Morgunblaðið - 23.12.2015, Side 43

Morgunblaðið - 23.12.2015, Side 43
kórasambands Borgarfjarðar prófastdæmis, sat í uppeldis- og menntamálanefnd Þjóðkirkjunnar, var formaður héraðsnefndar Reykjavíkurprófastsdæmis frá 1989 og formaður kirkjubyggingasjóðs Reykjavíkur, var formaður stjórnar starfssjóðs safnaðarhjálpar Reykja- víkurprófastsdæma, sat í stjórn Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar og var ritstjóri safnaðarblaðs og frétta- blaðs Árbæjarsóknar. Guðmundur samdi Drög að sögu Þingeyrarklausturs (í handriti), Þankabrot úr Þingeyrarklaustri (Saga og kirkja, Afmælisrit Magn- úsar Más Lárussonar, Rvík 1988), Sjö hugvekjur í Kristnum hug- vekjum I, (Rvík, 1980) og greinar í tímaritum. Hann var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1.1. 1993 . „Hugðarefni mín hafa fyrst og fremst tengst kirkjunni og starfi hennar sem og fjölskyldunni sem lagði mér ómælt lið í safnaðarstarf- inu, ekki hvað síst í barnastarfinu. Ég naut þess að taka þátt í bústörf- um og Frímúrarareglan hefur verið mér þroskavænlegur skóli til mann- ræktar í 40 ár. Síðustu ár hef ég svo notið ómældrar ánægju í félagsskap eldri borgara í Garðabæ þar sem ég spila bridge í góðra vina hópi.“ Fjölskylda Eiginkona Guðmundar var Ásta Bjarnadóttir, f. 7.6. 1930, d. 12.2. 2012, sjúkraliði. Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason, f. 24.1. 1900, d. 25.5. 1961, kennari við Austurbæj- arskólann í Reykjavík, og Elísabet Helgadóttir f. 26.11. 1898 d. 1.11. 1982, handavinnukennari þar. Börn Guðmundar og Ástu eru Bjarni, f. 6.11. 1954, byggingaverk- fræðingur, búsettur í Kópavogi; Ól- ína, f. 13.6. 1957, skurðhjúkrunar- fræðingur í Reykjavík en maður hennar er Halldór Kristján Júlíus- son sálfræðingur og eru börn þeirra Ástríður, f. 1980, Þórhildur, f. 1983, og Ragnheiður, f. 1988; Elísabet Hanna, f. 17.5. 1961, viðskiptafræð- ingur í Kópavogi en maður hennar er Skúli Hartmannsson smiður og eru börn Elísabetar Hönnu og Gunnlaugs Kristfinnssonar Krist- finnur, f. 1979, og Ásta, f. 1986, en stjúpbörn Elísabetar eru Guðmund- ur Jón, f. 1973, Steinunn Sif, f. 1980, Haraldur Anton, f. 1983 og Arnar Páll, f. 1989; Sigurlaug, f. 16.2. 1967, röntgenlæknir, búsett í Osló en mað- ur hennar er Martin Derek Sökjer Petersen, röntgenlæknir og börn þeirra eru Guðmundur Daniel Hannibal, f. 1993, Gunnar Hannibal, f. 1998, og Anton Hannibal, f. 2002; Þorsteinn Björn, f. 2.6. 1969, d. 11.6. 1969. Systkini Guðmundar eru Sig- urlaug Ásgerður, f. 3.4. 1923, gjald- keri í Reykjavík, og Gísli Ásgeir, f. 28.3. 1937, geðlæknir í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar: Þorsteinn Björn Gíslason, f. 26.6. 1897, d. 8.6. 1980, prófastur í Steinnesi, og Ólína Soffía Benediktsdóttir, f. 2.11. 1899, d. 26.2. 