Morgunblaðið - 23.12.2015, Síða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015
Jólatuggan Hrossin þurfa líka að fá heytuggu að éta á jólunum, hún er kærkomin einkum þegar fönn liggur yfir allri jörð. Hrossastóðinu á Ormsstöðum í Grímsnesi líkaði hvanngrænt heyið.
Eva Björk
Ríkisstjórnarmeiri-
hlutinn hefur farið
fremur mjúkum hönd-
um um Ríkisútvarpið
þótt annað megi ætla
af fréttum fjölmiðla,
einkum ríkismiðilsins
sjálfs, og upphrópun-
um og stóryrðum
stjórnarandstæðinga.
Við afgreiðslu fjárlaga
fyrir næsta ár gekk Al-
þingi enn og aftur þannig frá hnút-
unum að staða Ríkisútvarpsins er
tryggð og ójafnræði á fjölmiðla-
markaði staðfest enn einu sinni.
Fátt bendir til þess að á yf-
irstandandi kjörtímabili verði unnið
að róttækri uppstokkun á rík-
isrekstri fjölmiðla með það að mark-
miði að efla innlenda dagskrárgerð
og renna styrkari stoðum undir fjöl-
breyttan rekstur einkarekinna fjöl-
miðla. Hafi einhverjir vonast til þess
að stefna Sjálfstæðisflokksins næði
fram að ganga, er ljóst að þeir hafa
ekki byggt vonir sínar á traustu
bjargi. Það er lítill pólitískur vilji
innan ríkisstjórnarinnar til að sjá
slíkar vonir rætast, heldur þvert á
móti að því er virðist. Gæslumenn
sérhagsmuna Ríkisútvarpsins eru
víða en þó er ekki öll von úti.
Sinnuleysi í ráðstöfun
opinbers fjár
Fyrir áhugafólk um öfluga og
frjálsa fjölmiðla var forvitnilegt að
fylgjast með umræðum á Alþingi
um fjárlög og Ríkisútvarpið. Í öllu
málþófinu höfðu fáir áhyggjur af
veikri stöðu einkarekinna fjölmiðla
eða hvaða áhrif hún hefur á opna
lýðræðislega orðræðu
og nauðsynlegt aðhald
að stjórnvöldum, at-
vinnulífinu og öðrum
helstu stofnunum sam-
félagsins. Í stagli –
sem virtist engan enda
taka – höfðu þingmenn
stjórnarandstöðunnar
mestar áhyggjur af
Ríkisútvarpinu enda
engin stofnun þeim
kærari. Jafnvel Pírat-
ar, sem hefði mátt ætla
að hefðu ímugust á
ríkisrekinni miðlun upplýsinga og
frétta, reyndust öflugir talsmenn
Ríkisútvarpsins og gáfu öðrum
stjórnarandstæðingum ekkert eftir í
þeim efnum.
Með sama hætti hlýtur það að
vera áhyggjuefni fyrir listamenn og
áhugafólk um listir og menningu,
hve margir þingmenn eru sinnu-
lausir þegar kemur að því að
tryggja að þeir opinberu fjármunir
sem varið er til að efla listir, menn-
ingu og sögu landsins, nýtist sem
best. Í málþófi fjárlaga fór lítið fyrir
umræðum um hvort vel sé farið með
þá milljarða sem skattgreiðendur
leggja árlega fram til ríkisreksturs
fjölmiðla. Engu er líkara en að það
sé aukaatriði enda sérstakt pólitískt
markmið margra að slá öfluga
skjaldborg um Efstaleitið.
Mjúkar hendur
Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórn-
ar fékk Ríkisútvarpið 181 milljónar
króna aukafjárveitingu á þessu ári
og var sú ákvörðun staðfest í fjár-
aukalögum fyrir nokkrum vikum.
En þar með höfðu hinar mjúku
hendur ríkisstjórnarflokkanna ekki
lokið verki sínu. Ríkisútvarpið fékk
afhentar eignir skattgreiðenda –
lóðaréttindi – sem með sölu munu
skila 1,5-2 milljörðum króna sem
nýta á til að lækka skuldir. Með
þessu hefur efnahagur ríkismiðils-
ins verið styrktur meira en dæmi er
um á síðustu árum og um leið hefur
styrkari stoðum verið rennt undir
reksturinn þar sem fjármagns-
kostnaður á, að öðru óbreyttu, að
lækka verulega. Um leið var staðan
á fjölmiðlamarkaði skekkt enn frek-
ar.
