Morgunblaðið - 23.12.2015, Qupperneq 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015
✝ Örn Helgasonfæddist á Björk
í Öngulstaðahreppi
í Eyjafirði, 21. maí
1932. Hann and-
aðist á Hrafnistu
28. nóvember 2015.
Foreldrar hans
voru Helgi Daní-
elsson frá Björk í
Öngulsstaðahreppi
í Eyjafirði, f. 11.
júní 1900, d. 16.
desember 1986, og Gunnfríður
Bjarnadóttir frá Botni í Mjóa-
firði, f. 6. nóvember 1905, d. 9.
apríl 1990.
Systir Arnar er Auður, fædd
19. apríl 1939, búsett á Húsavík
og var maður hennar Hjörtur
Tryggvason.
Örn kvæntist Valgerði Þóru
Benediktsson árið 1956. Val-
gerður Þóra er fædd 8. maí
1935. Þau skildu 1975. For-
eldrar hennar voru Stefán Már
Benediktsson og Sigríður Bene-
diktsson Oddsdóttir.
Börn Arnar og Valgerðar
Þóru eru:
1) Stefán Már, f. 19. júní 1957.
2) Svala, f. 16. nóvember
í Austurríki 1955 en hélt síðan
háskólanámi sínu áfram í Nor-
egi við Óslóarháskóla og lauk
þaðan cand. psych. prófi 1961 .
Hann var áhugamaður um dul-
arsálfræði og var mikill kunn-
áttumaður á því sviði. Sótti hann
m.a. nám sumarið 1977 við há-
skólann í Duke í Suður-Karólínu
í Bandaríkjunum, auk þess sem
hann var um tíma við nám í
þekkingarfræði við Hafnarhá-
skóla. Örn fékkst við ritstörf
m.a. á sviði dulsálfræði og sagn-
fræði og ritaði hann bókina
Kóng við viljum hafa, sem gefin
var út af Skjaldborg 1992.
Starfssvið Arnar var á sviði
skólasálfræði, hann starfaði
upphaflega hjá sálfræðideild
skóla 1961-62, síðan hjá Barna-
verndarnefnd Reykjavíkur
1962-69. Örn varð forstöðu-
maður sálfræðiþjónustu skóla í
Reykjanesumdæmi 1969-83.
Seinustu starfsár sín starfaði
hann sem skólasálfræðingur í
Noregi. Meðfram störfum sínum
stundaði Örn kennslu í skóla-
sögu og sálfræði. Hann kenndi
m.a. við gamla Kennaraskólann,
einnig eftir að hann varð Kenn-
araháskóli sem og við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands.
Útför Arnar fór fram í kyrr-
þey.
1959, maki Arthúr
Björgvin Bollason,
f. 16. september
1950. Þau eiga tvö
börn: Ívar Má, f. 4.
júlí 1997, og Irmu
Þóru, f. 7. febrúar
1999.
3) Sigríður Auð-
ur, f. 12. júní 1965,
maki Vilhjálmur
Örn Sigurhjartar
son, f. 16. mars.
1962. Þau eiga Unni Svölu, f. 4.
nóvember 1996.
4) Helgi, f. 7. mars 1970, maki
Erna Ólafsdóttir, f. 13. júlí 1970,
þau eiga tvö börn: Ólaf Örn, f.
22. apríl 1990, og Steinunni, f.
21. ágúst 1996.
Örn er fæddur og uppalinn á
Björk í Eyjafirði, þar sem for-
eldrar hans voru með búskap.
Hann bjó á Björk öll sín æsku-
og unglingsár, fyrir utan stuttan
tíma á Akureyri. Hann stundaði
nám í Gagnfræðaskóla Akureyr-
ar en síðan lá leiðin í Mennta-
skólann á Akureyri þar sem
hann útskrifaðist sem stúdent
vorið 1953. Örn hóf nám í sálar-
fræði við háskólann í Vínarborg
Það er undarlegt að kveðja
þig, því þú ert svo hjá okkur. Þú
varst burðarstoð, kletturinn okk-
ar, sem varst alltaf til staðar.
Árin í Vínarborg voru draumi
líkust, háskólinn í Vín með djúp-
slitnu marmaratröppunum. Þar
varstu við sálfræðinám áður en
þú hélst til Osló til að ljúka nám-
inu. Minningar koma upp í hug-
ann um bjórstofur með grófum
timburborðum og bekkjum, Ant-
on Karas að spila lagið sem hann
bjó til fyrir hina þekktu kvik-
mynd, Þriðji maðurinn, Graben
miðhlutinn af Vínarborg með fal-
legum listmunum og bókabúð-
um, að fara á óperutónleika í
fögrum höllum. Ég þurfti að
læra þýsku og skrifa ritgerðir og
fékk góða hjálp frá þér við að
semja á þýsku.