1996, húsfreyja og organisti. Úr frændgarði Guðmundar Ólafs Þorsteinssonar Guðmundur Ólafs Þorsteinsson Ólafur Ólafsson b. á Guðrúnarstöðum í Húnavatnss. Guðrún Ólafsdóttir húsfr. á Hrafnabjörgum Benedikt Jóhannes Helgason b. á Hrafnabjörgum í Svínadal Ólína Soffía Benediktsdóttir húsfr. og organisti í Steinnesi Ingibjörg Arnórsdóttir húsfr. á Svínavatni Guðrún Þorsteinsdóttir húsfr. á Bergsstöðum Magnús Guðmundsson b. á Bergsstöðum í Miðfirði Guðrún Sigurrós Magnúsdóttir húsfr. í Forsæludal Gísli Guðlaugsson b. í Forsæludal í Vatnsdal Þorsteinn Björn Gíslason prófastur í Steinnesi í Austur-Húnavatnss. Helga Bjarnadóttir húsfr. á Marðarnúpi Guðlaugur Guðlaugsson b. á Marðarnúpi Þorsteinn Björn Gíslason geðlæknir Jón Ármann Gíslason prófastur á Skinnastað í Þingeyjar- sýslu Gísli Ásgeir Þorsteins- son geð- læknir Guðmundur Benediktsson, sóknarprestur á Barði í Fljótum Hannes Guðmundss. b. á Eiðs- stöðum Ingigerður Ingibjörg Helgad. húsfr. í Ytra- Tungukoti Guðmundur Ólafsson, alþm. og b. í Ási í Vatnsdal Guðmundur Guðmundsson framkvstj. á Akranesi Páll Hannesson b. á Guðlaugsstöðum í Blöndudal Hannes Pálsson stjórnarráðs- fulltrúi í Rvík Ásta Hannes- dóttir kennari í Kópavogi Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor við HÍ Elínborg Kristín Þorláksdóttir húsfr. á Eskifirði Helgi G. Þorláks- son kaupm. á Eskifirði Helgi Seljan fyrrv. alþm. Árni Helgason sýsluskr. og fréttam. á Eskifirði og síðar í Stykkish. Helgi Árnason skólastj. Rima- skóla Guðrún Guðmundsdóttir húsfr. á Guðrúnarstöðum Helgi Benediktsson b. á Svínavatni ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 Björn fæddist í Kaupmanna-höfn 23.12. 1853. Hann varsonur Stefáns Bjarnar- sonar, sýslumanns og bæjarfógeta á Ísafirði og síðar sýslumanns í Ár- nessýslu með búsetu í Gerðiskoti í Flóagaflshverfi, og k.h., Karen Emelie Bjarnarson, f. Jöregensen, húsfreyju á Ísafirði og í Gerðiskoti. Stefán var sonur Björns Sigurðs- sonar, bónda á Ketilsstöðum í Jök- ulsárhlíð, og k.h., Þorbjargar Stef- ánsdóttur, en Karen var af dönskum ættum, dóttir Jörgensen, óðalsbónda á Fjóni og síðar góss- eiganda í Kaupmannahöfn. Eiginkona Björns var Guðný, dóttir Jóns Borgfirðings Jónssonar, bókbindara og bóksala á Akureyri og síðar lögregluþjóns og fræði- manns í Reykjavík, og k.h., Önnu Guðrúnar Eiríksdóttur húsfreyju. Björn og Guðný eignuðust sjö börn en meðal þeirra var Ingibjörg Bjarnason, kennari og þekktur kennslubókahöfundur. Björn lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1877 og embættisprófi í lögfræði frá Hafnarháskóla 1883. Að loknum prófum dvaldi Björn í Kaupmannahöfn um skeið, var að- stoðarmaður hjá fógeta konungs og sinnti ritstörfum. Hann stofnaði m.a. eitt þekktasta tímarit Dana, Hjemmet, sem upphaflega hét Vort hjem, og var ritstjóri þess og Heimdallar í Kaupmannahöfn. Heimkominn gegndi Björn sýslu- mannsstörfum í Þingeyjarsýslu, var aðstoðarmaður föður síns í Ár- nessýslu en var sýslumaður Dala- sýslu 1891-1914 og bjó þá að Sauða- felli. Hann var alþingismaður Dalasýslu á árunum 1900-1908. Björn var upphafsmaður að stofnun málverkasafns árið 1885 með gjöfum frá dönskum málurum en safnið varð síðan vísir að mál- verkasafni ríkisins (Listasafni Ís- lands). Þá var Björn einn helsti hvatamaður að stofnun Hins ís- lenska náttúrufræðifélags 1889 og Náttúrugripasafns Íslands sama ár. Hann stofnaði auk þess pöntunarfélag og unglingaskóla í Búðardal. Björn lést 12.12. 