Morgunblaðið - 23.12.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Nýjasta skip útgerðarfyrirtækisins
HB Granda, Víkingur AK 100, var
vígt með athöfn á Akranesi á mánu-
dag en skipið er annað af tveimur
nýjum uppsjávarskipum sem HB
Grandi fær afhent á árinu. Hitt er
Venus. HB Grandi er að láta smíða
þrjá ísfisktogara fyrir sig í skipa-
smíðastöðinni Celiktrans í Tyrk-
landi, Engey, Akurey og Viðey og
leysa þeir þrjá eldri togara af hólmi,
Ásbjörn RE 50, Sturlaug H. Böðv-
arsson AK 10 og Ottó N. Þorláksson
RE 203.
„Það má gera ráð fyrir því að
Engey komi í september á næsta
ári. Hún verður skráð í Reykjavík,
Akurey kemur um hálfu ári síðar og
verður skráð á
Akranesi og Við-
ey kemur síðast
en hún verður
einnig skráð í
Reykjavík,“ segir
Vilhjálmur Vil-
hjálmsson, for-
stjóri HB
Granda.
Hann segir að
togararnir lækki
meðalaldurinn í togaraflotanum sem
sé heldur hár. Ásbjörn var smíðaður
1978 en hin tvö voru smíðuð 1981.
Ánægður með Tyrkina
Vilhjálmur þakkar fyrir að vera
laus við að velja gott fólk um borð en
mikil ásókn er um plássin um borð.
Bæði á hinum nýju skipum sem og
öll önnur pláss á skipum HB
Granda. „Skipstjórarnir sitja uppi
með þann höfuðverk,“ segir hann.
Mikill mannfjöldi tók á móti Vík-
ingi AK 100 á mánudaginn og á
bryggjunni mátti heyra gamla sjó-
menn segja að jólin kæmu snemma í
ár. Vilhjálmur er sammála því. „Það
er mikill léttir fyrir okkur að vera
komin með tvö ný skip á árinu og
vera búin að selja eldri skipin, það er
mikill munur.“
Góður rómur var gerður að hönn-
un skipsins þegar það var opnað fyr-
ir skoðun. Minnir það frekar á
skemmtiferðaskip en skip sem er að
fiska á miðunum. Allt er til alls, ká-
etur eru glæsilegar og ekki mun
væsa um neinn skipverja um borð,
hvorki kokk, vélstjóra, stýrimann
eða háseta. Þá er öll vinnuaðstaða
mun betri en á gömlu skipunum.
„Við erum virkilega ánægðir með
samstarf okkar við Tyrkina. Það er
mjög góður frágangur á öllu og við
höfum verið heppnir með skipa-
smíðastöð.“
Meðalaldur skipa
HB Granda
lækkar mikið
Þrír togarar í smíðum í Tyrklandi
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fjölmenni Fjöldi fólks lagði leið sína á bryggjuna á Akranesi til að taka á móti nýjasta skipi HB Granda, Víkingi. Vilhjálmur
Vilhjálmsson
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af
öryggisvörum
Jólagjöf gr i l lmeistarans
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Kjúklingastandur
Hamborgarapressa
Þráðlaus kjöthitamælir
LED ljós á grill
Reykofn
FULLT VERÐ
7.990
4.990 FULLT VERÐ3.990
3.290
Einstökupplifun
Stilltu á kjöttegund og
steikingu. Mælirinn lætur vita
þegar maturinn er tilbúinn
Fyrir grill ogofna
FULLT VERÐ
4.990
3.990
FULLT VERÐ
2.490
1.990
Ofninn er gaskynntur
sem gerir það mögulegt
að kaldreykja við lægra
hitastig. Mismunandi
reykspænir gefa
fjölbreytta möguleika
fyrir bragðlaukana
Nú er ekkert mál að grilla allt árið
Öflugt ljós með 10 LED ljósum
Festist á handfang grillsins
360 gráðu snúningur
FULLT VERÐ
54.900
49.900
Gerðuþínaeiginhamborgara
Sorpa ráðgerir að opna úrgangsstöð
á Nessandi, sem er í landi jarðarinn-
ar Ness í Selvogi, skammt frá
Strandarkirkju. Áður hafði bæjar-
stjórn Ölfuss hafnað því að landið
væri fýsilegt fyrir úrgang en það
hefur breyst, samkvæmt upplýsing-
um Gunnsteins Ómarssonar, bæjar-
stjóra Ölfuss. „Forsendur fyrir-
spurnarinnar hafa breyst, nú er
talað um óvirkan úrgang en áður var
talað um urðun á úrgangi,“ segir
hann. Óvirkur úrgangur er úrgangur
sem breytist ekki verulega líf-, efna-
eða eðlisfræðilega og hefur ekki
skaðleg áhrif á umhverfið, t.d. múr-
brot, gler og uppmokstur. Frá 2006
hafa 51 þúsund tonn af slíkum úr-
gangi fallið til á svæðinu sem á eru
Sorpstöðvar Suðurlands, Sorpeyð-
ingarstöð Suðurnesja og Sorpurðun
Vesturlands. Um 88% af því voru
uppgröftur og ómengaður jarðveg-
ur, gler var 4%, steinsteypa, flísar og
keramik um 2% og annað um 6%.
Ef Sorpa ætlar ekki að breyta um
stefnu þá sér Gunnsteinn ekkert að
því að Sorpa geti hafið störf á Nes-
sandi. „Einnig er talað í fyrirspurn
Sorpu til okkar um úrvinnslu og nýt-
ingu til uppgræðslu á lífrænum úr-
gangi á svæðinu sem getur farið vel
með. Þegar forsendur breyttust vor-
um við tilbúin að skoða þetta.“
Gunnsteinn segir að næstu skref
séu að funda á ný í næsta mánuði.
Forsendur breytt-
ust fyrir Sorpu
Ráðgerir að opna úrgangsstöð á
Nessandi skammt frá Strandakirkju
Nessandur
Þorlákshöfn
Loftmyndir ehf.
Skip frá þremur erlendum ríkjum
stunduðu veiðar á loðnu á Íslands-
miðum á árinu eins og undanfarin ár.
Færeysk skip lönduðu í febrúar og
marsmánuði 30.095 tonnum en norsk
skip veiddu 50.571 tonn og græn-
lensk skip 38.601 tonn. Alls veiddu
erlend skip því 119.267 tonn af loðnu
úr lögsögunni á árinu.
Alls veiddu fimmtíu og átta erlend
skip loðnu úr íslenskri lögsögu á yf-
irstandandi vertíð. Lang-aflahæsta
skipið var grænlenska skipið Polar
Amaroq með 24.057 tonn og Tuneq
var með 9.291 tonn.
Á fyrstu ellefu mánuðum ársins
hafa færeyskir bátar landað tæpum
4.861 tonnum af bolfiski af Íslands-
miðum. Mest var um þorsk í aflanum
eða 1.218 tonn og lönguaflinn var
1.172 tonn.
Færeyingar fullnýttu
Heimildir færeyskra báta til
þorskveiða á þessu ári eru 1.200 tonn
og eru þeir því búnir að fullnýta
heimildir sínar í tegundinni. Alls
hafa fimmtán bátar sem höfðu leyfi
til línuveiða á árinu landað bolfiski úr
lögsögunni.
58 erlend skip veiddu
loðnu í lögsögunni