Morgunblaðið - 23.12.2015, Page 46

Morgunblaðið - 23.12.2015, Page 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími 551-3033 Flott ir í fötum Frábært úrval af stuttum frökkum og yfirhöfnum Jóladúettinn Croon & Swoon, þeir Daníel Hjálmtýsson og Benjamín Náttmörður Árnason, flytur jólalög af gamla skólanum í versluninni Lucky Records við Rauðarárstíg í dag kl. 17 og fram á kvöld. Þaðan fara þeir á Gaukinn og halda loka- tónleika sína kl. 20 í bland við jóla- uppistand og almenna jólagleði. Croon & Swoon tónleikatvenna Krúnerar Dúettinn Croon & Swoon. um samskiptum við bæði móður og föður. Hann treystir ekki einu sinni eigin eyrum því bæði Magnús og lesandinn velkjast í vafa um getu móðurinnar sem píanista og er virkilega vel unnið með þann anga sögunnar. Þá má nefna Malenu, suð- urameríska unnustu Magnúsar sem er ómótstæðileg, heillandi, fögur og sem slík frekar ótrúverðug, en eftir dulítinn lestur virðist það með ráð- um gert. Lesandinn er mataður á hinni fögru mynd sem jafnóðum fer að óskýrast, hún er tálsýn. Rétt eins og listaverkið sem vinur Malenu gerir í minningu hennar – dansfótur úr ís sem bráðnar og breytist í gagnsæjan vatnspoll, þá leysist stúlkan upp fyrir augum lesandans og hverfur. Blekkingar í samskiptum leika líka stórt hlutverk hér – Malena leynir Magnús sjúkdómi sínum – og hann sér engin viðvörunarmerki – eða ef hann sér þau kýs hann að líta fram hjá þeim. Það sama á við um blekkingar fjölskyldumeðlima – en hvar endar blekkingarleikur þeirra og hvar byrjar blinda Magnúsar? Eina manneskjan sem hann leggur sig virkilega fram að „lesa“ er sjúk- lingurinn – en jafnvel þar lætur höf- undur glitta í annan, óþægilegan sannleika á bak við orð sögumanns- ins. Lesandinn er því sífellt settur í stöðu þess sem ekki veit hverju eða hverjum ber að treysta. Titill bókarinnar getur bæði vísað til þess að eftir ansi mörg mögur ár í tónlistarheiminum hefur móðir Magnúsar nú hljóðritað helstu meistarastykki tónlistarsögunnar – en einnig til vinnu hans – þar sem einstaklingar sem hafa verið afskrif- aðir af öllum, taldir heiladauðir, geta komist aftur í samtal við um- heiminn. En hvað vill sjúklingur segja sem liggur lifandi dauður, að- eins í tengslum við leiðslur og snúr- ur – hvað liggur honum á hjarta? Til hvers er endurkoman? ar spurningar varðandi hans eigin sambönd – við lifendur jafnt sem dauða. Lesandinn fær söguna, fyrstu persónu frásögn Magnúsar, í litlum minningabrotum sem leita á hann við störfin. Hann rifjar ekki upp lífs- hlaup sitt í krónólígískri röð atburða heldur spretta ófullkomin brot fram tvist og bast. Þessi frásagnarleið skapar töluverða spennu, án þess þó að smám saman afhjúpist einhver einn skelfilegur atburður sem mark- að hafi manninn. Fremur tekst höf- undi að vekja hjá lesandanum löng- un til að skilja manninn, sjá heildarmyndina. Minningabrotin eru eins og áður sagði óregluleg og gefa sjaldan skýra mynd af neinu – þannig virka þau bæði raunsæislega framsett og trúverðug. En smám saman fer að læðast að lesanda sá grunur að sögumaður, Magnús, sé ekki eins áreiðanlegur og virtist við fyrstu sýn. Þetta helgast ekki síst af því að Magnús sjálfur fer að efast um eigin minningar, efast um eigin dómgreind. Fyrir hvert nýtt púsl er eins og annað falli frá og lesandinn veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Frásagnaraðferðin veldur því að ekki aðeins Magnús sjálfur heldur allar aðrar persónur bókarinnar skreppa undan skilgreiningum, um leið og lesandinn heldur að hann hafi náð taki á þeim renna þær úr greipum hans. Hér ber hæst for- eldra hans; móðirin er konsertpían- isti sem aldrei hefur náð að skapa sér nafn og faðirinn ber takmarka- lausa virðingu fyrir tónlistargáfu móðurinnar. Minningar um æskuna eru óþægilegar, óhugnanlegar en líka ófullkomnar og á Magnús leita efasemdir um eigið sakleysi í slæm- Þetta hefur verið afkasta-mikið ár hjá Ólafi JóhanniÓlafssyni, fyrr á árinukom út hans fyrsta ljóða- bók, Almanakið og nú fyrir jólin skáldsagan Endurkoman. Í nýlegu viðtali í Kiljunni segir Ólafur það þó frekar vera til- viljun en afköst sem ráði því – ljóðabókin hafi verið um áratug í vinnslu og skrifin við Endurkom- una hófust um leið og hann lauk við síðustu skáldsögu sína, Málverk- ið, fyrir um fjórum árum. Í öllu falli er óhætt að fullyrða að ekki er neinn hraðaafgreiðslubragur á Endur- komunni sem má teljast ein besta skáldsaga Ólafs í áraraðir. Hér segir frá Magnúsi Colin, hálf- íslenskum lækni sem starfar við sjúkrahús rétt fyrir utan