Að vera á Björk í Önguls-
staðahreppi, þar sem þú ólst
upp, með börnunum okkar og
horfa á lömbin stökkva hæð sína
á vorin þegar sólin settist aldrei,
er ógleymanlegt, sonur okkar
lék sér við kálfana og þeir jafn-
vel sleiktu handlegginn á honum
án þess að honum brygði. Að
drekka ógerilsneydda mjólk
beint úr fjósinu. Það voru for-
réttindi.
Þú varst vinsæll sálfræðingur
hjá Miðstöð skólasálfræðinga í
Reykjanesumdæmi þar sem þú
varst forstöðumaður. Foreldr-
arnir gátu hringt til þín á kvöld-
in og borið upp við þig ýmis mál.
Þú áttir svo gott með að gefa
góð ráð. Ég man sérstaklega eft-
ir því mikla hrósi sem þú fékkst
frá einum skólanna fyrir af-
bragðsgóða hlustun og næmi á
líðan foreldra og barna. Um-
dæmi þitt var stórt og þú þurftir
að fara víða og heimsækja
marga skóla.
Á námsárunum þínum í Osló
bjuggum við í mjög fallegri íbúð
með dýrðlegum garði fullum af
rauðum rósum. Stúdentarnir
komu í heimsókn. Margir eru
minnisstæðir úr þeim heimsókn-
um eins og Einar Þorláksson
sem nam við Listakademíuna og
Reynir Jónasson sem var við
nám líka. Ég man eftir heim-
sóknum okkar í stúdentabæinn
Sogn. Vinatengsl mynduðust
sem urðu varanleg. Þú laukst
svo námi þínu við Sálfræðideild
Háskólans í Osló hjá prófessor
dr. Schjelderup með láði.
Það var alltaf gaman að hlusta
á þig tala og þú talaðir svo fal-
lega íslensku, orðaðir hlutina á
einfaldan hátt og án orðlenginga.
Drottinn Jesús Kristur blessi
minningu þína og varðveiti þig.
Ég veit að þú ert kominn til for-
eldra þinna og góðra vina.
Þóra.
Elsku pabbi, að kveðja þig er
sárt, en með þakklæti. Minning-
ar frá bernskunni á Marargötu
koma ljóslifandi fram, pabbi að
koma heim úr vinnu og ég
hlakka til að fá að hvíla mig í
faðmi pabba, það gladdi þig. Þú
gast aftur og aftur sagt mér sög-
una af því hvað mér fannst „hvít-
ur fiskur“ góður og hafðir gam-
an af. Hvíti fiskurinn reyndist
vera súr hvalur. Enn man ég
bragðið af þessum kræsingum
sem þú tókst með þér heim úr
vinnu vafðar kostulega inn í
hvítan umbúðapappír.
Þú hafðir svo marga góða
kosti, hógvær, yfirvegaður, íhug-
ull, varst sjálfum þér samkvæm-
ur, réttsýnn og staðfastur. En að
sama skapi varstu með frjóa og
gagnrýna hugsun, tilfinninga-
maður, mikill smekkmaður og
kunnir að njóta einfaldra hluta.
Þú varst með kímnigáfu og mik-
ill sögumaður. Þú vissir svo
margt. Ég velti því oft fyrir mér,
eftir heimsóknir til þín, hvernig
þú gætir verið svona vel að þér
um svo mörg og svo ólík málefni,
pólitík, heimsmálin, sagan, sér-
staklega seinni heimstyrjöldin,
tónlist, bókmenntir og svo mætti
lengi telja. Aldrei var komið að
tómum kofunum og það var svo
óskaplega gaman að hlusta á þig.
Þú virtist drekka í þig allan fróð-
leik og áttir svo auðvelt með að
gera það spennandi sem þú hafð-
ir lesið. Engan hef ég hitt sem
hefur haft þessa eiginleika. Þú
lagðir mikla áherslu á við okkur
börnin þín að tala góða íslensku,
málið var þér heilagt. Ég var
alltaf svo stolt að vera með þér,
þegar þú byrjaðir að segja frá.
