Morgunblaðið - 23.12.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.12.2015, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 ✝ Margrét Gunn-arsdóttir, Gréta, fæddist í Reykjavík 4. júlí 1933. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 2. des- ember 2015. Foreldrar Grétu voru Gunnar Gunn- arsson, f. 10. júlí 1904, d. 15. desem- ber 1994, frá Galt- arvík í Innri-Akraneshreppi og kona hans Elín Margrét Jak- obsdóttir, fædd í Vestmanna- eyjum 24. apríl 1912, d. 12. októ- ber 1994. Systir Grétu var Jóhanna Kristín Gunnarsdóttir, f. 16. desember 1934, d. 30. apríl 2013. Gréta ólst upp hjá for- eldrum sínum á Akranesi. Á sumrin dvaldi hún hjá föðurfor- eldrum sínum í Vík í Innri- Akraneshreppi, þeim Gunnari Gunnarssyni og Jóhönnu Krist- Sölvi Jónsson, f. 18.1. 1954, d. 28.10. 1992. Þeirra börn eru: a) Jón Trausti, f. 1985, b) Sölvi Freyr, f. 1988, og c) Sæþór Bragi, f. 1993. Erla og Sölvi ólu upp Sigurð Ívar, f. 1978, son Sölva af fyrra hjónabandi. Dóttir hans er Karlotta Sjöfn, f. 1999. Fyrir átti Gréta soninn Gunn- ar Gunnarsson, f. 3. september 1954. Gréta lauk skyldunámi á Akranesi og nam síðan við Hér- aðsskólann á Skógum einn vetur. Gréta var verkakona og vann við ýmis störf framan af, m.a. í Matborg og í Múlakaffi. Lengstan starfsaldur sinn vann hún þó við umönnun aldraðra á Hjúkrunarheimilinu Grund og á Hrafnistu. Síðustu 25 ár starfs- ævinnar vann hún á Hrafnistu í Reykjavík, við umönnun og sem aðstoðarmanneskja hjá sjúkra- þjálfurum. Gréta bjó í tvö ár í höfuð- borginni Port of Spain í Tríni- dad í Vestur-Indíum með fyrr- verandi manni sínum og yngri dóttur á árunum 1971-72. Útför Margrétar fór fram í kyrrþey að hennar ósk. ínu Böðvarsdóttur. Gréta giftist Braga Kristjáns- syni 1955, þau skildu 1976. Þau eignuðust tvær dætur. 1) Ragn- heiður, f. 20.11. 1955, maki Kristinn Pétur Pétursson, f. 4.11. 1950, og eiga þau tvö börn: a) Sverrir Grétar, f. 1972, maki Margét Björk Jó- hannesdóttir f. 1976, sonur þeirra er Sindri Freyr f. 2007, fyrir átti Sverrir soninn Emil, f. 2002. Börn Margrétar af fyrra hjónabandi eru Birkir Máni, f. 1996, og Jenný Birta, f. 1999. b) Ellisif, f. 1981, hennar börn eru Ísar Logi og Kristinn Snær, f. 2002, Talía Mjöll, f. 2004, Mikael Þeyr, f. 2008, og Ísey Lilja, f. 2009. 2) Erla, f. 31.5. 1961, maki Móðir mín er látin, hún sem hefur verið svo samofin mér og öllu mínu lífi fram til þessa. Mamma var sterk kona, hún hafði ríka réttlætiskennd, var fylgin sér og mikill Íslendingur í sér. Hugðarefnin voru mörg, ís- lensk saga, jarðfræði og náttúran voru henni hugleikin og ekki síð- ur vernd hálendisins. Hún ferðaðist mikið innanlands, fót- gangandi upp um fjöll og firnindi og síðar fór hún í skipulagðar rútuferðir um landið. Eins ferð- aðist hún víða erlendis, oft með Bændaferðum, á slóðir Íslend- inga í Kanada, til Rússlands og var Pétursborg í uppáhaldi, þangað langaði hana að fara aftur. Mömmu var margt til lista lagt sem ung kona saumaði hún og prjónaði fötin á okkur krakkana. Þegar við systurnar fengum nýja jólakjóla, fengu dúkkurnar okkar líka nýja kjóla. Eins var