Morgunblaðið - 23.12.2015, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015
✝ Guðrún EsterEinarsdóttir
fæddist 17. október
1955 á Snotrunesi í
Borgarfirði eystri.
Hún lést á tauga-
deild Landspítalans
hinn 22. nóvember
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Einar
Sveinsson, f. 17.
september 1915, d.
15. maí 1983, og Ólína Halldórs-
dóttir, f. 3. ágúst 1918, d. 2. des-
ember 2009. Systir Guðrúnar
var Þórhalla Einarsdóttir, f. 9.
apríl 1953, d. 30. mars 2011.
Guðrún giftist Páli Ólafssyni,
f. 31. ágúst 1948. Foreldrar hans
voru Ólafur Pálsson og Svein-
björg María Jónsdóttir.
Börn Guðrúnar og Páls eru:
1) Hulda, f. 2. desember 1980.
Sambýlismaður hennar er Þórð-
ur Jensson, dóttir þeirra er El-
ísa Þórðardóttir, f. 2012. Fyrir á
Hulda soninn Pat-
rek Smára Bjarna-
son, f. 2005. Fyrir á
Þórður dótturina
Tinnu Dögg Þórð-
ardóttur, f. 2003. 2)
Einar Ólafur, f. 26.
maí 1988. Sambýlis-
kona hans er Guð-
rún Sandra Bernd-
sen Björnsdóttir,
sonur þeirra er Al-
exander Freyr
Berndsen Einarsson, f. 2014.
Páll hafði áður ættleitt Svein-
björgu Maríu, f. 28. janúar 1970.
Guðrún stundaði nám við Al-
þýðuskólann á Eiðum og fluttist
til Reykjavíkur 18 ára gömul.
Hún starfaði við umönnunar-
störf á Vífilsstöðum, Grund og
Sólvangi. Lengst af starfaði
Guðrún á leikskólanum Hamra-
borg.
Útför Guðrúnar fór fram í
kyrrþey 3. desember 2015, að
ósk hinnar látnu.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín,
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best,
hjartað blíða, heita –
hjarta, er sakna ég mest.
(Sumarliði Halldórsson)
Ég elska þig að eilífu, elsku
besta mamma mín.
Þín dóttir,
Hulda.
Þessi örþunni veggur
milli lífs og dauða
einsog skilrúm úr
japönskum silkipappír,
sumstaðar rifið
og sér í gegn.
Þannig yrkir Gyrðir Elíasson
um skilin milli lífs og dauða.
Við erum oft óþyrmilega á það
minnt.
Nú síðast fyrir nokkrum vik-
um þegar frænka mín góða,
Guðrún Ester Einarsdóttir, var
skyndilega hrifin úr faðmi
elskulegrar fjölskyldu sinnar
án nokkurs fyrirvara. Þá er
gott að eiga minningarnar til að
safna saman myndinni af elsku-
legri frænku, umhyggjusamri
móður, eiginkonu og ömmu
ungra barna.
Við Guðrún vorum systkina-
dætur í báðar ættir og hún ólst
upp með fjölskyldu okkar á
Snotrunesi til sex ára aldurs
þegar fjölskylda hennar flutti í
Bakkagerði.
Guðrún dvaldi stundum hjá
okkur á Eiðum nokkra daga í
senn. Á þeim tíma var hún
Gulla frænka, ljóshærð og blá-
eygð, snaggaraleg og fjörleg,
hjálpsöm og góð.
Ég man sérstaklega eftir
okkur í dúkkuleik, en Guðrún
átti mjög fallegar dúkkur sem
hún hugsaði um af mikilli um-
hyggjusemi. Okkur þótti
skemmtilegast að leika með
þær úti í sumarsólinni undir
húsvegg.
Á Borg rak Lína frænka
gisti- og veitingasölu og Einar
frændi vann í Kaupfélaginu.
Þangað var alltaf gaman að
koma og mér er minnisstætt
hversu fallegt dót þær systur
áttu, Guðrún og Halla. Í litlum
skápum undir súðinni höfðu
þær búið sér fallegt „brúðu-
heimili“.
Ekki var verra að alltaf var
líf og fjör í eldhúsinu og borð-
stofunni enda oft kostgangarar
og gestir í mat og kaffi hjá
Línu og af því nutum við góðs.
Þegar Guðrún Ester kom í
Alþýðuskólann á Eiðum urðum
við skólasystur en þó ekki
bekkjarsystur því Guðrún var
ári eldri en ég. Við urðum þá
góðar vinkonur og Guðrún kom
oft á Garð.
Seinna settist Guðrún svo í
framhaldsdeild skólans og lauk
þaðan prófi. Þá var ég komin
suður í menntaskóla. Mér er
minnisstætt hvað Guðrún var
alltaf róleg og yfirveguð, bros-
mild og spaugsöm. Hún var
samviskusamur og duglegur
nemandi, hafði fallega rithönd
og var mjög vel að sér í ís-
lensku, bæði talaðri og ritaðri.
Hún átti mjög létt með að
skrifa ritgerðir.
Næst áttum við frænkur
samleið í Reykjavík. Ég fór í
skóla, Guðrún fór að vinna á
Vífilsstöðum við umönnun.
Henni féll sú vinna vel og hún
var vel vinnandi, hugsunarsöm
og góð.
Í fríum sínum kom hún í bæ-
inn og þá var gott að eiga hana
að. Einn vetur bjuggum við
frænkurnar saman á Fjölnis-
vegi 7 ásamt systrunum úr
Hvannstóði, Hildu og Gunnu.
Við kölluðum okkur síðar Fjal-
irnar.
Þá var það einn vorljósan
dag að ung og fögur stúlka í
blárósóttum sumarkjól, bíður
eftirvæntingarfull eftir mannin-
um sem hún var nýbúin að
kynnast.
Þarna var Páll, eða Palli,
kominn og saman áttu þau eftir
að stíga lífsdansinn í rúm 37 ár.
Þau Guðrún og Palli eign-
uðust tvö yndisleg börn, Huldu
og Einar Ólaf. Þau eru bæði
fjölskyldufólk og sjá nú að baki
móður sinni og ömmu barnanna
sinna.
Hugur okkar er hjá fjöl-
skyldu Guðrúnar á þessum
sorgartímum. Megi frænka mín
hvíla í friði og kannski á hún
eftir að kíkja í gegnum rifurnar
á silkipappírnum á þá sem
henni þótti vænst um hérna
megin.
Eygló Eiðsdóttir.
Guðrún Ester
Einarsdóttir
✝ Margrét Sigur-rós Guðnadótt-
ir fæddist í Reykja-
vík 26. febrúar
1945. Hún andaðist
á Landspítalanum
við Hringbraut 30.
nóvember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Björg Ing-
þórsdóttir frá
Óspaksstöðum í
Hrútafirði og
Guðni Erlendsson frá Hvamms-
tanga.
Albróðir Margrétar var Ing-
þór Hallberg Guðnason, f. 18.9.
1942, d. 8.10. 2011.
Hálfsystkini Margrétar, sam-
feðra, eru Þorbjörg, Rannveig,
Svandís og Erlendur.
Börn Margrétar eru: 1)
Hjálmar Georg Theódórsson, f.
16.4. 1963, kona hans er Elísa-
bet Arnardóttir. Börn Hjálmars
með Mörtu Sævarsdóttur eru
Hjálmari Guðjónssyni að
Strandhöfn í Vopnafirði, þar
sem þau voru að hefja búskap.
Þar bjó Margrét fram að ferm-
ingu, en haustið 1959 fluttu þau
suður og settust að í Kópavogi.
Margrét fór níu ára gömul í
heimavistarskólann á Torfa-
stöðum og lauk þaðan barna-
skólaprófi 12 ára. Þá var hún
hálfan vetur í unglingadeild í
sama skóla og lauk þaðan ung-
lingaprófi vorið 1959.
Eftir að suður var komið hóf
hún nám í Kvennaskólanum í
Reykjavík og útskrifaðist þaðan
vorið 1962.
Eftir fertugt fór Margrét í ný-
stofnaða öldungadeild við Verzl-
unarskóla Íslands og lauk þaðan
verslunar- og stúdentsprófi.
Margrét fór ung út á vinnu-
markaðinn og starfaði svo til
alla ævi við skrifstofu- og bók-
haldsstörf, bæði hér heima og í
Danmörku, m.a. á bæjarskrif-
stofum Kópavogs, hjá Loftleið-
um og í 27 ár hjá Ármannsfelli
hf., sem síðar sameinaðist Ís-
lenskum aðalverktökum, þar
sem hún var í 15 ár.
Útför Margrétar fór fram í
kyrrþey að ósk hennar.
Sóley Mist og Sæ-
þór Máni. 2) Davíð
Elvar Hill, f. 25.6.
1965, kona hans er
Susan Hill. Börn
Davíðs með Mary
Romero eru Davíð
Elvar og Rósa Rak-
el. 3) Ingibjörg
Karlsdóttir, f. 26.8.
1971.