Þú fékkst óskipta athygli að því
þú varst svo fróður og talaðir
svo fallegt mál, orðfærið var sér-
stakt og hnitmiðað og með þessu
rólyndisyfirbragði sem þú hafð-
ir. Þú leiðréttir börnin þín ef þau
slettu. Ekki varstu ánægður
þegar ég kvaddi með „bye, bye“
það fannst þér hreinlega vont.
„Sigga mín, segðu bless, bless.“
Svo einfalt var það og ég reyndi
að gæta mín á þessu, allavega
þegar þú heyrðir til. Þú hlustað-
ir með athygli og af miklum
áhuga sem var svo gefandi fyrir
alla. Þú hafðir ekki þörf fyrir at-
hygli sjálfur, leyfðir hins vegar
alltaf öðrum að njóta sín. Þú
reyndir aldrei að koma skoðun-
um þínum upp á aðra, komst
hins vegar með ábendingar, sáð-
ir efasemdafræjum, en varst al-
veg sáttur þótt ég væri ekki
sammála þér. Þetta gerðir þú
þrátt fyrir að hafa miklar skoð-
anir á mönnum og málefnum,
það duldist engum, þú varst með
mjög róttæka og skýra hugsun.
Með þessu hafðir þú mikil áhrif
á mig og þannig gafstu mér og
öðrum frelsi til að vera þeir
sjálfir og ávannst þér virðingu
og traust.
Elsku pabbi, þú hafðir alltaf
trú á mér, það var mér ómet-
anlegt veganesti í lífinu. Að því
mun ég alltaf búa.
Guð geymi þig, elsku pabbi
minn.
Sigríður Auður.
Elsku pabbi. Ljósið var
slokknað í glugganum þínum
þegar ég keyrði framhjá í des-
emberrökkrinu í gær. Nú er
ekki lengur hægt að skjótast upp
til þín, spjalla og setja yfir eggin
sem þér fundust svo góð. Svo oft
hef ég setið hjá þér og hlustað á
djúpu hljómþýðu röddina þína.
Þú talaðir svo vel og hlustaðir og
ekkert var þér óviðkomandi.
Minningarnar þyrpast að mér.
Ferðir okkar systkinanna norð-
ur í land á sumrin og endalausir
sólskinsdagar í stafalogni inni í
Eyjafirði á æskustöðvum þínum.
Þú varst í fríi og sast í bóka-
herberginu með afa á kvöldin.
Gönguferðin okkar inn í Garðs-
árdal, eyðidalinn á bak við fjallið
á Björk, er sterk mynd í huga
mér og ein af fyrstu minningum
mínum um dulmögn íslenskrar
náttúru.
Þið mamma á Marargötunni
nýkomin frá London með fullt af
dóti. Þú í sérsaumuðum jakka-
fötum frá Savile Row sem þú
barst svo vel. Fullt af dóti fyrir
okkur krakkana. Litlar mynda-
bækur, rauðir jólakjólar, skær-
gulir sumarkjólar og lakkskór.
Unglingsárin komu með óstýri-
læti og þú reyndir oft að sefa
mig og bægja frá dramatískum
kólguskýjum með rökum. Rök-
um sem ég var ekki tilbúin að
kyngja þá en skynjaði seinna að
voru hin góðu fræ framtíðarinn-
ar. Á þessum árum var ég eitt
sinn í mikilli angist að reyna að
ljúka verkefni í sálarfræði. Þú
kláraðir verkefnið fyrir mig og
umsögnin var að það „bæri vott
um gaumgæfni og hugsun“. Þá
kímdum við feðginin. Gaum-
gæfni og hugsun var ekki aðal
unglingsáranna minna en það
sem einkenndi þig alltaf. Ferðin
okkar til Ameríku er ógleyman-
leg. Ég fór til að vera au pair hjá
vinkonu Svölu frænku og þú til
að fara í Duke-háskóla í Suður-
Karólínu að nema dularsálfræði.
Ferðirnar þínar til okkar Art-
húrs í Frankfurt þar sem við átt-
um ljúfar stundir. Fórum í
göngutúra, heilsuðum vinum á
kaffihúsinu við markaðstorgið og
litum inn á ítalska veitingahús-
inu niðri við ána Main. Þarna
leið þér vel.
En til að ferðast með þér
þurfti ekki að fara í flugvél eða
lest. Að spjalla við þig við eld-
húsborðið á Hagamel gat verið
ferðalag um allar heimsins víð-
áttur. Við ræddum oft um skáld-
skap, byggingar, mannssálina.