útsaum- ur mikið áhugamál og það er með eindæmum það fágæta safn sem hún skilur eftir sig. En það hugðarefni mömmu sem mig langar að nefna var áhugi mömmu á ræktun en frá því að ég man eftir mér ræktaði mamma stofublóm. Þessi áhugi mömmu gekk svo í endurnýjun lífdaga þegar við hjónin eignuð- umst gróinn garð fyrir tæpum tuttugu árum. Á þeim tíma kunni ég lítið um plöntur en mamma sýndi gróðrinum mikinn áhuga og fylgdist grannt með árstíða- bundnum breytingum í honum. Hún elskaði falleg blóm og þá sérstakleg rósir, einkum ágræddar, fagurskapaðar og bleikar rósir og hvatti hún mig til að prófa hinar ýmsu rósir. Marg- ar stundirnar ræddum við um rósir, skoðuðum bækur og grein- ar í garðyrkjuritinu, hverjar þeirra við ætluðum að prófa og hvar best væri að setja þær nið- ur. Margir leiðangrar voru farnir í gróðrarstöðvarnar til að skoða rósir, spá og spekúlera. Síðar, þegar við hjónin byrjuð- um að rækta upp frístundalóðina okkar í Grímsnesinu, hjálpaði mamma okkur, fyrst heima við að umpotta bakkaplöntum og fræ- plöntum sem við ólum upp á bak við hús og síðar við að koma plöntunum niður á áfangastað. Já, við mamma gátum gleymt okkur í gróðrarstússinu og marg- ar góðar minningar á ég frá þess- um tíma þegar við mamma áttum okkar gæðastundir saman í sveit- inni. Síðustu árin hennar mömmu kom styrkur hennar og æðruleysi æ betur í ljós þegar veikindi hennar ágerðust með hverju árinu sem leið. Ég gæti sagt svo margar sög- ur en hér læt ég staðar numið og kveð móður mína með þakklæti fyrir allt það sem hún var mér og mínum. Þessi tvö erindi eru úr kvæð- inu „Móðir“ eftir Jóhann M. Bjarnason. Þér þakka ég, móðir, fyrir trú og tryggð; á traustum grunni var þín hugsun byggð. Þú stríddir vel, unz stríðið endað var, og starf þitt vott um mannkærleika bar. Hvíl þig, móðir, hvíl þig, þú varst þreytt; þinni hvíld ei raskar framar neitt. Á þína gröf um mörg ókomin ár, ótal munu falla þakkartár. Blessuð sé minning þín, elsku- leg móðir mín. Ragnheiður Bragadóttir. Gréta var hún kölluð tengda- móðir mín, hún Margrét Gunn- arsdóttir. Ég held að þegar við kynntumst fyrst, hafi henni litist svona hæfilega á tengdasoninn tilvonandi en með tímanum urð- um við góðir vinir. Hún tengdamamma var kannski ekki allra, hún hafði sig ekki í frammi í margmenni en hún hafði sterkar skoðanir á póli- tík, innflytjendum og almennt um málefni líðandi stundar. Hún bjó um tíma í Trínidad í Vestur-Indíum, kannski mótuð- ust viðhorf hennar að hluta til af dvölinni þar. Áhugamálin voru fjölmörg, handavinna, þar sem útsaumur var hvað fyrirferðarmestur, verulega fallegt handverk. Hún ferðaðist töluvert, fyrst hér innanlands með Ferðafélaginu og Útivist og einnig í jeppaferðum, bæði með okkur hjónunum og með Gunnari syni sínum. Svo seinna víða erlendis þar sem henni fannst Rússland standa upp úr. Hún var nánast alæta á bækur, áhuginn lá víða, ævisögur, þjóð- legur fróðleikur, ferðabækur, hún las mikið og seinna þegar sjónin dapraðist fékk hún hljóð- bækur frá Hljóðbókasafninu. Hún hlustaði mikið á tónlist, Íslenska tónlist, sérstaklega karlakóra, Álftagerðisbræður, Kristinn