Margrét giftist
Hákoni Waage
31.12. 1997. Börn Hákonar eru:
Indriði Waage, f. 15.2. 1969,
kona hans er Þórhildur Ósk
Halldórsdóttir, þeirra dætur eru
Embla, Sigríður María og
Brynja Valdís.
2) Sigríður Ninní Waage, f.
6.11. 1971, d. 24.10. 1996. 3)
Inga Þórunn Waage, f. 5.2. 1985.
Eftir skilnað foreldra sinna
haustið 1947, fluttist Margrét
með móðursystur sinni Sigurrós
Ingþórsdóttur og manni hennar
Sorg
Þessi helkaldi flaumur
á uppsprettu í hjartanu
Hann flæðir yfir hugann
rýfur varnargarða líkamans
og skilur eftir för
sem aldrei gróa
Rennur hann að lokum
í tímans haf?
(Margrét Sigurrós Guðnadóttir)
Margrét mágkona mín bar
nafn með rentu. Hún var sann-
nefnd perla. Fjölhæf, skarp-
greind, hreinlynd, hagmælt,
gædd ríkulegri kímnigáfu,
manngæsku og visku. Margrét
var ekki hávaxin en þeim mun
hærri var hún sem manneskja
sem markaði djúp spor í lífi
samferðamanna, spor sem ekki
verða fyllt.
Fyrir um tuttugu og fjórum
árum hringdi bróðir minn í mig
dag einn og spurði hvort hann
mætti kíkja til mín með gest.
Að sjálfsögðu náði forvitnin
samstundis tökum á mér. Gest-
urinn reyndist vera kona, björt
og hrífandi, Margrét að nafni.
Hún varð konan í lífi hans.
Framundan var samstiga ganga
þeirra á lífsins brautum í ást,
gleði og virðingu.
Margrét varð líka aufúsu-
gestur í lífi okkar hinna í fjöl-
skyldunni. Hún var móður okk-
ar sem góð dóttir og mér
kærkomin systir. Bróður mín-
um reyndist hún hans besti vin-
ur og ómetanlegur lífsförunaut-
ur. Þau voru samhent um allt
hvort heldur var í hversdagslífi
eða á tyllidögum. Óteljandi eru
boðin, sem þau stóðu fyrir enda
bæði höfðingjar í lund. Má einu
gilda hvort það var á höfuðból-
inu Skíðastöðum í Skagafirði
eða í Holtsbúð í Garðabæ, þá
mætti gestum einstök gestrisni
en ekki síður alls kyns uppá-
tæki, sem gerðu samverustund-
irnar ógleymanlegar.
Það var eins og Margrét gæti
tekið sér allt fyrir hendur. Hún
var orðsins kona og lét jafn vel
að koma orðum yfir sára
reynslu og spaugileg atvik. Á
mannamótum varpaði hún fram
smellnum tækifærisræðum og
frumortum vísum. Hún hafði
aldrei haldið á veiðistöng fyrr
en hún kynntist bróður mínum
en með honum gerðist hún hin
mesta aflakló. Eitt árið fannst
henni þátttaka kvenna í get-
raunaspá um úrslit heimsmeist-
arakeppni í knattspyrnu heldur
dapurleg á vinnustað sínum svo
hún ákvað að bæta þar úr þótt
hún hefði aldrei fylgst með
íþróttum. Ekki þarf að orð-
lengja það að Margrét bar sigur
úr býtum. Sigurlaunin voru
tæmd í botn í fjörmikilli og fjöl-
mennri veislu í boði hennar.
Upp frá þessu lét Margrét eng-
an landsleik framhjá sér fara.
Margrét var ekki bara gleði-
gjafi á góðum stundum, ekki
síður var hún örlát á kærleik og
stuðning til þeirra, sem áttu um
sárt að binda. Fyrir ári kom í
ljós að mein, sem talið var að
Margrét hefði sigrast á fyrir sjö
árum, hafði tekið sig upp. Vonir
stóðu til að hægt væri að halda
meininu í skefjum en ljóst var
að ekki yrði það læknað. Við
tók ströng barátta, sem Mar-
grét tókst á við af ótrúlegu bar-
áttuþreki, æðruleysi og reisn.
Allt til hinstu stundar trúðu ást-
vinir að sigur hefðist í barátt-
unni en af ýmsu má ráða að hin
raunsæja Margrét hafi vitað að
ósigur í þeim efnum væri jafn
líklegur.
Yndisleg kona hefur kvatt og
hennar er sárt saknað af öllum
þeim fjölmörgu sem hana
þekktu. Hákoni bróður mínum,
Hjálmari, Elvari, Ingu, tengda-
börnum og barnabörnum votta
ég djúpa samúð mína. Blessuð
sé minning Margrétar Sigur-
rósar Guðnadóttur.
