Morgunblaðið - 23.12.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.2015, Blaðsíða 4
VIÐTAL Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is The Coldest Crossing er göngu- hópur þriggja Breta yngri en 21 árs. Þeir Charlie Smith, Stefan Rijnbeek og Archie Wilson, hafa ákveðið að eyða jólunum á Íslandi í tjöldum og ferðast á skíðum yfir landið á 18 dögum. Á Þorláks- messu mun bandarískt kvikmynda- teymi, camp 4 collective, slást í för með piltunum og verður ferðin mynduð með kvikmyndavélum og drónum. „Við höfum lent í nokkrum hremmingum á leiðinni,“ útskýrir hinn 19 ára gamli leiðangursstjóri Charlie Smith og vísar til þess að í byrjun ferðarinnar veiktist einn göngugarpurinn í lungum og varð hann þar af leiðandi að snúa heim. Annan leiðangursfélagann, Stefan Rijnbeeck, kól á tám og þurfti því að kalla til björgunarsveit sem náði í piltana inn í Nýjadal. „Ferðin hefur gengið vel hingað til þrátt fyrir þessar uppákomur og höldum við okkar striki og höldum rakleiðis áfram.“ Eru staddir í Hrauneyjum Hópurinn er nú staddur í Hraun- eyjum, en stefnt er að því að leggja af stað til Landmannalauga á Þor- láksmessumorgun. Aðspurður hvernig þeim hafi lit- ist á landið svarar Charlie: „Ég elska Ísland, þetta er í fjórða sinn sem ég kem hingað. Landið er stórkostlegt á veturna og fegurðin ólýsanleg.“ Spurður af hverju þeir hafi lagt í ferðalagið yfir jólin segir hann fólk fyrst hafa álitið þá geggjaða. „Við vitum að við erum geggjaðir að gera þetta,“ segir hann og hlær. „Ástæðan fyrir ferðalaginu er sú að við vildum koma til landsins á kaldasta tímanum. Við gátum ekki ímyndað okkur betri tímasetningu en yfir vetrarsólstöður. Það gerir hlutina auðvitað flóknari að ferðast um þessar slóðir um hávetur og fá- ir myndu hætta sér í þetta, enda veðrið á Íslandi óútreiknanlegt.“ Daginn áður en ferðalangarnir komumst til Nýjadals lentu þeir í hríðarbyl í um 10 klukkustundir. „Við sáum ekki lengra en 10 metra og reiddum okkur því alfarið á GPS tækið því við sáum engin kennileiti á leiðinni. Það var ógn- vekjandi en spennandi á sama tíma og komumst við blessunarlega á leiðarenda um kvöldið,“ útskýrir Charlie en hann telur jafnframt líklegt að versta veðrið sé enn ókomið. „Við fylgjumst vel með veðurspánni og það lítur út fyrir að kuldinn verði mikill á fimmtudag og föstudag.“ Spurðir hvernig jólin líti út hjá ferðalöngunum segir Charlie þá ákveðna í að halda jólin að íslensk- um sið þann 24. fremur en þann 25. eins og í Bretlandi. Jólin í Landmannalaugum „Á aðfangadagsmorgun komumst við vonandi í heitu laugarnar í Landmannalaugum og leggjum síð- an af stað síðdegis á skíðum svo við náum því að vera komnir til Skóga á gamlársdag. Við keyptum allir litlar jólagjafir hver fyrir ann- an og vonandi náum við að eiga notalega stund saman.“ Ferðinni lýkur á gamlársdag en þá ætla þeir er vera komnir í Skóga undir Eyjafjöllum, þar sem fjölskyldur þeirra munu taka á móti þeim. „Þaðan förum við til Reykjavíkur og við Stefan, Archie og kvik- myndatökuliðið hyggjumst leggja okkur í nokkra tíma áður en Ein- stök heldur smá hóf á Kex hostel um kvöldið. Síðan munum við taka þátt í áramótunum með Reykvík- ingum,“ segir Charile sem hlakkar til að upplifa áramótin í höfuðborg- inni. Ferðalag Gönguhópurinn leggur af stað á skíðum til Landmannalauga á Þorláksmessu. „Við erum geggjaðir að gera þetta“  Ungir Bretar ferðast um landið á skíðum yfir jólin  Lentu í 10 klukkustunda hríðarbyl  Stefna á að vera komir í Skóga á gamlársdagsmorgun og ætla að eyða áramótunum í Reykjavík Hremmingar Stefan Rijnbeeck kól á tám og þurfti því að kalla til björgunarsveit. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 Laugavegur 59, 2. hæð • Sími 551 8258 • storkurinn.is Opið: Mán.