Morgunblaðið - 23.12.2015, Page 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015
Tölvukunnáttan til bjargar
Hótelráðgátan
bbbnn
Texti: Martin Widmark.
Myndir: Helena Willis.
Íslensk þýðing: Íris Baldursdóttir.
Mál og menning, 2015. 75 bls.
Hótelráðgátan er önnur bókin í
röð Martins Widmark um Spæjara-
stofu Lalla og Maju sem út kemur á
íslensku. Eins og
nafnið gefur til
kynna leysa Lalli
og Maja að þessu
sinni ráðgátu á hót-
eli Víkurbæjar.
Þangað kemur
Laufdal-fjölskyld-
an með Ask, kjölt-
urakka sinn, sem
ku vera afar verðmætur kínverskur
trjáhundur en fjölskyldunni stendur
til boða að selja hundinn fyrir tvær
milljónir. Þegar hundurinn hverfur
sporlaust fara Lalli og Maja á stúf-
ana og komast að því að allt starfs-
fólk hótelsins hefði verulega not fyr-
ir söluandvirði hundsins. Góð
tölvukunnátta hjálpar tvímenning-
unum að leysa ráðgátuna.
Hér er um góða léttlestrarbók að
ræða. Leturstærðin er góð og setn-
ingar stuttar auk þess sem skemmti-
legar myndir Helenu Willis fleyta
sögunni vel áfram. Þýðing Írisar
Baldursdóttur er vel unnin.
Víðsýni til eftirbreytni
Strákurinn í kjólnum
bbbnn
Myndskreytingar: David Walliams.
Teikningar: Quentin Blake.
Íslensk þýðing: Guðni Kolbeinsson.
Bókafélagið, 2015. 232 bls.
Strákurinn í kjólnum er fjórða
bókin eftir grínistann og sjónvarps-
stjörnuna David
Walliams sem út
kemur á íslensku,
en hún var frum-
raun höfundar á
ritvellinum og ber
þess merki að vera
fyrsta bók höf-
undar. Bókin
fjallar um Dennis
sem er 12 ára og
býr ásamt 14 ára
bróður sínum með föður þeirra, en
móður sína hefur hann ekki séð í
fimm ár. Dag einn þegar Dennis
þarf að sitja eftir í skólanum fer
hann að spjalla við Lísu, sem er að
hans mati fallegasta og svalasta
stelpan í öllum skólanum og því ekk-
ert skrýtið að hann er skotinn í
henni. Hún býður honum heim til sín
og fær Dennis til að klæða sig upp á í
kjól sem hún hefur hannað.
Það kemur Dennis í opna skjöldu
hversu gaman honum þykir að
klæða sig upp í stelpuföt og leyfa
Lísu að snyrta sig og mála. Í bríaríi
ákveða Dennis og Lísa að kanna
hvort þau geti platað sjoppueigand-
ann Bótólf til að halda að Dennis sé
frönsk pennavinkona Lísu. Þegar
það tekst leika þau sama leik í skól-
anum. Þar kemur það Dennis hins
vegar í koll að vera með fótbolta-
dellu á háu stigi. Þegar skólastjórinn
uppgötvar að Dennis var að brjóta
skólareglur með klæðnaði sínum
víkur hann honum umsvifalaust úr
skólanum og þar með má Dennis
ekki keppa með fótboltaliði skólans í
mikilvægum úrslitaleik þrátt fyrir
að vera þar lykilmaður. Nú eru góð
ráð dýr, en auðvitað endar sagan vel.
Walliams sækir vafalítið í eigin
reynsluheim í bókinni, en hann hefur
margoft klætt sig upp í kvenmanns-
föt í bresku sjónvarpsþáttunum vin-
sælu Little Britain. Frásögnin er
mjög einföld og laus við dramatík þó
að eldri karlmenn bókarinnar taki
stelpuklæðnaði Dennis illa í fyrstu.
Flestar persónur bókarinnar eiga
það sameiginlegt að vera afar víð-
sýnar og sýna Dennis samstöðu.
Óskandi væri að raunveruleikinn
endurspeglaði söguna hvað þetta
varðar. Þýðing Guðna Kolbeins-
sonar er vel úr garði gerð og afar
þjál. Teikningar Quentin Blake
þjóna sögunni vel.
Mikilvægast að vera góður
Lítil saga úr orgelhúsi
bbbbn
Texti: Guðný Einarsdóttir.
Myndskreytingar: Fanney Sizemore.
Tónlist: Michael Jón Clarke.
Skálholtsútgáfan, 2015. 47 bls. bók
og 27 mínútna geisladiskur.
Þegar rýnir fór að hlusta á Litla
sögu úr orgelhúsi eftir Guðnýju Ein-
arsdóttur
við tónlist
Michaels
Jóns Clarke
hvarflaði
hugurinn
fljótt til tón-
listaræv-
intýrisins
Péturs og úlfsins eftir Sergei Proko-
fiev. Rússneska tónskáldið samdi
verkið fyrir tæpum 80 árum í þeim
tilgangi að kynna ungum áheyr-
endum klassíska tónlist og hin ýmsu
hljóðfæri sinfóníuhljómsveitarinnar.
Að sama skapi hafa Guðný og Mich-
ael það að markmiði að kynna
undraheim orgelsins fyrir ungum
hlustendum.
