Morgunblaðið - 23.12.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.12.2015, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 3. D E S E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  300. tölublað  103. árgangur  AMATÖR INNAN UM ATVINNUMENN ENGIN MÖRK Í HÚMOR FRÁBÆR FRÆÐIBÓK FYRIR BÖRN MYNDASÖGUR ERNU OG ÞÓRODDS 10 RÝNT Í BARNABÆKUR 49SÝNIR Á LISTAHÁTÍÐ 14 1 GLUGGI TIL JÓLA Helgi Bjarnason helgi@mbl.is HS Orka hefur fengið framkvæmda- leyfi hjá Grindavíkurbæ til rann- sóknaborana í Eldvörpum. Hafin er söfnun undirskrifta á netinu þar sem skorað er á Grindavíkurbæ og HS Orku að þyrma Eldvörpum. Söfnun undirskrifta gegn fram- kvæmdum í Eldvörpum fer fram á alþjóðlegum undirskriftavef, Avaaz.- org. Þar höfðu í gær 1.370 einstak- lingar frá ýmsum löndum skorað á Grindavíkurbæ að afturkalla leyfi til tilraunaborana og HS Orku að hætta við áform um fyrirhugaðar fram- kvæmdir. Það er meðal annars rök- stutt með vísan til mikilvægis þess að halda svæðinu óröskuðu svo núver- andi og komandi kynslóðir geti notið einstakra upplifana í Eldvörpum. Eldvörp eru gígaröð, um fimm kíló- metra frá Svartsengi við Grindavík. HS Orka hefur látið gera umhverf- ismat og aflað sér nauðsynlegra leyfa til að hefja rannsóknaboranir en ekki liggur fyrir hvenær ráðist verður í þær. „[Í] góðri samvinnu við Grindavíkurbæ verður þess gætt að snerta ekki við gígaröðinni og skerða hana ekki,“ segir Ásgeir Margeirs- son, forstjóri HS Orku. Helstu umhverfisáhrif fram- kvæmdarinnar eru vegna borplana en bærinn og fyrirtækið leggja áherslu á að hönnun og frágangur verði þannig að sem minnst beri á þeim í umhverfinu og framkvæmdin valdi sem minnstu raski. Skipulögð áskorun um að þyrma Eldvörpum  HS Orka undirbýr rannsóknaborun á jarðhitasvæðinu MRannsóknaborun … »14 Kertaloginn glampaði fallega í augum stúlkunnar sem hélt á kertaljósi á jólablóti Ásatrúarfélagsins sem var haldið á vetrarsólstöðum í gær í Öskjuhlíð. Þó nokkur mannfjöldi var viðstaddur þegar allsherjargoði helgaði blótið. Áætlað er að höfuðhof ásatrúarmanna, sem verður reist í Öskjuhlíðinni, verði tilbúið 2017. »2 Morgunblaðið/Eggert Kertaljós tendruð á jólablóti Jólablót Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð Gönguhópurinn The Coolest Cross- ing samanstendur af þremur ungum Bretum sem ætla að eyða jólunum á hálendi Íslands og ferðast á skíðum yfir landið á 18 dögum. Kapparnir leggja af stað úr Hrauneyjum áleiðis í Landmannalaugar í dag, Þorláks- messu, þar sem þeir ætla að eyða að- fangadagsmorgni í heitum laugum. Leiðangursstjórinn Charlie Smith segir þá hafa lent í nokkrum hremm- ingum á leiðinni, en í byrjun ferðar- innar veiktist einn þeirra í lungum og varð hann þar af leiðandi að snúa heim. Annan félagann kól á tám og þurfti því að kalla til björgunarsveit sem náði í ferðalangana inn í Nýja- dal. sigurborg@mbl.is »4 Ferðast um landið á skíð- um yfir jólin Frost Ferðalangarnir vildu koma til landsins á kaldasta tímanum.  Aðfangadagur í Landmannalaugum  St. Gudmund er ný kirkja norsks kaþólsks safnaðar í Jess- heim sem kennd- ur er við Guð- mund góða Arason Hóla- biskup (1161- 1237). Kirkjan verður tekin í notkun á aðfanga- dagskvöld. Hornsteinn kirkjunnar var sóttur í Hólabyrðu í Hjaltadal. »20 Kirkja kennd við Guðmund góða Kirkjan Hornsteinn úr Hólabyrðu.  Þórunn Guð- mundsdóttir, for- maður banka- ráðs Seðlabanka Íslands (SÍ), segir ekki öruggt að athugun á fram- kvæmd bankans á gjaldeyrisregl- um verði lokið fyrir 15. apríl. Það er uppgefinn frestur umboðsmanns Alþingis til að bregðast við bréfi hans í málinu. Þórunn vonar að umboðsmaður sýni því skilning ef verkið tefst. »6 Athugun á SÍ gæti tafist fram á sumar Þórunn Guðmundsdóttir  Eignir íslensku lífeyrissjóðanna jukust um 10,7% eða 314 milljarða á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Stóðu eignir þeirra í lok október í 3.239 milljörðum króna. Stærstur hluti eigna sjóðanna var bundinn í innlendum skuldabréfum eða 1.748 milljarðar og höfðu þau vaxið í krónum talið um 5,7% á árinu. Mestur vöxtur varð í inn- lendri hlutabréfaeign sjóðanna og nam hún í lok október tæpum 600 milljörðum króna. Hafði hún vaxið um rúm 37% frá áramótum. »23 Eignir lífeyrissjóða aukist um 10,7% „Árangur Ólaf- íu Þórunnar er ekki bara stór áfangi fyrir ís- lenska kven- kylfinga heldur íslenskar íþróttir.“ Þetta segir Ragnhild- ur Sigurðar- dóttir, golf- kennari og kylfingur, um árangur Ólafíu Þórunnar Krist- insdóttur, GR, sem tryggði sér í gær fullan keppn- isrétt á Evrópumótaröðinni í golfi á næsta ári. Á mótaröðinni eiga keppn- isrétt nærri 150 bestu kylfingar Evr- ópu. Ólafía Þórunn hafnaði í 25. sæti af 115 keppendum á fimm daga úrtöku- móti í Marokkó. Hún lék hringina fimm á fjórum höggum undir pari. Alls tryggðu 28 kylfingar sér keppnis- rétt. Ólöf María Jónsdóttir náði sama áfanga fyrir 12 árum. » Íþróttir Stór áfangi hjá Ólafíu Þórunni Öflug Ólafía Þór- unn Kristinsdóttir. Fengist hefur 2,8 milljarða króna styrkur á rannsóknar- áætlun ESB, Horizon 2020, til rannsókna og þróunar á jarð- hitanýtingu á Reykjanesi og í Suður-Frakklandi. Verkefnið er nýr áfangi í Íslenska djúpbor- unarverkefninu sem hófst með borun í Kröflu fyrir sjö árum. Háhitahola á Reykjanesi verður dýpkuð í 4-5 kílómetra. »28 5 kílómetra borhola DJÚPBORUNARVERKEFNIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.