Kristín Waage.
Þegar ég loka augunum og
hugsa um Margréti er það
röddin sem kemur fyrst til mín.
Þessi umhyggjusama rödd sem
umfaðmaði mann, hlý og síung.
Ég kynntist henni þegar hún og
Konni, uppáhalds frændi minn,
hófu að draga sig saman. Ég
kolféll fyrir henni eins og restin
af fjölskyldunni, það var ekki
annað hægt en að heillast af
þessari kláru, skemmtilegu,
orðheppnu og frábæru konu
sem átti strax í okkur hvert
bein. Margrét og Konni áttu
einstaklega vel saman, réttsýnir
húmoristar með brennandi
áhuga á samfélagsmálum,
menningu og listum. Samræður
við Margréti voru djúpar og
gefandi, hún var víðlesin og for-
vitin, gat spurt erfiðra spurn-
inga og hafði lag á að draga
fram hliðar á snúnum málum
sem blöstu ekki endilega við.
Og Margrét var höfðingi heim
að sækja – ég á ótal minningar
um magnaðar veislur sem þau
hjónin slógu upp á sínu fallega
heimili í Garðabænum, hvort
sem var í dýrlegum sumargleð-
skap eða í svartasta skammdeg-
inu. Hvert gamlárskvöld sam-
einuðust fjölskyldur Margrétar
og Konna í stórkostlegu gilli
þeirra hjóna þar sem borðin
svignuðu undan kræsingum og
það var sungið og dansað eins
og enginn væri morgundagur-
inn. Það var stuð og gleði í
kringum þau hjónin og ég sé
þau fyrir mér, sitjandi hvort við
sinn borðsendann, geislandi af
gleði, umvafin sínum nánustu.
Það er sárt að kveðja yndis-
lega konu en um leið er ég
óendanlega þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast um-
hyggju hennar, visku og faðm-
inum stóra.
Ég sendi öllum nánustu að-
standendum mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Elísabet Indra
Ragnarsdóttir.
Eftir hálfrar aldar vináttu er
hún orðin svo sjálfsögð að það
er undarlegt að nú sé hún að-
eins minning. En minningarnar
eru margar og góðar. Magga
sem unglingur, móðir, amma og
síðast en ekki síst fyrir okkur,
vinur vina sinna.
Margrét Sigurrós Guðnadótt-
ir, sem alltaf var kölluð Magga
af vinum sínum, fæddist 26.
febrúar 1945.
Magga var sveitastelpa frá
Vopnafirði og upplifði þar
„forna búskaparhætti“ og ein-
hvern tíma á unglingsárum þeg-
ar við komum í Minjasafnið á
Akureyri þá þekkti hún af eigin
raun skilvindur og alls konar
gömul tól og sagði oft: „Svona
var heima.“ Vörðurinn horfði
undrandi á skvísuna og spurði
hvaðan hún væri eiginlega? Þá
sprungum við Kópavogspíurnar
úr hlátri.
Magga var vel að sér um
fleira en forna búskaparhætti.
Hún var margfróð og víðlesin
og var stöðugt að bæta við sig á
öllum sviðum. Hún var í
Kvennaskólanum. Þá tók hún
stúdentspróf á fullorðinsárum.
Magga var gáfuð, lífsglöð, fé-
lagslynd, skemmtileg og örlát.
Hún var sjálfkjörinn leiðsögu-
maður saumaklúbbsins til út-
landa og hafði þá kynnt sér vel
allar aðstæður.
Hún byrjaði ung að vinna.
Sumarstörf á Kvennaskólaárun-
um, eftir það á Bæjarskrifstof-
unum í Kópavogi, þá hjá Loft-
leiðum en lengst af vann hún
sem bókari hjá Ármannsfelli
(síðar ÍAV). Auk þess vann hún
yfirleitt aukastörf um kvöld og
helgar. Þrátt fyrir langan
starfsaldur hætti hún ekki að
vinna fyrr en kraftarnir þrutu.
Magga var baráttukona allt
sitt líf. Hún varð ung móðir og
ól börnin sín að mestu leyti upp
sjálf með aðstoð móður sinnar.
Sú barátta kostaði útsjónarsemi
og mikla vinnu sem hún taldi
aldrei eftir sér.
Lífið hennar Möggu var aldr-
ei dans á rósum. En það breytt-
ist margt þegar hún og Hákon
Waage hófu sambúð. Þau voru
einstaklega samrýnd og okkur
þótti hún heppin að eiga Hákon
að, ekki síst í veikindum henn-
ar. Þá var Hákon kletturinn
sem aldrei brást.