Sigmundsson og óperur voru í uppáhaldi. Blóm og rósir glöddu hana, hún fylgdist með og sýndi mikinn áhuga á því sem við Ragga vorum að gera, fyrst í garðinum heima og í Litlalandi. Hún studdi okkur með ráðum og dáð og hjálpaði okkur eftir getu. Barnabörn og barnabarna- börn voru henni mjög hugleikin, eitt það síðasta sem hún gerði var að tryggja að allir fengju jólagjöf frá ömmu Grétu. Gréta var trú sjálfri sér og sín- um lífsskoðunum, hún fór flestra ferða sinna gangandi eða í strætó. Hún var reglusöm, nægjusöm, traust og góð mann- eskja sem ég kveð með þakklæti fyrir samfylgdina. Hvíl í friði. Kristinn Pétur Pétursson. Margrét Gunnarsdóttir Móðurbróðir minn, Matthías Jakobsson, var jarðsunginn 14. desember sl. Matti var næst- yngstur systkinanna frá Sjálandi í Grímsey sem fluttu til Dalvíkur vorið 1947. Þau urðu sjö syst- kinin, en sá elsti, Willard, dó úr berklum haustið 1945. Jakob faðir hans var fæddur í Höfn á Dalvík en móðir hans, Svanfríð- ur Bjarnadóttir, var fædd að Steindyrum á Látraströnd. Hún flutti ung með móður sinni, Ingu Jóhannesdóttur, systkinum og fósturföður til Grímseyjar. Á Matthías Biering Jakobsson ✝ Matthías Bier-ing Jakobsson fæddist 31. mars 1936. Hann lést 8. desember 2015. Útför Matthíasar fór fram 14. desem- ber 2015. legsteini þeirra Jakobs og Svanfríð- ar í Dalvíkurkirkju- garði stendur: „Hér hvíla hjónin frá Grímsey …“ og má af því ráða tryggð þeirra við Grímsey, þó þau kysu á sín- um tíma að flytja í land. Matti átti einn yngri bróður, Þóri Ottó, og fjögur eldri systkin; Helga, Bjarna Siguróla, Elínu og Guðrúnu. Eftirlifandi eru Ottó og Guðrún og búa bæði á Dalvík. Grímseyingar voru aldir upp við veiðiskap sem varð bæði at- vinna Matta og áhugamál. Hann fór í sjómannaskólann og axlaði snemma ábyrgð. Hann var svo ungur þegar hann tók við sem skipstjóri á Vilborginni frá Keflavík að hún var kölluð Baby doll, enda skipstjóri og sumir úr áhöfn vart af barnsaldri. Matti var lengi farsæll skipstjóri, síð- ast við útgerð sem þeir bræður, hann og Otti, áttu með Ægi Þor- valdssyni. Sú útgerð óx á nokkr- um árum frá litlum báti og fisk- vinnslu í togaraútgerð. Þeir fjárfestu síðan í því ævintýri að kaupa og flytja fyrirtækið Sæ- plast til Dalvíkur og var Matti stjórnarformaður þess í 13 ár. Fyrir þátt sinn í vexti og við- gangi Promens/Sæplasts var hann heiðraður af Fiskideginum mikla árið 2014. Matti var áhugamaður um öfl- un hráefnisins til matar, með- höndlun og matreiðslu. Hann þróaði til dæmis uppskrift að rétti úr skreið, enda var hann skreiðarframleiðandi um árabil og fannst ekki nema sjálfsagt að geta matbúið úr henni. Á seinni árum leysti hann svo gesti og gangandi út með eigin flatkökum eða öðru góðgæti. Matti var líka einhver mesti og skemmtilegasti sögumaður sem ég hef þekkt og gerði hversdagslega atburði að hátíð með leiftrandi frásagnar- snilld sinni. Hann var líka marg- fróður. Þegar ég átti sæti í sjávarútvegsnefnd Alþingis og taugaveiklun greip um sig vegna breyttrar fiskgengdar eða minni veiði hringdi ég stundum í Matta og það brást ekki, hann mundi viðlíka