-F ös. 11-18 Lau. 12 -16 Gjafabréfin okkar gleðja Viðkoma rjúpunnar virðist almennt hafa verið fremur léleg á þessu ári, samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr aflestri vængja af rjúpum sem veiddar voru í haust. Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur lesið úr rjúpnavængjum sem stofnuninni hafa borist undanfarin ár. Þessar upplýsingar eru mikil- vægur þáttur í vöktun íslenska rjúpnastofnsins. Nú er búið að greina 1.255 vængi af nýlega veidd- um rjúpum. Af þeim voru 368 vængir af fullorðnum fuglum en 887 af ungfuglum. Ungahlutfallið var í heildina 71%, sem er með minna móti. Það gerir 4,8 unga á hvern kvenfugl. Nokkur munur var á afkomu rjúpna eftir landshlutum. Lægst var ungahlut- fallið á Austurlandi eða einungis 55%. Þar voru aðeins 2,5 ungar á hvern kvenfugl. Hæst var hlutfallið á Vesturlandi 79% eða 7,4 ungar á hvern kvenfugl. Ólafur kvaðst eiga von á að fá 1.000 til 2.000 rjúpna- vængi til viðbótar til greiningar. „Við tökum við vængjum frá veiðimönnum, öðrum vængnum af hverjum fugli sem þeir hafa fellt. Þessu þurfa að fylgja upplýsingar um veiðisvæði. Allir fá svar með greiningu á sínum afla,“ sagði Ólaf- ur. Viðtakandi vængjanna er Nátt- úrufræðistofnun Íslands, Pósthólf 125, 212 Garðabær. gudni@mbl.is Fremur léleg viðkoma rjúpna  Veiðimenn skili rjúpnavængjum Veiðitími rjúpna 2015 - Ungahlutfall Heimild: Náttúrufræðistofnun Íslands Landshluti Fullorðnir Ungfuglar Samtals % ungfuglar Ungar á kvenfugl Vesturland 14 52 66 79% 7,4 Vestfirðir 36 103 139 74% 5,7 Norðvesturland 82 187 269 70% 4,6 Norðausturland 150 415 565 73% 5,5 Austurland 67 83 150 55% 2,5 Suðurland 19 47 66 71% 4,9 Samtals 368 887 1255 71% 4,8 Maður var í gær handtekinn eftir að hann hafði hótað starfsmönnum Héraðsdóms Reykjavíkur lífláti. Ingimundur Einarsson, dómstjóri héraðsdóms, segir að hótunin hafi verið tekin alvarlega en maðurinn hefur komið við sögu hjá dóm- stólnum. „Þetta var maður sem hafði hringt ótal sinnum í af- greiðsluna hjá okkur og var óánægður með svör sem hann fékk. Það endaði með því að hann hótaði lífláti, við tókum þetta al- varlega og hann endaði á því að hóta því að skjóta afgreiðslufólkið hjá okkur.“ Ingimundur segir að lögreglan hafi verið kölluð til en í dagbók hennar segir að vakt hafi verið sett upp við héraðsdóm jafnhliða því að þekktur dvalarstaður viðkomandi var vaktaður. Nokkru seinna var hann handtekinn án mótþróa og færður í fangageymslu. Ingimund- ur segir að sem betur fer sé það ekki á hverjum degi sem svona hót- anir berist en starfsfólkið hafi vissulega verið óttaslegið. Starfsmönnum héraðsdóms hótað lífláti „Við búumst við því að það falli snjór um mestallt land á Þorláks- messu svo það eru ágætis líkur á að það verði hvít jól,“ segir Birta Líf Kristins- dóttir, veður- fræðingur á Veð- urstofunni, og bætir við að á höfuðborgarsvæðinu geti verið allt frá tveggja til tíu stiga frost á aðfangadag en aðeins kaldara fyrir norðan. Hún segir jafnframt að áfram muni sennilega snjóa á aðfangadag fyrir norðan en á höfuðborgarsvæð- inu stytti upp og búast megi við að bjart verði yfir suðvesturhorninu. „Fyrir minn smekk persónulega gæti þetta eiginlega ekki verið betra en það er auðvitað smekksatriði hvernig fólki finnst veðrið eiga að vera,“ segir Birta Líf. Á jóladag segir Birta Líf að vænta megi umtalsverðs frosts víðsvegar um landið en þó geti brugðið til beggja vona sunnantil þar sem lægð- arbóla liggi fyrir sunnan landið. Áætlað er að sú lægð færist inn á landið og geti fært okkur snjókomu en um leið hærra hitastig á Suður- og Suðvesturlandi. Annan í jólum verði þó hægur vindur og nokkuð bjart víða um land en möguleiki á stöku éljum. Allt stefnir í hvít en köld jól Jólin Kalt verður í veðri á aðfangadag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.