Það var því bæði sorglegt og
ósanngjarnt þegar krabba-
meinið tók sig upp aftur og gaf
engin grið. Magga lést 30. nóv-
ember sl.
Hákon og börnin þeirra,
Hjálmar, Elvar, Inga, Indriði
og Inga Þórunn eiga alla okkar
samúð. Einnig barnabörnin öll
sem hafa misst góða ömmu.
Við saumaklúbbssystur
kveðjum Möggu, vinkonu okkar,
með virðingu og djúpum sökn-
uði.
Hlíf, Ólafía, Sigrún,
Erla, Nína og Lilja.
Það var á sólbjörtum maí-
morgni fyrir nær 43 árum að
Margrét birtist í dyrunum á
litlu skrifstofunni minni á
Grettisgötu. Þetta var í maí
1972. Þetta litla fyrirtæki Ár-
mannsfell hafði ákveðið á bæta
við starfskrafti á skrifstofuna.
Fyrir voru auk mín, faðir minn,
bróðir og systir sem vann í
hlutastarfi. Margir sóttu um en
ég ákvað strax að fá Margréti
til samstarfs við okkur þrátt
fyrir margar ágætar umsóknir.
Ákvörðun sem ég hef ætíð verið
almættinu þakklátur fyrir. Mar-
grét kom í viðtalið með stór sól-
gleraugu og mjög vel tilhöfð. Þá
áratugi sem ég síðan var sam-
verkamaður hennar var hún
ævinlega jafnvel til fara og ætíð
í góðu skapi. Ég hafði grun um
að eitthvað mætti betur fara í
einkalífi hennar á fyrri hluta
samstarfstíma okkar, enda þótt
að íslenskum sið væri aldrei um
það rætt, en aldrei kom það nið-
ur á því góða skapi sem hún bar
með sér að því er virtist án þess
að hafa fyrir því. Þessu litla
fyrirtæki óx fiskur um hrygg og
flutti 1975 í nýjar höfuðstöðvar
á Funahöfða og með aukinni
starfsemi jókst mannskapur
einnig á skrifstofunni. Það
gerðist sjálfkrafa að Margrét
varð skrifstofustjóri og sá til
þess að tæknimenn hefðu allt
sem þeir þurftu. Sérgrein Mar-
grétar var annars að halda utan
um bókhald fyrirtækisins og
það gerði hún svo allt stemmdi
og hafði hún óþreytandi þolin-
mæði til að bera, sem mig
skorti verulega. Starfsmönnum
fjölgaði jafnt og þétt og fljót-
lega var stofnað starfsmanna-
félag til þess að skemmta
mannskapnum í frítíma sínum
og auka samheldnina. Margrét
var þar sjálfkjörinn foringi
enda hafði hún ómældan metn-
að fyrir þessu litla fyrirtæki.
Fjölmargar ferðir voru skipu-
lagðar auk árvissra árshátíða og
var Magga potturinn og pannan
í því öllu. Margrét var ágætlega
hagmælt og setti oft saman vís-
ur og vísnabálka um atburði í
sögu okkar fyrirtækis öllum til
mikillar ánægju. Þegar Ár-
mannsfell hf. sameinaðist ÍAV
hf. í lok aldarinnar, hélt Mar-
grét áfram störfum fyrir hið
sameinaða fyrirtæki og hélt því
áfram þar til síðasta sumar.
Hafði hún þá starfað samfellt
hjá sama fyrirtækinu í 43 ár og
skilað frábæru lífsverki. Ein-
hvern tíma á þessum langa
samstarfstíma okkar breyttist
enn yfirbragð Margrétar og var
augljóst að hún hafði fundið
nýja lífshamingju. Ástæðan var
að hún hafði loks fundið lífs-
förunaut sinn og ást sem var
Hákon Waage, sá ágæti leikari.
Hafa þau samhent gengið sinn
æviveg undanfarna áratugi svo
að unun hefur verið á að horfa,
þau fáu skipti sem ég hef rekist
á þau sem hefur verið sjaldnar
en ég hefði viljað sökum búsetu
minnar um árabil í öðru landi.
Þungur harmur hlýtur að vera
lagður nú á Hákon og votta ég
honum mína dýpstu samúð.
Margrét eignaðist mannvænleg
börn sem nú syrgja góða móð-
ur. Þeim sendi ég einnig ein-
lægar samúðarkveðjur. Kæra
vinkona, ég hlakka til endur-
funda við þig.
Ármann Örn Ármannsson,
fyrrv. framkvstj.
Ármannsfells hf.
Margrét Sigurrós
Guðnadóttir