aðstæður og þekkti hvernig mál höfðu síðan þróast. Þar naut ég ríkrar þekkingar manns sem kunni það sem kallað er fiskifræði sjómannsins. Ég er Matta mjög þakklát fyrir þátttöku hans í uppeldi sona minna, einkum Jónasar sem átta ára vildi ganga til sumarvinnu rétt eins og eldri bræður hans. Matti tók hann í vinnu hjá Blika og þar mætti drengurinn allt sumarið, sat milli þeirra Matta og Ægis þar sem þeir skáru spyrðubönd af skreið og sögðu sögur. Sjálfur fékk hann ekki hníf það sumarið, varð að láta sér nægja að leysa bönd- in. Hann var svo við vinnu hjá Blika í mörg sumur, eins og bræður hans, og nutu allir góðs uppeldis þar. Með Matta Jakobs er genginn góður maður sem auðgaði sam- félag sitt og skipti viðgang þess miklu máli. Ég votta ástvinum hans mína innilegustu samúð. Svanfríður Jónasdóttir. www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898 5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GYÐU JÓNASDÓTTUR, Grandavegi 1. Sérstakar þakkir til starfsfólks V2 og handavinnudeildar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar. . Kristín Ólafsdóttir, Eggert Þorfinnsson, Jóhannes Ólafsson, Svanhildur Jónsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, OLIVERS KRISTÓFERSSONAR frá Háteigi, Akranesi, sem lést á Landspítalanum 25. nóvember síðastliðinn. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólkinu á gjörgæslunni við Hringbraut fyrir einstaka umönnun. . Steindór Oliversson, Inga Björg Sigurðardóttir, Helga Oliversdóttir, Pálmi Pálmason, Kristófer Oliversson, Svanfríður Jónsdóttir, Guðlaug Kristófersdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við fjölskyldan þökkum auðsýndan samhug og vináttu vegna andláts okkar elskulega KRISTJÁNS VAGNSSONAR, Huldugili 60, Akureyri. Óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hjartans kveðjur. . Hólmfríður Ingvarsdóttir, Helga Svana Björnsdóttir og fjölskyldan. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andláts ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og okkar besta vinar, EYJÓLFS RÚNARS KRISTMUNDSSONAR, sem varð bráðkvaddur 24. nóvember síðastliðinn á Tenerife. Jafnframt sendum við fjölskyldu og vinum nær og fjær hugheilar jóla- og nýárskveðjur. . Jóhanna Þorsteinsdóttir, Óli Rúnar Eyjólfsson, Ragnhildur Hauksdóttir, Unnur Eyjólfsdóttir, Ástmar Karl Steinarsson og barnabörn. Móðir mín, tengdamóðir og amma, RÓSA RANDVERSDÓTTIR, Smárahlíð 24, Akureyri, lést 17. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 30. desember klukkan 13.30. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu á Akureyri. . Ólöf Mjöll Ellertsdóttir, Þorvaldur Örlygsson, Ísabella Þorvaldsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU RANNVEIGAR KJARTANSDÓTTUR frá Bolungarvík, sem lést mánudaginn 23. nóvember. Guð blessi ykkur öll. . Víðir Jónsson, Jóna Arnórsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Guðmundur J. Matthíasson, Guðmundur Þ. Jónsson, Vigdís E. Hjaltadóttir, Friðgerður B. Jónsdóttir, Páll Ingi Kristjónsson, Svala Jónsdóttir, Birkir Hreinsson, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.