarhús, sem bæði voru byggð aldamótaárið 1900. Ef skoðaðar eru tölur fyrir byggingafrámkvæmdir síðustu ára, kemur í ljós að fullgerðar í- búðir hafa ekki verið fleiri síðustu 6 ár, en þær urðu 96 árið 1985. Séu síðustu tveir áratugir skoð- aðir kemur í ljós að aðeins fimm sinnum hafi verið lokið við fleiri íbúðir en nú. Þar af var mesta fjölgunin árið 1973 er fullgerðar voru 115 íbúðir. • Þrír síðustu þátttakendurnir í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja kynntir - sjá nánar síður 12-14 Atvinnumál voru aðalunt- ræðuefnið á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur síðasta þriðjudag. Upplýsti Ellert Eiríksson þar m.a. að fiskimjölsverksmiðjan Faxamjöl hefði nýlega svarað erindi Arna Ragnars Amasonar, formanns atvinnumálanefndar Kefláyíkur. þar sem boðið var upp á Helguvík undir fiski- mjölsverksmiðju. Hefði fyr- irtækið óskað eftir viðræðum um málið við bæjaryfirvöld í Keflavík. Einnig hefði frést óformlega af hreyfingu á máli Butlers- fyrirtækisins unt húgsanlega á- kvörðun um uppsetningu þil- plötuverksmiðju, einnig í Helguvík. Þessu til viðbótar upplýsti bæjarstjóri að komið hefði til tals að Flugleiðir flyttu höfuðstöðvar sínar frá Reykja- víkurflugvelli. til Keflavíkur, ef af yrði væri um 90% af starf- semi fyrirtækisins á leiðinni hingað suður, eða komin. Tregða bankans í Hjördísarmálinu Málefni Hjördísar hf. í Keflavík voru nokkuð til um- ræðu á fundi bæjarstjómar Keflavíkur síðasta þriðjudag. Hjördís hf. er einmitt fyrirtæki það sem greint hefur verið frá með nafnleynd í síðustu tveim- ur tölublöðum, en þar hefur komið fram að fyrirhugað er að leggja fiskvinnslu fyrirtækisins niður, selja tvo báta og kvóta burt af svæðinu og segja upp í vor öllum starfsmönnum, 30 talsins. Var upplýst á fundinum að þegar væri búið að selja annan bátinn og hluta af kvótanum. Einnig kom fram að það væri vegna trega hjá viðskiptabanka fyrirtækisins, Islandsbanka sem fyrirtækið hætti nú starfsemi sinni, þrátt fyrir að búið hefði verið að útvega bæjarábyrgð fyrir erlendri fyrirgreiðslu í gegnum bankann. - Höfuðstöðvar Flugleiða til Keflavíkur? MOTBYR! ljósm,: mad AUGLÝSINGAR • RITSTJÓRN • AFGREIÐSLA « 24727, 25727 • FAX w 22777

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.