1918. Merkir Íslendingar Björn Bjarnarson 95 ára Ulrich Vilhjálmur Marth 90 ára Alfreð Hallgrímsson Jóhannes Friðrik Hansen 85 ára Guðmundur Þorsteinsson Kristín Hermundardóttir Valdimar Eiríksson 80 ára Elísa Magnúsdóttir Jóhanna Hermannsdóttir Kristrún Sigurrós Malmquist Lára Egilsdóttir Ragnhildur A. Vilhjálmsdóttir Stefán Hallgrímur Björnsson Valsteinn Guðjónsson 75 ára Bjarnfríður Ósk Alfreðsdóttir Halldór Jóel Ingvason Ingibjörg Jóhannsdóttir Júlíus Thorarensen Ómar Vagnsson 70 ára Ásta Droplaug Björnsdóttir Erla Margrét Sverrisdóttir Herdís Hauksdóttir Sigurveig J. Þorbergsdóttir 60 ára Ásdís Hrönn Ástvaldsdóttir Bjarni Már Gíslason Erla Sigríður Halldórsdóttir Ewa Kapla Friðrik Kristjánsson Guðrún R. Blöndahl Magnúsdóttir Jónína A. Sanders Kjartan Friðgeir Kjartansson Magnús Baldur Bergsson Matthías Daði Sigurðsson Sigurbjörn B. Vignisson Sjöfn Guðmundsdóttir 50 ára Anna María Hákonardóttir Anna Sigríður Melsted Brynjar Bjarnason Dong Qing Guan Inga Gunnhildur Þórólfsdóttir Páll Þórir Viktorsson Sigurlaug Helga Jónsdóttir Valdís Kjartansdóttir Þuríður Guðmundsdóttir 40 ára Arnaldur Freyr Birgisson Dögg Stefánsdóttir Elín Sigríður Jóhannesdóttir Guðmundur Freyr Kristjánsson Íris Huld Guðmundsdóttir Katrín Ásta Hafsteinsdóttir Olga Hrafnsdóttir 30 ára Adam Zdzislaw Gluszko Birta Sif Melsted Elín Svava Lárusdóttir Madurangika A.P.A. Gedara Svandís Ólafsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Helgi ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk atvinnuflugmannsprófi frá Flugskóla Íslands og starfar hjá Flugfélagi Ís- lands. Bróðir: Kristófer Roy Helgason, f. 1990, búsett- ur í Reykjavík. Foreldrar: Aileen Ann Þorvaldsson, f. 1951, fyrrv. ritari, og Helgi Þor- valdsson, f. 1946, starfs- maður hjá Icelandair. Þau búa í Reykjavík. Helgi George Helgason 40 ára Þorsteinn býr í Mosfellsbæ, lauk prófum í rafvirkjun og er sölumað- ur hjá Advania. Maki: Fríður Esther Pét- ursdóttir, f. 1975, fram- kvæmdastjóri. Börn: Jóhanna og Þór- unn, f. 1993; Elís Aron, f. 2001; og Adriana og Ar- iella, f. 2011. Foreldrar: Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, f. 1942, og Gíslína Rannveig Hall- grímsdóttir, f. 1941. Þorsteinn M. Guðmundsson 40 ára Rannveig ólst upp í Reykjavík, býr í Kópa- vogi, lauk prófum í bún- ingahönnun í Bretlandi og er kirkjuvörður og starfar að félagsmálum í Háteigs- kirkju. Sonur: Karl Guðjón Bjarnason, f. 2005. Foreldrar: Karl Sigur- björnsson, f. 1947, bisk- up, og Kristín Guðjóns- dóttir, f. 1946, fyrrv. banakamaður. Þau eru búsett í Reykjavík. Rannveig Eva Karlsdóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofnar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Farðu inn á vefverslunina okkar fyrir frekari upplýsingar www.donna.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.