Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.03.1992, Side 4

Víkurfréttir - 05.03.1992, Side 4
4 ÍSLENSKA FÁFRÆÐI ORÐABÓKIN Auglýsingastjóri: Sérstakur starfsmaður sem hefur umsjón með því að leiða afvega efnaða verslunareigendur, forráðamenn fyrirtækja og félaga og selja þeim svo margar aug- lýsingar að fréttastjórinn kemur ekki að öllu sínu efni. Auglýsingastjórar eru gjarnir á að stunda íþróttir og er golf þar ofarlega á blaði. Utanlandsferðir eru einnig tíðar og ólæknandi þörf fyrir að skipta stöðugt um bíla. Eins og með annað fólk eiga auglýsingastjórar afmæli a.m.k. einu sinni á ári. Tekið er fram í gömlum fræðum að þessi flokkur sölumanna eigi að halda starfs- fólki sínu mikið teiti sem VITA- SKULD eigi ávallt að vera ein af glæsilegustu veislum ársins. Sé um stórafmæli að ræða og beri það upp á laugardag er krafist sérstaklegra veglegra veiga í mat og drykk. Til hamingju með árin 30 - og viðbótarhrukkurnar á enninu. Fréttadeildin Víkurfrí’ttir 5. mars 1992 Safnaðarheimili við Keflavíkurkirkju: DÓMNEFND BÚIN AD VELJA Alla vikuna hefur staðið yfír sýning á skipulagstil- lögum að nýju safnaðar- heintili við Keflavfkurkirkju. Hefur dóntnefnd valið ejna tillöguna til nánari úrfærslu. en hún er eftir arkitektana Elínu Kjartansdóttur, Harald Örn Jónsson og Helgu Bene- diktsdóttur. Þó dómnefnd hafi valið þessa tillögu þarf það ekki endilega að þýða að byggt verði eftir henni, þar sem safnaðamefnd, húsa- friðunarnefnd og tjölmargar aðrar opinberar nefndir eiga eftir að fjalla unt hana. Aðrar tillögur sem bárust voru eftir Jes Einar Þor- steinsson; Pál Bjamason; Sig- ríði Magnúsdóttur og Hans Olav Andersen; og Valdintar Harðarson. Var gengið út frá eftirfarandi viðfangsefni um Hönnun safnaðarheimilis Keflavtkurkirkju, breytingu og/ eða stækkun á anddyri kirkj- unnar og skipulags alls keppn- issvæðis: Rík áhersla væri lögð á nýbyggingu og skipulagið í heild er tæki tillit til kirkjunnar og skipulags næsta umhverfis hennar. Innangengt skyldi vera úr kirkju í safnaðarheimili og það tengt kirkjunni með tengibyggingu. Dómnefndin taldi að allar tillögumar upp- fylltu skilyrðin og allar nema ein, leysa teng- ingu við kirkjuna um fordyri og telur dóm- nefnd árangur af sant- keppninni í heild góðan og tillögurnar í háum gæðaflokki. Varðandi þá tillögu sem dómnefndin valdi segir m.a. í áliti nefnd arinnar: „Meginstyrkur tillögunnar felst í sterkum skipulagslegum tökum höfundar á svæðinu. Samspil bygginga við kirkju og umhverfi hennar er með á- gætum. Safnaðarheimili er skipti í tvo tnegin hluta, sem staðsettir eru norðan og vestan við kirkju og rnynda ásamt henni, friðsælan, umluktan garð. Jafnvægi ríkir á lóðinni og sjónræn tengsl milli kirkju og safnaðarheimilis eru góð. Tenging við sali safn- aðarheimils úr kirkjuskipi undirstrikar það markmið höfundar að skapa til- finningaleg tengsl kirkju- gesta við kirkju og athöfnina í kirkjunni. Tenging við kór er jákvæð. Miklar glerbygg- ingar orka tvímælis. Innra skipulag er vel af hendi leyst. Tillagan kallar á fínlega út- færslu bæði við val á efnum og notkun þeirra." • Höfundar tillögunnar sem dóinnefnd valdi. HAGKAUP Tilboð Ný fersk jaröarber verö nú 159 kr. 250 gr. Sparnaöarkjötpakki: Innihald: kjötbúöingur, lifrarkæfa, bjúgu, skinkupylsa, þyngd alls 1,1 kg. Verö áöur 720 kr., verö nú Q-Matic þv.duft 4 kg verð nú Oxfjord saltkex 3x100 g verö nú Green Glant Grænn aspas skorinn 10oz. verö nú HAGKAUP 498 kr. 339 kr. 89 kr. 85 kr. Sigurður Hullur óheppinn Sigurður Hallur Stefánsson, héraðsdómari í Keflavík, hefur sagt starfi sínu lausu eftir kosn- ingu sem níu verðandi hér- aðsdómarar á Reykjanesi fram- kvæmdu vegna væntanlegrar skipunar dómsmálaráðherra í stöðu dómstjóra kjördæmisins. Hér var ekki unt auglýsta stöðu að ræða heldur kusu þeir á milli sín um dómstjóra og fóru leikar þannig að Már Pét- ursson. bæjarfógeti í Hafn- arfirði hlaut 5 atkvæði, en Sig- urður Hallur 4 atkvæði. Hlut- verk dómsstjóra er m.a. að út- deila verkefnum til dómaranna, ákærum, stefnunt og fleiru sem berst viðkomandi dómstól. Er niðurstöður í kjörinu lágu fyrir sendi Sigurður Hallur dómsmálaráðherra uppsagnar- bréf sem tekur gildi þann l. júlí. er ný lög um aðskilnað dóms- og framkvæmdavalds taka gildi. í bréfinu greindi hann frá því að hann gæti ekki hugs- að sér að starfa sem dómari undir stjórn Más Péturssonar. Þeir störfuðu áður saman við embættið í Hafnarfirði. Dómsmálaráðuneytið gaf síðan út í síðustu viku til- kynningu um að Olöf Pét- ursdóttir, núverandi hér- aðsdómari í Kópavogi. hafi verið skipuð sem dómstjóri, að því er fram kom í DV. I viðtali við Ríkisútvarpið upplýsti Þor- steinn Pálsson, dómsmálaráð- herra að ástæðan fyrir því að Már hafi ekki verið skipaður væri agavandamál hans. Þar sem Sigurður Hallur. sá sem fékk næst flest atkvæði, var bú- inn að segja upp voru sjö dóm- arar eftir og skipaði ráðherra einn úr þeim hópi í stöðuna og það þó sá aðili hafi ekki fengið neitt atkvæði dómendanna, ekki einu sinni hennar sjálfrar. Útgefandi: Víkurfréttir hf. — i . i . i ■ .. .... —■ Afgreiðsla, ritstjórn og auglvsingar: Vallargötu I5, símar 14717. 15717. Box 125, 230 Keflavík. Póstfax nr. 12777. - Ritstjórn: Emil Páll Jónsson, heimas. 12677, bílas. 985-25917. Páll Ketilsson, heimas. 13707. bílas. 985- 33717. - Frétta- deild: Emil Páll Jónsson. Hilmar Bragi Bárðarson. - íþróttir: Margeir Vilhjálmsson. Auglvsingadeild: Páll Ketilsson. - Prófarkalestur: Garðar Vilhjálmsson. - Upplag: 6100 eintök sem dreift er ókeypis um öll Suðumes. - Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða og Upplagseftirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun, hijóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimill nema heimildar sé getið. Umbrot, lllmuvinna og prentun: GRÁGÁS hf.. Keflavík

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.