Hendur stjórnarflokkanna sem
umvefja Ríkisútvarpið eru ekki að-
eins mjúkar heldur einnig nokkuð
hlýjar. Þótt ekki hafi verið fallist á
kröfuna um að hætta við lækkun
skatta í formi lægra útvarpsgjalds,
var ákveðið að ríkissjóður legði
fram 175 milljónir króna til Rík-
isútvarpsins til eflingar innlendrar
dagskrárgerðar. Í nefndaráliti
meirihluta fjárlaganefndar segir að
þessum fjármunum skuli „verja til
að auka kaup Ríkisútvarpsins á efni
frá sjálfstæðum framleiðendum hér-
lendis“. Bent er á að á þessu ári sé
gert ráð fyrir að keypt verði efni frá
sjálfstæðum framleiðendum fyrir
450 milljónir króna. Þetta þýðir að á
næsta ári er Ríkisútvarpið skuld-
bundið til að kaupa innlent dagskrá-
refni fyrir 625 milljónir. Fyrir sjálf-
stætt starfandi kvikmynda- og
dagskrárgerðarfólk er skilyrði fjár-
laganefndar fagnaðarefni.
Tilmæli til ráðherra
Í nefndarálitinu bendir meirihluti
fjárlaganefndar réttilega á að þessi
tímabundna fjárveiting til Ríkis-
útvarpsins skekki samkeppnisstöðu
innlendra ljósvakamiðla enn frekar:
„Því er nauðsynlegt að mennta-
og menningarmálaráðuneytið marki
stefnu til framtíðar um eflingu inn-
lendrar dagskrárgerðar almennt
þar sem allir fjölmiðlar sitja við
sama borð. Þar hlýtur að verða
skoðað sérstaklega hvort skynsam-
legt sé að koma á fót sjálfstæðum
dagskrárgerðarsjóði til að efla inn-
lenda dagskrárgerð sem yrði að
stærstum hluta fjármagnaður með
útvarpsgjaldi. Meirihlutinn telur
óumdeilt að frá menningarlegu sjón-
armiði sé mikilvægt að efla innlenda
dagskrárgerð, jafnt í útvarpi sem
sjónvarpi, og að löggjafinn geti
tryggt það án þess að afleiðingin
verði aukinn kostnaður fyrir rík-
issjóð eða hækkun gjalda sem eru
lögð á einstaklinga og lögaðila. Jafn-
framt er nauðsynlegt að stuðla að
jafnræði á fjölmiðlamarkaði og ýta
undir valddreifingu og fjölbreytni í
dagskrárgerð.“
Það verður áhugavert að sjá
hvort og þá hvernig hugmyndir
meirihluta fjárlaganefndar ná fram
að ganga. Ekki verður síður eftir-
tektarvert að fylgjast með því hverj-
ir reyna að koma í veg fyrir að þær
verði að veruleika. Fyrir þann sem
hér skrifar verður einnig forvitni-
legt að komast að því með hvaða
rökum barist verður gegn jafnræði
á fjölmiðlamarkaði og aukinni vald-
dreifingu og fjölbreytni í dagskrár-
gerð m.a. með því að sett verði
ákvæði í nýjan þjónustusamning við
Ríkisútvarpið „um stighækkandi út-
boðsskyldu vegna dagskrárefnis á
samningstímanum“ líkt og segir í
nefndaráliti fjárlaganefndar.
Tveir kostir
Mennta- og menningarráðherra
ber ábyrgð á Ríkisútvarpinu. Ég hef
áður bent á það í greinum hér í
Morgunblaðinu að ráðherra eigi um
tvennt að velja þegar kemur að
framtíð Ríkisútvarpsins:
Hann getur sætt sig við óbreytt
skipulag, þar sem ríkið keppnir við
einkarekna ljósvakamiðla. Um leið
þarf ráðherra að vera reiðubúinn til
að beita sér fyrir því að ríkið leggi
fyrirtækinu reglulega til eigið fé líkt
og gert hefur verið og berjast fyrir
óbreyttu eða jafnvel hækkun út-
varpsgjaldsins á hverju ári.
Hann getur tekið ákvörðun um að
beita sér fyrir því að ríkisrekstur í
fjölmiðlun verði brotinn upp, lífi
hleypt í einkarekna fjölmiðla og gef-
ið um leið íslensku menningar- og
listalífi gríðarlegt tækifæri.
Hugmyndir meirihluta fjárlaga-
nefndar geta verið leiðarvísir velji
ráðherra síðari kostinn. Þær eru í
takt við það sem Pétur heitinn Blön-
dal lagði til, í félagi við nokkra þing-
menn Sjálfstæðisflokksins. Þær eru
ekki ólíkar tillögum sem ég lagði
fram og birtust í tímaritinu Þjóð-
málum vorið 2010. Markmið þeirra
tillagna er að að hleypa nýju lífi í
innlenda kvikmynda- og dagskrár-
gerð, gefa lista- og menningarlífinu
vítamínsprautu og auka jafnræði á
fjölmiðlamarkaði.
Eftir Óla Björn
Kárason » Í málþófi fjárlaga fór
lítið fyrir umræðum
um hvort vel sé farið
með þá milljarða sem
skattgreiðendur leggja
árlega fram til
ríkisreksturs fjölmiðla.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokks.
Hinar mjúku og hlýju hendur sem faðma Ríkisútvarpið