Sagan fjallar um orgelpípuna Sif
sem á heima í stóru orgelhúsi í
kirkju. Hún er minnst og fær því
ekki oft að syngja með hinum pípum
orgelsins, en bíður ávallt spennt eft-
ir því hvort Oktavía organisti leyfi
sér að vera með. Snemma í sögunni
fær Sif að syngja með í útgöngu-
marsi við brúðkaup í kirkjunni og er
eðlilega mjög ánægð með sig fyrir
vikið. Þá kemur Tumi, sem er mesti
hávaðabelgurinn í orgelhúsinu, og
gerir lítið úr framlagi Sifjar og
hampar sjálfum sér á hennar kostn-
að, enda hljóti mikilvægið að mælast
í hávaðanum sem hægt sé að fram-
kalla. Í framhaldinu ákveður Sif að
yfirgefa orgelhúsið og finna stað þar
sem allir eru góðir vinir. Eins og í
sönnum ævintýrum fer allt vel að
lokum og Tumi öðlast skilning á því
að allar pípurnar í orgelhúsinu eru
jafn mikilvægar, óháð stærð. Boð-
skapur sögunnar er fallegur og á er-
indi víða.
Michael skapar skemmtilegan
hljóðheim um fallega sögu Guðnýjar
og tekst að draga upp skýr persónu-
einkenni hverrar pípu. Gaman var
að heyra tilvísun í Töfraflautu Moz-
art þegar Tumi syngur fallegasta
lagið sem hann kann, sem er eðlilega
„Hann Tumi fer á fætur“. Fanney
Sizemore á heiðurinn af myndum
bókarinnar sem eru afskaplega vel
heppnaðar og bæta miklu við sög-
una. Leturbreytingunum í textanum
hefði hins vegar að ósekju mátt
sleppa. Bergþór Pálsson óperu-
söngvari er sögumaður á diskinum
og les söguna með miklum tilþrifum
sem auðveldlega hrífur áheyrendur
með. Mikill fjöldi persóna í bókinni
getur virst svolítið ruglandi fyrir les-
endur, en trufla ekkert í flutningi.
Vel er til fundið hjá Guðnýju að hafa
ítarefni um orgelið aftast í bókinni.
Frábær fræðibók fyrir börn
Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni?
bbbbm
Texti: Helgi Björnsson.
Myndir: Þórarinn Már Baldursson.
Mál og menning, 2015. 55 bls.
Helgi Björnsson jöklafræðingur
er höfundur nýrrar fræðibókar fyrir
lesendur frá
átta ára aldri
sem fjallar um
jökla og lofts-
lagsmál og
nefnist Af
hverju eru
jöklar og ís á
jörðinni? Bók-
in byggist á 45
spurningum á
borð við hvað
þarf að læra til að verða jöklafræð-
ingur; hvers vegna hlýnar nú á jörð-
inni; hvaða áhrif hefur hlýnun á jörð-
inni á jökla og hvers vegna stafar
kulda frá jöklum þótt hlýtt sé í
veðri? Spurningarnar eru allar
fengnar af Vísindavefnum, en svörin
sett fram á einfaldan hátt, þó með
vísindalegri nákvæmni eins og höf-
undar er von og vísa. Sem dæmi má
aftast í bókinni finna atriðaskrá og
orðskýringar fyrir fróðleiksfúsa les-
endur.
Allar opnur bókarinnar geyma
myndskreytingar Þórarins Más
Baldurssonar sem eru einstaklega
skemmtilegar og iðulegar fullar af
yndislegum húmor. Oft á tíðum
hjálpa myndirnar lesendum að átta
sig enn betur á umfjöllunarefninu.
Víðsýni
og forvitni
Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar
og þýddar barnabækur
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Jöklar „Allar opnur bókarinnar geyma myndskreytingar Þórarins sem eru
einstaklega skemmtilegar og iðulegar fullar af yndislegum húmor.“
Orgelhúsið Tumi grætir Sif litlu
með yfirgangi sínum og frekju.
Tónleikarnir Eitthvað fallegt
verða haldnir í kvöld kl. 22.05 í
Gamla bíói og verða þeir sendir út
í beinni útsendingu á Rás 2. Á
þeim munu Kristjana Stefáns-
dóttir, Ragnheiður Gröndal og
Svavar Knútur flytja lög af sam-
nefndri jólaplötu sem þau gáfu út
fyrir nokkrum árum ásamt öðrum
jólalögum. Þau ætla að leggja
uppúr því að stemmningin á tón-
leikunum verði líkust kvöldvöku
eða góðri samverustund og verða
m.a. lesnar jólasögur og fundið
upp á ýmsum gleðileik milli jóla-
laganna, eins og segir í tilkynn-
ingu. Neðri hæðinni í Gamla bíói
verður breytt í huggulegt kaffi-
hús og fer miðasala á tónleikana
fram á midi.is og við dyrnar fyrir
tónleikana.
Eitthvað fallegt
í Gamla bíói
Jólabörn Ragnheiður, Svavar og Kristjana í sannkölluðu jólaskapi.
mbl.is
alltaf - allstaðar
RÚGBRAUÐ
SISTERS 8 FORSÝNING
SMÁFÓLKIÐ 2D 2,4,6 FORSÝNINGAR
STAR WARS 2D 2, 5, 8
KRAMPUS 8
GÓÐA RISAEÐLAN 2, 5
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
FORSÝNING FORSÝNINGAR
LITLU JÓLIN Í LAUGARÁSBÍÓ
í samstarfi við:
750 kr. í bíó á allar sýningar dagsins og
nammipoki frá Nóa Síríus ásamt Svala eða
kók frá Vífilfelli fylgir öllummiðum á
sýningummilli kl. 14:00 - 18:00!
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum