Morgunblaðið - 23.12.2015, Side 11

Morgunblaðið - 23.12.2015, Side 11
Morgunblaðið/Eggert Ekki enn verið skammaður Í bröndurum Þórodds er beitt- ur broddur, þjóðfélagsádeila, þetta er jú um réttarríkið. Finnst honum Íslendingar vera sauðir? „Undirliggjandi er vissulega sauðsháttur mannfólksins og allt þetta fjármálarugl í samfélaginu okkar og fleira sem hægt er að deila á. En ég hef haft þá línu að taka ekki fyrir eitthvað sem er að gerast hverju sinni, heldur hafa þetta al- mennt, svo það lifi og sé fyndið seinna líka, burtséð frá því hvað var að gerast í þjóðfélaginu þegar ég samdi brandarann.“ En verða sauðfjárbændur sárir fyrir hönd fjárins? „Ég hef alveg velt fyrir mér hvort ég sé að móðga einhvern sem elskar þessar skepn- ur, en ég hef ekki fengið neinar hringingar eða skammir. Þegar maður vinnur með húmor þá er kúnst að meiða ekki. Þetta er línu- dans, maður þarf að vera and- styggilegur undir rós,“ segir Þór- oddur og bætir við að myndasagan gefi ákveðið frelsi til að segja ým- islegt sem annars væri ekki talið við hæfi. Myndi aldrei hlæja framar „Það eru engin mörk þegar unnið er með húmor, það má grínast með nánast allt. En það getur verið snúið að komast hjá því að brandari verði hallærislegur. Fyrir tuttugu árum varð ég mjög sorgmæddur af því ég hélt ég væri búinn að upp- hugsa allt sem gæti verið fyndið. Ég hélt ég væri búinn að skilgreina og skilja hvað er fyndið, að það væri ekki hægt að gera meira og ég myndi aldrei hlæja framar. En það bráði af mér,“ segir Þóroddur og Erna Mist bætir við að hún kannist við þessa tilfinningu. „Ég var alltaf að greina brand- ara og þá fór ég meðvitað að gera myndasögur eins og ég hélt að þær ættu að vera, en það varð leiðinlegt og alltaf eins. Ég áttaði mig fljótt á að þannig á ekki að gera þetta.“ Erna Mist segir að sig dreymi stundum málverk eða sögur, en ekki „sketsa“. Þóroddur vaknar aftur á móti oft með hugmynd sem hann svo mótar, jafnvel orð eða einhvers kon- ar fræ sem hann vinnur með. „Það er einhver framleiðslulína í gangi í hausnum á mér þegar ég vinn með brandara, ég keyri um og sé eitt- hvað gerast og ég set það gjarnan í samhengi við kindurnar. Þá sprettur þetta fram.“ Myndasöguhöfundar Erna Mist og Þóroddur Bjarnason. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þessi skáldasamsteypa er eins og kór, þar sem sjö raddir verða að einni. Við kynntumst allar upphaflega í meistaranámi í ritlist og hugmyndin hjá okkur var að gera tilraun, komast að því hvort það væri hægt að búa til skáldskap saman. Við erum allar vitlausar í þetta ljóð eftir Tranströ- mer, Madrigal, okkur finnst það mergjað. Það hefst á þessum línum: „Ég erfði dimman skóg þangað sem ég fer sjald- an.“ Við vildum gera eitt- hvað með þetta, en vissum ekki í byrjun hvað, enda vorum við tvö og hálft ár að vinna að þessari bók,“ segir Soffía Bjarnadóttir, ein þeirra sjö kvenna sem eru höfundar ljóðabókarinnar, Ég erfði dimman skóg. „Við vissum ekkert hvurslags samstarf þetta yrði hjá okkur, en við erum hér að velta fyrir okkur arfi kvenna, hvað erfist milli kynslóða, og hvað erfist hugmyndafræðilega. Við erum að hugsa til formæðra okkar og stöðu kvenna, því sársauki og sorg færist á milli kynslóða í fjölskyldum. Við vitum ekki alltaf hvað við erum að burðast með, eitthvað sem gerðist kannski löngu áður en við fæddumst. Þetta eru pælingar um ræturnar. En okkur langaði líka einfaldlega að skrifa skáldskap og leika okkur með tungumálið, það er líka leikur í þessu þó þarna sé heilmikil sorg.“ Hver og ein kona samdi í sínu horni, en hvernig völdu þær að raða því öllu saman í eina heild? „Við héldum ótrúlega marga fundi, en við skrifuðum alltaf inn í þessa hugmynd, það var ekki endi- lega hugmyndin í byrjun að þetta yrði einn ljóðmælandi, en þetta þróaðist út í það. Hver og ein skrifaði gríðar- lega mikið efni. Auk þess höfum við allar verið að vinna að öðru efni á sama tíma og flestar gefið út eigin skáldskap á þessu tímabili.“ Það jaðraði við slags- mál þegar kom að því að skera niður og velja hvað ætti að vera í bókinni, það var grátið og rifist og ástríðan mikil. „Fólk trúir því kannski ekki þegar það les þessa bók sem lætur lít- ið yfir sér og er meitluð. En það var virkilega barist um þessi ljóð,“ segir Soffía og hlær, en bætir við að samstarfið hafi verið mjög fallegt. „Þetta er viðkvæmur og undurfagur efniviður sem var tekist á um enda erum við allar sjálfstæðar listakonur. Það getur verið öllum hollt að leggja egóinu aðeins til hliðar og leysa upp sjálfið í textavinnu.“ Viðfangsefni bókarinnar snertir sorgir og söknuð en ekki síst skáld- skapinn og innra lífið sem við hrær- umst í – sjóinn og þessa innri skóga. Soffía segir þetta persónulega texta. „Á þessum tveimur og hálfa ári sem bókin varð til, gerðist margt í lífi okkar allra: dauðsföll, sjúkdómar, ferðalög, ástir og fegurð. Þetta eru sjö líf sem blandast saman í þessari bók. Í þessum efnistökum má finna sköpun og eyðingu. Það að vera skrif- andi kona.“ Soffía segist ekki vera viss um að þær skrifi aðra bók saman. „En við höldum hópinn og samstarfi. Við lesum upp saman og höfum verið með ljóðagjörninga sem er skemmti- legt.“ Arfur kvenna: Hvað erfist milli kynslóða? Ljósmynd/Halla Þórlaug Óskarsdóttir Samhöfundar F.v Hrafnhildur Þórhallsdóttir, Heiðrún Ólafsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Æsa Strand Viðarsdóttir, Guðrún Inga Ragn- arsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Soffía Bjarnadóttir. Skáldasamsteypa Ullarnærföt í útivistina Þinn dagur, þín áskorunOLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslunin Bjarg, Akranesi • Verslunin Tákn, Húsavík JMJ, Akureyri • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Nesbakki, Neskaupsstað Veiðisport, Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Hafnarbúðin, Ísafirði • Blómsturvellir, Hellissandi Kaupfélag V-Húnvetninga • Heimahornið, Stykkishólmi • Eyjavík, Vestmannaeyjum Verslunin Skógar, Egilsstöðum • Sportver, Akureyri • Pex, Reyðarfirði • Siglósport, Siglufirði 30 ÁRA Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is 100% Merino ull Góð og hlý heilsársföt fyrir karla og konur Stærðir: S – XXL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.