Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.03.1992, Síða 5

Víkurfréttir - 05.03.1992, Síða 5
Afmæli Félogsbíó ________5 Víkurfréttir 5. mars 1992 • Hlaupársbörnin þrjú sem koniu í afmælis- veisluna í Hafur-birninum í Grindavík. F.v. Þóra Kristrún Hafsteinsdóttir 5 ára (20), Erla Kristín Jóns- dóttir 14 ára (56) og Arni Björn Björnsson 6 ára (24). Aldursforsetinn úr hópi hlaupársbarna á Suður- nesjum Þórhildur Sölva- dóttir 20 ára (80) átti ekki heimangengt. Ljósm.: epj. SÉRSTÆÐ Börn náttúrunnar endursýnd Vegna fjölda áskorana mun Félagsbíó, endursýna íslensku kvikmyndina Böni náttúmnar nk. sunnudag kl. 17.00. Sem kunnugt er hefur mynd- in verið tilnefnd til Osk- arsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin 1992. Auk þess hefur kvikmyndin hlotið fjöl- mörg verðlaun frá frumsýningu s.s. „Besta listræna framlagið" á World Film Festival í Montr- eal. „The Nordic Film Institute Price“ á Norrænu kvik- myndahátíðinni í Lúbeck. Þá hefur Sigríður Hagalín verið tilnefnd til Felix verðlauna fyrir bestan leik í aðalhlutverki og Hilmar Örn Hilmarsson, fékk Felix fyrir bestu tónlist og besti leikur í aðalhlutverki kom í hlut Gísla Halldórssonar á „Festival international de Tours.“ Er því nú tækifærið til að sjá þessa heimsfrægu íslensku kvikmynd og þar er sjón, sögu rfkari. Karaokekeppni á Hafur-birni: AFMÆLISVEISLA DC 0 JÍ J~\ vað er svo merki- legt við það þó einhver eigi 5, 6 og 14 ára afmæli, að blaða- maður mæti á staðinn til að vera viðstaddur afmælis- veisluna. Jú. þau komu saman þrjú og áttu það öll sam- eiginlegt að eiga aðeins af- mælisdag fjórða hvert ár og því má margfalda aldurinn hér að framan með fjórum til að fá út hinn rétta aldur þeirra. Hér á Suðurnesjum eru fjög- ur hlaupársböm og komu þau að aldursforsetanum und- anskildum saman í Hafur- Biminum í Grindavík á hlaup- ársdag til að halda upp á afmæli sitt. Þau sem þar komu saman voru Erla Kristfn Jónsdóttir úr Njarðvfk, Þóra Kristrún Haf- steinsdóttir úr Garði og veit- ingamaðurinn í Hafur-Birni, Arni Bjöm Bjömsson úr Grindavík. Aldursforsetinn Þórhildur Sölvadóttir, Kefla- vík, sem varð áttræð þennan dag átti ekki heimangengt. Fyrir fjórum árum voru hér á Suðurnesjum fimm hlaupársbörn, en eitt flutti burt. Aftur á móti fæddist þá ekkert barn hér syðra á hlaupársdag og heldur ekki nú. Auk þremenninganna Iétu ýmsir aðrir sjá sig í af- mælisveislunni, en alls munu um 30 konur hafa lagt til kökur og önnur veisluföng. Haraldur hlaut Amster- damferð Haraldur Helgason úr Njarð- vík hlaut titilinn besti söngv- arinn í Karaokekeppni á veit- ingastaðnum Hafur-Birni í Grindavík á föstudag. Voru það áheyrendur ásamt sérstakri dómnefnd veitingarstaðarins sem úrskurðaði um sig- urvegarann. Fékk Haraldur að launum Amsterdamferð. # Haraldur Helgason sem kosinn var besti söngvarinn. Ljósm.: epj. STÓRMARKADUR Keflavíkur Ekkert stress i erum með opið til kortér í níu á kvöldin virka daga og til sjö um helgar. bjóðum vöruverð og vöruúrval eins og það gerist best. bjóðum heitan mat í hádegi og góðan salatbar. bjóðum gott kjötborð alla daga með Orn Garðarsson við stjórnvölinn. _____ bjóðum hraða og góða þjónustu með strikamerkingu. bjóðum ykkur velkomin í glæsilega og bjarta stórverslun. H U G M Y N D að helgarmatseðlt ► Innbakað nautafille ► Sítrónupiparsteik, xrkjöt Þ- Fylltur lambahryggur STÓRMARKADUR Keflavíkur ...glæsilegur og róandi kostur!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.