Stundum gerðum við narr að
mönnum og málefnum. Þú varst
mjög fróður um sagnfræðileg
efni og skrifaðir bók um það
þegar Íslendingar ætluðu að
gera þýskan prins að kóngi á Ís-
landi. Þú hlustaðir og ígrundaðir
skoðanir þínar vel. Flanaðir ekki
að niðurstöðum. Að vera með
þér, pabbi, var eins og að sitja
við gnægtaborð. Þú veltir mikið
fyrir þér tilveru okkar og hinstu
rökum hennar.
Það nístir mig, pabbi minn, að
horfa upp í gluggann þinn þar
sem ljósið er slokknað. Að geta
ekki framar notið nærveru þinn-
ar, visku og hlýju. Á sama tíma
gleðst ég yfir því að þú ert kom-
inn á annan og betri stað þar
sem þú ferðast um alsjáandi og
heilbrigður. Þú ert kominn til
landsins góða. Ég mun alltaf
sakna þín. Í minningunni verð-
urðu alltaf nálægur í þínum
sterka anda. Þannig mun ljósið
alltaf loga í glugganum þínum,
elsku pabbi.
Svala Arnardóttir.
Örn Helgason sálfræðingur,
tengdafaðir minn, var einn af
skemmtilegustu mönnum sem ég
hef kynnst. Hann var ekki að-
eins gæddur sérstæðri og óvenju
ríkri kímnigáfu, heldur var hann
líka bæði víðlesinn og vitur. Það
var jafnan upplyfting að taka
hús á Erni á Hagamelnum og
kallsa við hann um hinstu rök
þessa heims og annars. Því hann
var ekki aðeins áhugasamur um
undirstöður og innviði þess
heims sem við höfum fyrir aug-
um, heldur vildi hann líka
skyggnast inn í þá veröld sem er
hulin sjónum dauðlegra manna.
Hann fékkst um árabil við rann-
sóknir í dulsálarfræði og eftir
hann liggur ófullgert handrit um
þau efni, sem ber vinnuheitið Við
mörk hins óþekkta.
En Örn var ekki aðeins
áhugasamur um hulda dóma
mannssálarinnar. Hann var líka
forvitinn og margfróður um
söguleg efni. Þegar við kynnt-
umst fyrir tæpum aldarfjórðungi
var hann að leggja síðustu hönd
á bók sína Kóng við viljum hafa.
Í þeirri bók rekur hann sér-
kennilega sögu úr þriðja ríkinu,
þegar nokkrir Íslendingar buðu
Friedrich Christian prins af
Schaumburg-Lippe konungdóm
yfir Íslandi. Skömmu áður hafði
ég sjálfur skrifað bókina Ljós-
hærða villidýrið, þar sem ég
fjalla um norrænan menningar-
arf í hugmyndafræði nasismans.
Sú staðreynd að við höfðum báð-
ir verið að grufla í samskiptum
Íslands og Þýskalands á þessu
tímabili gerði okkur þegar í stað
að góðum málvinum. Og sá vin-
skapur átti eftir að dýpka með
árunum. Í því tilliti réði miklu að
við áttum fleiri sameiginleg
hugðarefni. Þar má nefna lifandi
áhuga okkar beggja fyrir skáld-
skap. Og þá er ótalinn sá eðl-
isþáttur sem var einna ríkastur í
fari Arnar. Hann hafði mikið
yndi af því að segja sögur. Þegar
honum tókst best upp í þeirri list
stóðu honum fáir á sporði. Það
var einkum tvennt sem gæddi
sögur Arnar lífi: leiftrandi „húm-
or“ og gott vald á íslenskri
tungu. Eins og títt er um vel
menntaða heimsborgara var Örn
sannfærður jafnaðarmaður.
Hann unni öllu því sem fagurt er
í lífinu og var það sem kalla
mætti „kyrrlátur fegurðardýrk-
andi“. Sá strengur í lífshörpu
Arnar sem var þó án efa dýr-
mætastur fyrir þá sem næst
honum stóðu var ofinn úr heil-
indum og staðfestu. Örn var
ávallt til taks þegar börn hans
og barnabörn þurftu á liðveislu
hans og leiðsögn að halda. Hann
var því sannkallaður þyngdar-
punktur fjölskyldu sinnar.
Kæri Örn. Ég hefði gjarnan
viljað kallsa oftar við þig um ráð-
gátur þessa heims og annars.
Það hefði líka verið gaman að
heyra þig segja fleiri gáskafullar
sögur af mönnum og málefnum.