New York. Hann rannsakar nýja tækni til að ná sambandi við sjúklinga sem eru í dái, sumir þeirra eru heiladauðir en aðrir reynast vera með fullri meðvit- und, fangar í eigin líkama. Við upp- haf bókar fær Magnús til rannsókn- ar óþekkta konu sem fannst eftir bílslys og meðan hann reynir að ná sambandi við hana leita á hann ýms- Höfundurinn Rýnir segir Endurkomu Ólafs Jóhanns Ólafssonar mega teljast eina bestu skáldsögu hans í áraraðir. Óræðar endurkomur Skáldsaga Endurkoman bbbbn Eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Veröld, 2015. Innbundin 389 bls. MARÍANNA CLARA LÚTHERSDÓTTIR BÆKUR staklega til þýð- endanna og verða þýðingarnar mik- ilvægur hluti af sköpun þeirra sjálfra. Gömul og góð hefð er fyrir útgáfu ljóðasafna sem þessa og á síðustu árum hafa til að mynda Gyrðir Elíasson og Jón Kalman Stefánsson sent frá sér áhrifarík söfn ljóðaþýðinga, rétt eins og Aðalsteinn Ásberg gerir nú. Nýsnævi er í mjúkri kápu og frekar litlu broti, sem er vel, því þetta er bók til að stinga í vasann og taka með sér í strætó, á tónleika eða á kaffihús; þessi lesandi hefur gripið niður í Nýsnævi á mörgum stöðum á síðustu vikum og það hefur varla brugðist að áhugaverðir heimar opnast. Skáldin sem eiga ljóðin í safninu eru skemmtilega ólík og eiga í raun Ove Røsbak, er dregin upp mynd af vetrarferð, persónulegri en þó kunnuglegri upplifun í nýföllnum snjó, mynd sem á afskaplega vel við þessa dagana þegar spáð er hvítum jólum; jólum þegar einhverjir hugsa eflaust um gönguskíði eða hyggjast ganga út í einn daginn sem er tek- inn að lengja, frjáls í snjó þar sem er „þessi daufa lykt af engu“. Í Nýsnævi eru hátt í 120 ljóð eftir fimmtán skáld sem flest eru á milli fertugs og sextugs. Fjögur skáld- anna eru norsk, auk Røsbak eru það Håvard Rem, Jon Fosse (allir þrír fæddir 1959) og Edvard Hoem (f. 1949), fulltrúar Eista eru feðginin Andres Ehin (1940-2011) og Kristi- ina Ehin (f. 1977), Amanda Aizp- uriete (f. 1956) er frá Lettlandi, No- vica Novakovic (f. 1965) frá Slóveníu, Maciej Wozniak (f. 1969) frá Póllandi, Simone Inguanez (f. 1971) frá Möltu, Geogi Gospodinov (f. 1968) frá Búlgaríu, Erika Drun- kytè (f. 1971) frá Litháen, Adil Er- dem (f. 1964) er Tyrki, Riina Ka- tajavuori (f. 1968) er frá Finnlandi og loks er Gerry Cambridge (f. 1959) frá Skotlandi. Hinn reyndi ljóðaþýðandi Að- alsteinn Ásberg Sigurðsson hefur valið ljóðin og þýtt og ritar auk þess texta um öll skáldin í bókarlok. Hann segir sum ljóðin hafa legið í fórum sínum um langa hríð á meðan önnur rötuðu til hans á allra síðustu misserum. Flestum skáldanna hefur Aðalsteinn kynnst persónulega og segir að þau ljóðanna sem ekki séu þýdd úr frummálinu hafi hann þýtt í gegnum þriðja tungumál, oftast nær ensku, en hann hafi haft tæki- færi til að bera orðalag og fleiri at- riði undir skáldin. Ljóðaþýðingar eru gríðarlega mikilvægur þáttur íslenskra bók- mennta, þáttur sem ekki má van- meta. Með ljóðunum berst okkur andblær annarra heima, vel mótað- ar og frumlegar hugsanir skálda sem í flestum tilvikum höfða sér- Ekki það hvíta í brekkunni. Ekki brunagaddurinn við fótabúnaðinn. Heldur lyktin: þessi daufa lykt af engu, allt er liðið hjá, ég er frjáls, ég get gert það sem ég vil. (104) Í titilljóði þessa safns ljóðaþýð- inga, Nýsnævi eftir norska skáldið fátt sameiginlegt annað en að vera fönguð í net sama þýðandans, sem íslenskar hugsanir þeirra og mynd- ir á fágaðan og hófstilltan hátt; hóf- stilltan án þess að missa þó húmor eða djúpar tilfinningar úr ljóðun- um. Í ljóðinu „Píanókonsertinn“ virð- ist ljóðmælandi Novakovic treysta sér til að gera nánast hvað sem er nema „að fanga þig og fingur þína leika Rachmaninov í ljóði“; Cam- bridge hugsar um snjóinn eins Røs- bak, kallar hann flæking sem var „fyrrum hugumstór, / sannur lista- maður eitt sinn, / undrabarn sem ekkert varð úr, en byrjaði vel“; og nýr handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Jon Fosse, kveðst gjarnan taka sér stöðu með því óskiljanlega. Þýðandinn kemur myndum hans og hugsunum þó fal- lega til skila, rétt eins og hinum ljóðunum í þessu góða, fjölbreyt- ilega og forvitnilega ljóðasafni. Morgunblaðið/Sverrir Þýðandinn Aðalsteinn Ásberg íslenskar hugsanir skáldanna og myndir á fágaðan og hófstilltan hátt, segir rýnir, og lofar metnaðarfullt ljóðasafnið. Ég get gert það sem ég vil Ljóð Nýsnævi – ljóðaþýðingar bbbbn Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson þýddi. Dimma, 2015. Kilja 219 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.