Morgunblaðið - 23.12.2015, Side 33

Morgunblaðið - 23.12.2015, Side 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 Fyrir tilverknað út- rásarinnar var upp- byggingu Hörpu hrundið af stað og fjármögnuð með „ránshendi“ innan- sem utanlands, í skjóli sofandaháttar stjórn- valda og er þar að auki vart rekstrarhæf þó svo miklar afskriftir hafi átt sér stað. Bankaútrás fékk óhindrað að fara á skjön við regluverk og eðlilegt að- hald þar sem fjármálaeftirlit var ekki pappírsins virði. Viðgekkst óraunhæf skuldabréfaútgáfa inn- og útlána bankasýslunnar til glóru- lausrar uppbyggingar fasteigna- markaðar og annarra óhæfuverka. Þúsundir heimila, líknarfélaga og annarra samtaka víðsvegar í Evr- ópu, ásamt íslenskum almenningi, súpa seyðið af og eiga um sárt að binda eftir að ævisparnaður gufaði upp og glórulaus eignaupptaka tók við í kjölfarið. Forsætisráðherra og utanríkisstýra landsins „riðu“ þvers og kruss um heiminn í aðdraganda hruns bankakerfisins til að opinbera boðskap sinn um að allt væri í himnalagi á skerinu. Forysta KSÍ er ekki í miklum tengslum við efnahagslega getu og lætur stjórnast af óraunhæfum væntingum og ekki einir um það. Gæluverkefnum skal hrint í fram- kvæmd með öllum tiltækum ráðum og látið stjórnast af óskhyggju og ómældu óraunsæi, sem hefur ein- kennt íslenskt samfélag und- angengin ár. Enn og aftur skal róið á sömu mið og haldið áfram með sömu for- merkjum þar sem KSÍ fann sér út- valda ráðgefandi- eða kannski „fjár- gefandi“ stofu úti í bæ til að leggja blessun sína yfir hversu hagkvæmt og mikið þjóðþrifamál væri að stækka og yfirbyggja þjóðarleik- vanginn. Jafnvel þó svo það komi ríflega einn og hálfur milljarður inn hjá KSÍ eftir gott gengi landsliðs- ins, hrekkur það til lítils annars en að dekka laun þjálfara, leikmanna, bónusa og aðra óráðsíu. Skemmst er að minnast frétta- flutnings um árið þeg- ar fullfrjálslega var farið með kreditkort KSÍ erlendis á vafa- sömum stöðum og var- ið með tómu yfirklóri. Illa er komið fyrir forystu KSÍ ef hún heldur vart svefni af áhyggjum komi til þess að stórmót verði haldið á Íslandi ef landsliðið myndi sigra allt og alla. Til að fyrirbyggja allan misskilning hefur þessi pistill ekk- ert með það að gera að það sé dreg- ið úr eðlilegri uppbyggingu íþrótta- rhreyfingarinnar og frábærum árangri landsliðsins í fótbolta sem er aðdáunarverður. Það er ekkert að því að vera stór- huga og vilja reisa glæsimannvirki og hallir við eðlilegt efnahagsástand og fjárhagslega getu. Undangengin ár hefur verið mokað fjármagni í íþróttamannvirki, eins og um millj- ónasamfélag væri að ræða, sem borg og sveitarfélög eru að súpa seyðið af. Vekur furðu að flísalagðar skautahallir hafi ekki risið upp þvers og kruss í öllum hverfum borgarinnar með sama hætti. Fjárhagsleg geta Reykjavíkur- borgar, Hafnarfjarðar, (Álftaness), og fleiri sveitarfélaga er rjúkandi rúst þar sem látið var stjórnast af ábyrgðarleysi að ógleymdri einka- væðingu Reykjanesbæjar þar sem hver einasti blýantur var seldur. Eðlileg sparsemi og samnýting hefði mátt vera miklu meiri, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Sú forgangsröðun sem hefur við- gengist er þess valdandi að ekki er hægt að standa undir eðlilegri og lögboðinni samfélagsskyldu. Ekki síst gagnvart þeim sem minna mega sín og festast í fátæktargildrum, ásamt að auka ójöfnuð og öryrkja- væðingu enn frekar sem er ekki í neinum takti við nágrannalöndin. Því er ekkert öfugt farið hjá hinu opinbera frekar en heimilum lands- ins, að ef ekki er sýnd eðlileg fyr- irhyggja og látið stjórnast með ábyrgum hætti fer oftast illa og glórulaus gjaldrot og afskriftir eiga sér stað. Alltof oft er þar að baki óá- byrg og jafnvel lítil siðferðiskennd. Ákveðinn hópur í samfélaginu lif- ir í vellystingum og er ekki í neinum tengslum við misskiptingu sem á sér stað ásamt að láta sig litlu varða annað en eigin afkomu. Elítan er þar í fararbroddi sem fyrr og sjálfri sér samkvæm, lætur stjórnast af sérhagsmunum, ekki síst þegar ylja skal sér um hjartarætur með niður- greiddum hörpuslætti (taki þeir til sín sem eiga þó