En okkur er öllum skammtaður
tími. Og nú er stundaglasið þitt
því miður tæmt. Um leið og ég
kveð þig með söknuði þakka ég
þér samfylgdina og hlýju í minn
garð og fjölskyldunnar. Ég vona
að í ókunna landinu þar sem þú
hefur nú fundið líkn frá þraut
hafirðu líka sálufélaga til að
deila með öllum frábæru sögun-
um þínum.
Arthúr Björgvin.
Elsku Örn okkar.
Þakklæti fyrir frábæran tíma
sem næsti nágranni okkar um
árabil sækir á hugann nú. Sá
tími á reyndar alveg sérstakan
stað í hjartanu, enda var það líkt
ævintýri að ættarleggir okkar
áttu sameiginlega hæð til um-
ráða í húsinu góða á Hagameln-
um.
Þóra og ykkar yndislegu börn
og barnabörn litu oft við eða
komu yfir í spjall þegar þau
heimsóttu þig og sömuleiðis vor-
um við tíðir gestir í hlýlegu stof-
unni þinni, þar sem samtölin
snerust oftar en ekki um dul-
spekileg og trúarheimspekileg
mál sem höfðu þá aukaverkun að
útrýma allri vitund og tíma sem
og öðrum óþörfum praktískum
atriðum. Einhver örugg vissa og
dýpt einkenndi þig öllum stund-
um, að ekki sé talað um
óborganlega kímnigáfuna sem
lyfti spekinni og stað og stund á
„hærra plan“.
Með orðum og gjörðum
kenndir þú æðruleysi og gildi
þess að halda friðsemd hjartans,
en þitt líf var langt frá því
þrautalaust. Einstök gamansemi
þín tók hins vegar alla erfiðleika
föstum tökum og leysti upp
áhyggjur. Það er sjaldgæf dyggð
sem betur færi að fleiri legðu
rækt við.
Elsku Örn. Eitt er það sem
upp úr stendur af öllum perlum
minningunum okkar en það er
vinátta ykkar Daníels Filipps
sem á yfirborðinu einkenndist af
viðskiptum með blöð annars veg-
ar og súkkulaðirúsínur í kram-
arhúsi að launum hins vegar.
Þegar betur var hins vegar að
gáð voru „viðskiptin“ ykkar eitt-
hvert það krúttlegasta spjall- og
vinarsamband lítils drengs við
besta nágrannann sem nokkur
getur hugsað sér.
Kæri vinur. Við vitum að þín
stóíska ró og hjarta flytur þig á
guðdómlegasta sælureit þar sem
spaugilegar hliðar himnaríkis
verða þér án efa uppspretta
endalausrar gleði og djúpra
samræðna. Hvað væri annars
himnasæla án slíkra lífsins
gjafa?
Þín,
Þórdís, Hafþór,
Sigurþór, Daníel Filipps
og Sölvi Haukur.
Örn Helgason
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
MAGNÚSAR GUÐNASONAR
prentara,
Dalbraut 14.
Jafnframt sendum við fjölskyldu og vinum
hugheilar jóla- og nýárskveðjur.
.
Margrét Magnúsdóttir,
Magnús Magnússon, Þorgerður Guðmundsdóttir,
Guðni Magnússon, Alma Bergsveinsdóttir,
Jórunn Þ. Magnúsdóttir, Björn Davíð Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
VILHELMS GUÐMUNDSSONAR,
Garðbraut 86,
Garði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
deildar 11G á Landspítalanum og Kvenfélaginu Gefn.
Jafnframt sendum við ykkur öllum hugheilar jóla- og
nýárskveðjur.
.
Björg Björnsdóttir,
Auður Vilhelmsdóttir, Ásbjörn Jónsson,
Björn Vilhelmsson, Laufey Erlendsdóttir,
Hildur Vilhelmsdóttir, Franz Eiríksson,
Atli Vilberg Vilhelmsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
KRISTJÁN HARÐARSON
flugstjóri,
Fléttuvöllum 44, Hafnarfiði,
lést á líknardeildinni í Kópavogi
aðfaranótt laugardags 19. desember.
Útför hans verður gerð frá Víðistaðakirkju
mánudaginn 28. desember klukkan 13.
.
Helga Rós Jóhannesdóttir,
Gísli Þór Kristjánsson,
Lilja Kristjánsdóttir,
Kristján Karl Kristjánsson, Unnur Á. Stefánsdóttir,
Jóhannes Bjarni Kristjánsson
og barnabörn.