svo afneitunin sé sterk). Það virðist vera orðið séríslenskt fyrirbrigði að ætla að hlutirnir þurfi lítið sem ekkert að kosta þar sem það þurfi aðeins ríkisábyrgð og einkavæðingu í anda 2007 til fram- kvæmda og síðan eigi að borga brúsann með draumsýn, ásamt endalausum skuldsetningum og óá- byrgum væntingum. Fari síðan ekki allt eins og til var ætlast er öllu öðru um kennt hvernig tókst til. Bætt lífsskilyrði og velferð mun seint eiga sér stað nema hjá útvöld- um láti stjórnsýslan ekki af óhæfu verklagi sem hefur þrifist alltof lengi. Láta þar hæst banka- og LÍÚ- mafíurnar sem helst má líkja við ræningjabæli undangenginna ára- tuga þar sem vaxtaokur þrífst í hæstu hæðum ásamt útvöldum sæ- greifum sem sitja að stærstum hluta að rányrkju á sameign þjóð- arinnar í skjóli veruleikafirrtra stjórnvalda. Vantar nú ekkert annað en þjóðarleikvang í anda Hörpu Eftir Vilhelm Jónsson »Undangengin ár hefur verið mokað fjármagni í íþrótta- mannvirki, eins og um milljónasamfélag væri að ræða, sem borg og sveitarfélög súpa seyðið af. Vilhelm Jónsson Höfundur er fjárfestir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Þriðjudaginn 15. desember var spilaður tvímenningur með þátt- töku 28 para. Efstu pör í N/S (% skor): Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 58,5 Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnss. 54,8 Pétur Antonsson - Örn Einarsson 53,7 Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 53,5 Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 53,4 A-V Kristrún Stefánsd. - Sverrir Gunnarss. 69,2 Ágúst Stefánsson - Helgi Einarsson 55,9 Tómas Sigurjs. - Jóhannes Guðmannss.55,1 Óskar Ólafsson - Sigfús Skúlason 55,0 Ólafur Ólafsson - Anton Jónsson 54,2 Föstudaginn 18. desember var síðasta spilakvöld á þessu ári. Fyrir spilamennsku var jólahlað- borð og síðan var spilaður tvímenn- ingur með þátttöku 36 para Bestum árangri náðu í N/S: Vigdís Sigurjónsd. - Þorl. Þórarinss. 61,6 Kristín Óskarsd. - Unnar Guðmss. 57,5 Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnsson 56,4 Guðl. Bessason - Ragnar Haraldss. 53,9 Bjarni Þórarinss. - Magnús Jónsson 52,9 A-V Tómas Sigurjss. - Björn Svavarss. 62,8 Sigurður Kristjánss. - Jónína Óskarsd. 61,9 Sturla Snæbjörnss. - Ormarr Snæbjss. 61,0 Björn Arnarson - Ágúst Þorsteinss. 60,8 Skafti Þórisson - Birkir Jónsson 54,6 Guðmundur Sigursteinsson vann hauststigakeppnina af miklu öryggi. Hann fékk veglegan bikar til eignar. Að auki fengu 10 hæstu spil- arar verðlaun. Lokastaðan í hauststigakeppn- inni varð þessi: Guðmundur Sigursteinsson 281 Auðunn R. Guðmundsson 263 Örn Einarsson 226 Bjarnar Ingimarsson 206 Jóhann Benediktsson 202 Bragi Björnsson 198 Óskar Ólafsson 194,5 Tómas Sigurjónsson 185 Katarínus Jónsson 170 Félagið óskar öllum spilurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Spilamennska hefst aftur föstu- daginn 8. janúar. FEB Reykjavík Mánudaginn 14. desember var spilað á 12 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S Magnús Oddsson – Björn E. Péturss. 250 Jón Þór Karlss. – Björgvin Kjartanss. 234 Guðm. Sigursteinss. – Unnar Guðmss. 232 Haukur Harðarson – Ágúst Helgason 227 A/V Bjarni Guðnas. – Guðm. K. Steinbach 283 Óli Gíslason – Magnús Jónsson 252 Tómas Sigurjss. – Björn Svavarsson 246 Bjarni Þórarinss. – Gunnar Jónsson 221 Fimmtudaginn 17. des. mættu 23 pör til leiks. Efst í N/S Guðm. Sigursteinss. – Björn Árnason 269 Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 243 Bjarni Þórarinss. – Kristján Guðmss. 230 Jón Þór Karlss. – Jón Hákon Jónss. 230 A/V Ormarr Snæbss. – Sturla Snæbjörnss. 253 Óli Gíslason – Magnús Jónsson 252 Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 246 Hrólfur Guðmss. – Axel Lárusson 233 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Þú gerir ekki *samkvæmt dekkjaprófun haustið 2014 Ipike W419Winter i'cept Korna- dekk – Síðan 1941 – Smiðjuvegi 68-72, Kóp Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Austurvegi 52, Selfossi Skútuvogi 2, Rvk Sími 568 3080 betri kaup! Áberandi gott skv. FÍB*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.